Stjarna er fædd?

Íslendingar hafa eignast marga góða listamenn á sviði kvikmynda á alþjóðlegan mælikvarða síðan "Börn náttúrunnar", kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, var tilnefnd til Óskarsverðlauna.

Hún fékk ekki verðlaunin og máltækið að margir væru kallaðir en fáir útvaldir átti því við því í því tilfelli þótt litlu munaði. 

Síðar varð Björk Guðmundsdóttir fyrsta íslenska stóra alþjóðlega tónlistar- og kvikmyndastjarnan, en bið hefur orðið á því að íslenskur kvikmyndaleikstjóri kæmist á þann stall.

Flestar stórar kvikmyndastjörnur og kvikmyndaverk hafa verið umdeilanleg.

Aldrei fékk Alfred Hitchcock Óskarsverðlaun.

En val myndarinnar "Everest" sem opnunarmynd einnar af þekktustu kvikmyndahátíðum heims og það, hve margir virtist gagnrýnendur gefa henni allt að fimm stjörnur af fimm mögulegum bendir til þess að við Íslendingar séum að eignast stórt nafn á heimsvísu á sviði kvikmyndagerðar.

Á Hollywood-máli hafa orðin "a star is born" stundum verið notuð um slíkt.

Myndin Everest fær að vísu ekki einróma lof en kvimyndagerð Baltasars Kormáks hefur þegar vakið meiri athygli en nokkur önnur mynd Íslendings.

Ekki spillir þegar kynning myndarinnar í upphafi stórrar kvikmyndarhátíðar er út af fyrir sig afar vel heppnað "Hollywoodshow" þar sem glæsileg eiginkona hans og flott framkoma þeirra hjóna fá fimm stjörnur.     

 


mbl.is Everest fær fimm stjörnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband