Stærsta stund íslenskrar knattspyrnu?

Tvöfaldur sigur Íslendinga yfir einhverri bestu knattspyrnuþjóð heims í alvöru stórmótskeppni er þegar orðin stærsta stund íslenskrar knattspyrnu, hvernig sem framhaldið verður. 

Við erum að uppskera árangurinn af því þegar ný gullaldarkynslóð kom inn á völlinn fyrir nokkrum árum, menn eins og Gylfi Þ. Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson, en þá man ég eftir því að veðjað var á þá hér á síðunni sem framtíðar gullaldarlið okkar. 

3:0 markatala gegn Hollendingum í tveimur leikjum heima og að heiman er eitthvað sem enginn bjóst við fyrirfram, en auk þess að hafa fengið til liðs við okkur Lars Lagerback og Heimi Hallgrímsson, hið fullkomna þjálfarapar, og að vera að byrja að njóta þess að geta leikið knattspyrnu innan húss allt árið. 

Íslenska liðið vann verðskuldaðan sigur þótt Hollendingar væru meira með boltann.

Geri Hollendingar jafntefli í næsta leik sínum, erum við komnir áfram á EM, hvernig sem allt veltist.

Ofan á þetta voru íslensku áhorfendurnir í Amsterdam líka sigurvegarar í að láta í sér heyra, þrátt fyrir að vera tuttugu sinnum færri! 

 

Þetta er bara geggjað!  


mbl.is EM blasir við íslenska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gegt! cool

Þorsteinn Briem, 3.9.2015 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband