Hitler taldi komu hers BNA til Íslands 1941 mestu "ögrunina".

Sending Bandaríkjahers til Íslands í júlí 1941, Atlantshafsfundur Roosevelts Bandaríkjaforseta og Winstons Churchills í ágúst og heimsókn Churchills til Íslands voru með merkustu viðburðum þess árs í hernaðarsögunni.

Þegar Adolf Hitler hellti úr skálum reiði sinnar yfir "stríðsæsingamanninn" Roosevelt í ræðunni, sem hann hélt 11. desember 1941 þegar hann sagði Bandaríkjamönnum stríð á hendur, tíndi hann til eins mörg atriði og hann gat fundið frá árunum á undan til þess að sanna það, að Roosevelt hefði verið og væri stríðsæsingamaður sem reyndi allt hvað hann gat til að efna til ófriðar við Þýskaland og Öxulveldin.

Hitler fullyrti að Roosevelt hefði verið sannfærður um að sending bandarísks herliðs til Íslands myndi "neyða" Þjóðverja í stríð við Bandaríkin. Samkomulag Bandaríkjamanna við Breta um að skipta út herliði Breta á Íslandi fyrir bandarískt lið hefði verið gróft hlutleysisbrot, en hann (Hitler) hefði samt ákveðið að láta þessa ögrun ekki hafa tilætluð áhrif.

Það var að vísu rétt athugað hjá Hitler, að sending Bandaríkjaherliðs til Íslands var merkasta aðgerð Bandaríkjamanna fram að því sem hlutlauss ríkis.

Með því tóku þeir ákveðið frumkvæði, en hernmám Breta 1940 og síðar Bandaríkjamanna árið eftir markaði straumhvörf að því leyti á árunum 1936 til 1940, að fram að því höfðu Þjóðverjar og Ítalir ævinlega haft frumkvæðið í atburðarásinni og bandamenn orðið að bregðast við.

Hitler fékk eitt af sínum mestu bræðisköstum í byrgi sínu í Eifel-fjöllum 10. maí 1940, sama daginn og Þjóðverjar réðust til sóknar inn í Niðurlönd og Frakkland, þegar hann frétti af hernámi Íslands.  

Hernám Íslands varpaði skugga á það sem Hitler taldi glæsilegustu herför sögunnar.

Koma Bandaríkjahers til Íslands, Atlantshafsfundurinn, heimsókn Churchills til Íslands og auknir árekstrar á milli Bandaríkjamanna og Þjóðverja á Atlantshafi voru atburðir, sem hlutu óhjákvæmilega að leiða til stríðs Öxulveldanna við Bandaríkin.

Það er vel að bjóða David Cameron að feta í fótspor Churchills.   

 

 


mbl.is Heimsókn Cameron „söguleg stund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Public opinion in Britain and the Commonwealth was disappointed that the U.S. was not entering the war.

Churchill admitted that he had hoped the U.S. would decide to commit itself.

The United States did not enter the War until after the Japanese Attack on Pearl Harbor on 7 December 1941."

Þorsteinn Briem, 29.10.2015 kl. 01:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver var svo staðan í Evrópu eftir Seinni heimsstyrjöldina?!

Öll ríki í austurhluta Evrópu kommúnistaríki
, vestur að Vestur-Þýskalandi og Austurríki, þar með talin öll ríkin á Balkanskaga fyrir utan Grikkland, en Spánn og Portúgal fasistaríki.

Sem sagt, langstærsti hluti Evrópu einræðisríki eftir Seinni heimsstyrjöldina.

Og þýskar borgir í rústum eftir loftárásir Bandamanna.

"After liberation, Greece experienced a bitter civil war between communist and anticommunist forces, which led to economic devastation and severe social tensions between rightists and largely communist leftists for the next thirty years."

"After World War II Spain was politically and economically isolated, and was kept out of the United Nations.

This changed in 1955, during the Cold War period, when it became strategically important for the U.S. to establish a military presence on the Iberian peninsula."

Þorsteinn Briem, 29.10.2015 kl. 01:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríki gera innrás í önnur ríki og heyja styrjaldir vegna eigin hagsmuna.

Þorsteinn Briem, 29.10.2015 kl. 01:31

4 identicon

Ekki hafa Rússar sett hryðjuverkalög á okkur.  Mikið óskaplega hljóta þeir að fá höfðinglegar móttökur. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 08:13

5 identicon

ALLþingishúsið ??

Grímur (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband