Sagt var að Ingimari hafi verið orðið kalt hér um árið.

Ef frystiklefar geta læst þannig að ekki sé hægt að opna þá innanfrá er það ekki spurning hvort, heldur hvenær einhver læsist inni í þeim og þá getur illa farið.

Þekkt var sagan af Ingimari Eydal hljómsveitarstjóra í Sjallanum á Akureyri, sem var mikill matmaður og hljóp meira að segja einu sinni ofan af sviðinu og fram í eldhús í miðju skemmtiprógrammi hjá mér til þess að fá sér bita á meðan ég fór með eftirhermuatriði, sem hann hafði spurt mig um hvað væri langt, og nýtt sér það.

Rétt í þann mun sem komið var að því að hann settist aftur við píanóið kom hann hlaupandi eftir endilöngum salnum með hálfétna brauðsneið í hendi og hélt áfram að spila eins og engill með sneiðina liggjandi ofan á flyglinum.

Sagt er að Ingimar hafi eitt sinn farið í lok starfs inn í stóran frysti- og kæliklefa eldhússins í Sjallanum til að seðja hungur sitt eftir langa og stranga törn, en óvart læst sig inni í klefanum.

Misjöfnum sögum fór af því hve lengi hann var læstur þarna inni, en honum var víst orðið nokkuð kalt þegar hann slapp út úr prísundinni.

Nú er orðið ansi langt síðan þetta gerðist og ég hef aldrei síðan innt nánar eftir einstökum atriðum þessarar skemmtilegu sögu, sem vel má kalla þjóðsögu, eina af mörgum um þennan einstaka listamann og frábæru persónu.


mbl.is Fannst frosin í klefa á snyrtistofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðlagist eða látið ykkur hverfa.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband