Rannsaka þarf ómannúðlegt kvótakerfi heilbrigðiskerfisins.

Sífellt koma upp fleiri og fleiri dæmi um ómannúðlegt kvótakerfi í heibrigðiskerfinu.

Til dæmis má nefna árlegan kvóta á aðgerðir og rannsóknir vegna hjartaflökts eða gáttaflökts, en það fyrirbrigði er stundum aðdragandi að heilablóðfalli eða hliðstæðum stórblæðingum.

Veit ég um eitt slíkt tilfelli hjá vini mínum.

Kvótinn ku ekki vera settur vegna skorts á mannskap eða tækjum til að vinna verkið, heldur vegna takmarkrar fjárveitingar vegna fyrirfram áætlaðs fjölda sjúklinga.

Ég hef heyrt að árlegur kvóti sé á aðgerðum vegna hjartaflökts, sem sé svo lítill, að hann klárist löngu áður en árið er búið.

Þá sitji stór hópur eftir sem annað hvort neyðist vegna fjárskorts til að fara í rússneska rúllettu með líf sitt og heilsu eða takist vegna aðgangs að nægu fjármagni að fara fram hjá kerfinu, sem þó er sagt um á tyllidögum að sé fyrir alla jafnt.

Sjálfur var ég ásamt hundruðum annarra á biðlistum látinn spila rússneska rúllettu af þessu tagi, að vísu vegna annars krankleika, mánuðum saman á fyrri hluta þessa árs.

Það þarf að rannsaka þessi kvótamál varðandi líf og heilsu fólks ofan í kjölinn og afhjúpa hið sanna. 


mbl.is „Þrætir eins og sprúttsali“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hliðarathsemd: Ef fólk talaði um eða við múslima eins og það gerir við stj:órnmálaflokksandstðinga heyrðist hljóð úr horni.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 13:17

2 identicon

Hvernig dettur henni í hug að kalla hann sprúttsala?  Er dópsala lækna svona mikið feimnismál?  Af hverju þrætir hann ekki bara eins og fisksali eða grænmetisbóndi?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 18:18

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Hún kallar engan sprúttsala Elín. Þetta er gamalt orðatiltæki. Haft var á orði að sprúttsalar væru allra manna liprastir að sverja af sér sakir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2015 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband