Stjórnmál eru list hins mögulega. "Svona gera menn ekki."

Stjórnmál eru list hins mögulega. Nú er svo að sjá að lög, lögfesting barnaverndarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, hafi skyldað íslensk stjórnvöld til að veita tveimur veikum börnum aðstoð hér á landi frekar en að fara með þau og nánustu ástvini þeirra í lögreglufylgd eins sakamenn úr landi.

Í staðinn fyrir að lög um réttindi barna séu látin ráða, eru önnur lög og reglugerðir, fjandsamleg þessu fólki, látin ráða för.

Málið lyktar af mistökum í stjórnsýslu í andrúmslofti andúðar á útlendingum, sem viðkomandi ráðherra átti að vísu ekki beina sök á, en verður að vonast til að hún beiti sér fyrir að verði breytt eftir þeim leiðum sem hljóta að vera færar og hægt að fara, miðað við lög um réttindi barna.

Fræg urðu ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráherra, þegar þáverandi fjármálaráðherra vildi láta ríkissjóð seilast í tekjur barna af útburði dagblaða.

"Svona gera menn ekki" sagði Davíð og málið var dautt. 


mbl.is „Ég stend ekki þegjandi hjá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur Natóþjóð veifað Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna?  Ber það ekki vott um andúð að láta sprengjum rigna yfir fólk?   

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 07:18

2 identicon

Getur góða fólkið ekki bara stofnað sjóð honum til styrktar - lyf og læknisaðstoð fæst gegn greiðslu í Albaníu einsog alls staðar annars staðar í heiminum

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/12/13/eg_veit_ekki_af_hverju_hann_segir_thetta_5/

Grímur (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 08:00

3 identicon

Barnasáttmáli S.Þ skyldar íslensk yfirvöld ekki til þess að sjá efnahagslegu förufólki farborða, hvorki siðferðilega, né lagalega.

Albanir, fyrst þeir eru þungamiðjan í þessu máli, eru fyrst og fremst að leita að betri lífgæðum. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, en það er heldur ekkert athugavert við það, að aðrar þjóðir ætlist til þess að þeir sjái sjálfir um að bæta lífkjörin heimafyrir.

Ef vilji góða fólksins til að hjálpa öðrum nær út fyrir viljann að útdeila annarra manna fé, getur það vel sett upp hjálparsamtök til að bæta heilbrigðiskerfið í Albaníu, ef það er ekki nægilega gott að þeirra mati.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 08:15

4 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

"Fræg urðu ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráherra, þegar þáverandi fjármálaráðherra vildi láta ríkissjóð seilast í tekjur barna af útburði dagblaða.

"Svona gera menn ekki" sagði Davíð og málið var dautt."

Þetta var nú ekki alveg svo. Málið þaggaðist niður, rétt er það, en aðeins nokkrum mánuðum eftir þessa digurbarkalegu yfirlýsingu kom þessi skattur á - þegjandi og hljóðalaust. Fjármálaráðherrann hafði auðvitað sitt fram, enda vantaði, þá eins og nú og ævinlega, peninga í ríkiskassann og enginn skattstofn svo aumur að ekki mætti nýta hann. Aðeins þurfti að bíða af sér mestu fjölmiðlaathyglina. 

Þórhallur Birgir Jósepsson, 14.12.2015 kl. 13:42

5 Smámynd: Elle_

Í stjórnsýslu í andrúmslofti andúðar á útlendingum?  Nei andúð á útlendingum kemur málinu ekkert við. 

Elle_, 14.12.2015 kl. 17:09

6 identicon

To be or not to be....

Shakespear

Dobe dobe do...

Frank Sinatra

Efinn (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband