25.10.2015 | 23:07
Hvað var það sem "ekki gekk upp"?
Ef sama klisjan er endurtekin nógu oft fara smám saman allir að trúa henni. Þannig er það um hina margtuggðu setningu um að heilmargt í frumvarpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár "hefði ekki gengið upp."
En hins vegar er lítið haft fyrir því að rökstyðja, í hverju það felst að þessi atriði gangi ekki upp.
Þegar Feneyjanefndin setti fram áhyggjur af því að völd forsetans í nýju stjórnarskránni væru það mikil að það gæti skapað óvissu og óróa í íslenskum stjórnmálum, stukku fjölmiðlar á þetta með stórum fyrirsögnum án þess þó að fara nánar ofan í saumana á þessu.
En í stjórnarskrán stjórnlagaráðs var gert ráð fyrir því að 26. grein núverandi stjórnarskrár héldi sér auk þess sem forsetinn gæti við óvenjulegar aðstæður komið inn í ferilinn að skipun hæstaréttardómara.
Hið síðarnefnda var sett inn til þess að forsetinn gæti haft áhrif ef hugsanleg valdníðsla framkvæmdavaldsins í ráðningu hæstaréttardómara kæmi upp.
En meginþunginn athugsaemdar Feneyjanefndarinnar var vegna málskotsréttar forsetans og þar með var nefndin að segja, að 26. greinin væri varasöm og gæti valdið óvissu og óróa.
En það liggur nú orðið alveg ljóst fyrir að 26. greinin hefur sannað gildi sitt og að það er hvorki þjóðarvilji fyrir því að hún verði afnumin né felld niður í nýrri stjórnarskrá.
Myndi styðja auðlindaákvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Meirihlutinn ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.
"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.
It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).
The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."
Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 00:31
"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."
"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."
"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.
Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."
Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 00:34
Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.
"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."
Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Já sögðu 48 og enginn sagði nei
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 00:36
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já sögðu 67,5%.
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Já sögðu 82,9%.
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já sögðu 57,1%.
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Já sögðu 78,4%.
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Já sögðu 66,5%.
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já sögðu 73,3%.
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 00:39
Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi geta hins vegar einungis verið ráðgefandi nema á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar:
"26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu."
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 00:42
19.5.2015:
"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:
Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:
Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinn nú að rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.
Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.
Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 00:48
1.9.2015:
Meirihluti kjósenda undir þrítugu styður Pírata
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 00:50
Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.10.2015:
Píratar 35%,
Samfylking 10%,
Björt framtíð 6%,
Vinstri grænir 11%.
Samtals 62% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 34% og þar af Framsóknarflokkur 10%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 00:53
Síðastliðinn föstudag:
"Samkvæmt nýrri könnun Gallup eru 55,5% landsmanna hlynntir því að ríki og kirkja verði aðskilin en 23,9% eru andvígir aðskilnaði og 21,5% tóku ekki afstöðu.
Stuðningur við aðskilnaðinn hefur aukist umtalsvert frá því í september á síðasta ári þegar 50,6% vildu skilja ríki og kirkju að."
Fleiri hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 01:46
Frumvarp Stjórnlagaráðs:
"19. gr. Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar."
Í fyrradag:
Ríki og kirkja þegar aðskilin segir biskup
Í gær:
Formaður Pírata segir orðalag biskups óskýrt
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 01:47
Það er bara svo margt sem er gersamlega óalandi og óferjandi við þessa stórbrengluðu tillögu um stjórnarskrá, Ómar, – tilurðin, lögbrotin strax í byrjun (og ekki gæfulegt að byrja stjórnarskrárvinnu með grófum stjórnarskrár- og lagabrotum), fullveldisframsals-ófyrirleitnin og svo t.d. það að búa til varaforseta (82. grein ykkar) sem gæti með flokkspólitískum hætti rennt afleitum lagafrumvörpum í gegn í þágu eigin flokks og hagsmunastoða hans.
Jón Valur Jensson, 26.10.2015 kl. 01:58
Ekkert ólöglegt við þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrána 20. október 2012.
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 02:03
"111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.
Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.
Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.
Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.
Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."
Frumvarp Stjórnlagaráðs
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 02:07
Í kosningum greiða menn atkvæði samkvæmt því hvað þeim finnst um viðkomandi mál.
Og þeir geta skilað auðu ef þeir vilja.
Hvað þeim finnst í einhverri umræðu um málið er hins vegar ekki kosningar.
Og meirihluti kjósenda ræður í kosningum en ekki þeir sem heima sitja.
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 02:29
Ef sama klisjan er endurtekin nógu oft fara smám saman allir að trúa henni, nema klisjan sé að tillögur stjórnlagaráðs hafi verið til bóta.
Hábeinn (IP-tala skráð) 26.10.2015 kl. 02:49
Nú þegar hafa farið fram löglegar kosningar um stjórnarskrána.
Hvað þeim finnst um einhverjar kosningar er hins vegar að sjálfsögðu ekki kosningar.
Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 03:01
SDG bullaði svo mikið í þessu svokallaða viðtali, - að hans þvæla er að engu hafandi. Best að leiða bara þvælu framsóknarmanna eins mikið hjá sér og unnt er þangað til þeim verður fleygt frá kjötkötlunum. Þetta er náttúrulega flokkur sem er með allt á hælunum, hefur svikið allt, og málefnastaða er zero. Sjallar virðast ætla að bregðast við afar slæmu gengi með því að gerast ,,píratalegir" og gæti það alveg bjargað fylginu eitthvað fyrir horn sérstaklega ef própagandavélin verður sett á yfirsnúning. Framsóknarflokkur er hinsvegar búinn að mála sig svoleiðis útí horn að hans bíður undir 10% fylgi og vonandi að eilífu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.10.2015 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.