Eftir 57 ára bið.

Þetta hefur verið löng bið, 57 ár ef ég tel þau rétt, sem maður hefur beðið eftir því að sjá íslenska landsliðið komast í úrslit á stórmóti. 

Þetta byrjaði ekki gæfulega þegar Frakkar rassskelltu okkur í fyrsta leiknum sem við lékum í undankeppni og við komumst niður á jörðina. 

Síðan hafa komið glætur hér og þar, svo sem þegar við unnum Austur-Þjóðverja 2:1 í undankeppni árið 1975 og þegar við stóðum uppi í hárinu á heimsmeisturum Frakka í lok síðustu aldar.

Það er síðan langt fram úr öllum vonum að Ísland skuli vera efst í sterkum riðli þegar aðeins tveir leikir eru eftir og komnir áfram, hvernig sem þeir tveir leikir fara.

Mörg met, svo sem mesta og háværasta stemningin á vellinum og nýtt met í þáttöku í þjóðsöngnum. 

Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein veraldar þegar allt er lagt saman, áhugi alþýðunnar, fjárhæðirnar sem eru í spilinu og iðkun í öllum heimsálfum.

Þess vegna er þessi árangur svo magnaður.

Og svo má ekki gleyma því að í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM í körfubolta hefur íslenska landsliðið staðið upp í hárinu á tveimur af sterkustu körfuboltaþjóðum Evrópu og rekið af sér þær úrtöluraddir, að liðið ætti ekki erindi í það sterka mót.  


mbl.is Ísland á EM í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband