Þegar "aðeins einu sinni á ævinni" verða áhrínsorð.

Eftirsókn útlendinga eftir Íslandsferðum byggist meðal annars á því að upplifa eitthvað sem maður upplifir aðeins einu sinni á ævinni (once in a lifetime).

Þetta er mannleg fyrirbrigði og marg af hættulegum uppátækjum unglinga byggist á því að þeir eru máta sig við lífið og allar þess margvíslegu uppátæki, - stundum kallað fikt.

Dæmi um svona fyrirbrigði hér á landi var þegar hægt var að vaða upp eftir ánni Volgu inn í íshelli sem hún rennur úr undir Kverkjökli, fara inn í hellinn á stað þar sem lóðrétt gat var upp í gegnum jökulinn og baða sig þar.

Þar féll ísköld buna niður í gegnumm gatið og hægt var að liggja fyrst í baðinu, en fara síðan í kalda sturtu.

Þetta íshellisferðalag var ekki hættulaust, því að stundum hrundu klakastykki úr lofti eða munna íshellisins.

Eitt þúund tonna ísstál hrundi eitt sinn niður á stað, þar sem myndatökumaðurinn hafði staðið tveimur mínútum fyrr.

Líkurnar á að ná því myndskeiði voru 1 á móti 20 milljónum, - þetta gerðist aðeins einu sinni í svona stórum mæli á sumri.

Ég álpaðist í stuttmyndasamkeppni til þess í hitteðfyrra að fara í rólegheitum á galopnum örbil í sundbol gegnum bílaþvottastöð í fimm stiga frosti og norðan garra úti á Granda.

Ég mæli ekki með slíku fyrir nokkurn mann og myndi ekki gera það aftur fyrir nokkurn pening.

En þetta var eitthvað sem maður gerir "einu sinni á ævinni", svipað eins og þiggja kaffibollann forðum hjá Gísla á Uppsölum.

Uppátæki Justins Bieber er vafalaust mun hættulegra og gæti leitt til þess hjá einhverjum, sem slíkt reynir, að orðin "einu sinni á ævinni" (once in a lifetime) verða að áhrínsorðum, það gefst ekki annað tækifæri á ævinni til að reyna þetta.


mbl.is Óttast að fólk elti Bieber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Baðar sig þar Bieberinn,
í býsna köldu vatni,
eins og held ég Ómar minn,
í örmum kvenna batni.

Þorsteinn Briem, 4.11.2015 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband