Vegirnir á þessu svæði enn í engu samræmi við umferðina.

Þrátt fyrir nýjan veg að Dettifossi að vestanverðu eru vegirnir enn, sitt hvorum megin við Jökulsá á Fjöllum, enn að mestu leyti í engu samræmi við þá miklu ferðamannaumferð sem þarna er og þær gríðarlegu tekjur sem hún gefur. 

Í hvert sinn sem ekið er um þessar slóðir, er maður minntur á að litlar framfarir hafi orðið í vegagerð frá því fyrir 1946 þegar brú var gerð yfir Jökulsá fyrir vestan Grímsstaði. 

Fram að því hafði þjóðleiðin legið áratugum saman yfir Reykjaheiði, um Kelduhverfi, yfir Jökulsá austan Ásbyrgis og suður um Hólsfjöll.

Stórslys á einbreiðri brú yfir Hólsselskíl með afvegaleiðandi merkingu sagði sína sögu um það ástand vega og brúa sem enn hefur lítið batnað síðustu 80 ár.

Því ber að fagna því að loksins eigi að ráðast í langþráðar vegabætur, þótt betur megi ef duga skal.  


mbl.is Langþráðar vegabætur hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vegir Framsóknarflokksins eru órannsakanlegir í öllum kjördæmum landsins, holóttir mjög og litlu fé í þá varið af flokknum.

Og formaður flokksins ekki einu sinni með annan fótinn í Norðausturkjördæmi, enda þótt hann þykist nú eiga þar lögheimili.

Hinn fóturinn aðallega í Breiðholtinu og sá þriðji þrútinn og stokkbólginn í Stokkhólmi.

Þorsteinn Briem, 7.9.2015 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband