10.12.2015 | 20:35
Einu sinni var maður sem hét Fisher.
Einu sinni var bandarískur maður af Gyðingaættum, sem hét Bobby Fisher.
Hann var sérvitringur að mörgu leyti og í tilfinningalegu jafnvægisleysi sem brenglaði svo mjög skoðanir hans á kynþætti hans, að þær þóttu sérlega ofstækisfullar.
Þó hafa sérfæðingar í mælingum á gáfnafari manna varpað fram þeirri niðurstöðu að Fisher hafi verið með hæstu gáfnavísitölu sem sögur fari af, jafvel hærri en sjálfur Albert Einstein.
Ástæðan er eindæma snilld hans þegar hann varð heimsmeistari í skák.
Vegna ástríðufullrar ástar sinnar á skákinni stóð Fisher fyrir nýju einvígi við Spasskí í Júgóslavíu og braut með því fáránlega eindtrengingslegar reglur fjármálalegs eðlis sem Bandaríkjamenn höfðu sett á tíma ófriðar í landinu.
Fisher, áður stolt Bandaríkjanna og vestrænna þjóða, varð hundeltur útlagi árum saman, en í lokin ákváðu íslensk stjórnvöld með Davíð Oddsson þáverandi utanríkisráðherra meðal helstu stuðningsmanna að veita Fisher landvistarleyfi og islenskan ríkisborgararétt þótt ótal undanbrögð hefði verið hægt að nota til segjast ekki geta gert það, enda verið að baka sér reiði ráðamanna eina risaveldis heims.
Verður sú gjörð öllum sem að henni stóðu til ævarandi sóma.
Getur ekki snert við málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það getur verið snúið að lifa og starfa undir reglum sem settar voru vegna illa séðra geðþóttaákvarðana valdamanna þegar almenningur heimtar að stjórnvöld grípi inn í lögformlegt ferli og beiti geðþóttaákvörðun.
Hábeinn (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 21:39
Það er rétt. Var merkilega sterkur leikur hjá Davíð og félögum á sínum tíma.
Náttúrulega óskiljanlegt afhverju BNA var að hundelta kallinn.
En með skákina, að þá er hægt að sjá nokkrar skákir á Youtube sem Fisher telfdi í gegnum tíðina og oftast fylgja helstu skýringar á leiknum.
Að hann varð góður svo ungur. Það er soldið farið að gleymast. Hann var í raun undrabarn, náttúrutalent.
Alveg ótrúlegt að sjá skákina sem hann telfdi við bandaríska meistarann 13 ára. Þar var kannski mest áberandi, hve hann nýtti sér 2-3 ónákvæma leiki meistarans í byrjun og bókstaflega splundraði honum með nokkrum furðulega vel útfærðum og úthugsuðum brellum. 13 ára gamall.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.12.2015 kl. 22:41
Reglugerða- og lagasmiðir geta ekki alltaf séð út alla möguleika á því sem getur komið upp. Sagt er að engin regla sé án undantekninga og að undantekningin sanni regluna.
Ómar Ragnarsson, 11.12.2015 kl. 01:21
Nú er það náttúrlega ekki rétt að undantekningin sanni regluna og er augljóst. Þessi klisja er á misskilningi byggð. Í latínu, en þaðan er þetta vitaskuld komið, segir: Exeptio probat regulam sem útleggst undantekningin prófar regluna eða reynir á hana. En svo rugla menn saman merkingu enska orðsins proof, sem komið er af probare, sem þýðir bæði prófa og sanna og svo étur hver upp eftir öðrum þótt augljóst sé að það að Jón sé góður maður sannist ekki af þeirri leiðu undantekningu að hann drekkur sig fullan og sparkar í hundinn tvisvar á ári. Hins vegar reynir sú staðreynd á almennu regluna: Jón er góður.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.