Þegar "þjóðarhagsmunir" brengla rannsóknir.

Slæmt er þegar raunverulegir eða ímyndaðir hagsmunir þjóða brengla eða skemma fyrir rannsóknum á flugslysum, því að aukið öryggi í flugi grundvallast á því að upplýsa um orsakir flugslysa.

Það eru miklir hagsmunir í veði fyrir Egypta að ekki falli blettur á öryggisgæslu í flugi þar í landi, því að ferðaþjónustan er snar þáttur í þjóðarbúskap þeirra.

Það var því áfall fyrir þá þegar Rússar bönnuðu flug rússneskra véla til Egyptalands fyrst eftir hrap rússnesku farþegaþotunnar 31. október sl. 

Það hentar hins vegar hagsmunum Rússa og Breta ef sannast að Ríki íslams hafi grandað þotunni.

Það er ekki nýtt að utanaðkomandi þrýstingur brengli flugslysarannsóknir, svo sem þegar malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu í fyrra og þegar þota fórst á dularfullan hátt yfir Miðjarðarhafi á sama tíma og þar stóðu yfir heræfingar vegna ógnar sem talin var getað stafað af brölti Gaddafis á þeim tíms.


mbl.is Ekki hryðjuverkaárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Það var sannað á endanum að þotan sem fórst yfir Miðjarðarhafi hafði verið sprengd og sprengjunni komið fyrir á klósetti.

Ýmsir voru á hinn bóginn búnir að bíta í sig flugskeytaskýringuna og í ljósi hennar greiddu ítölsk yfirvöld bætur.

Flugslysarannsóknir á Ítalíu eru ekki í góðum farvegi m.a. vegna þess að þar er reynt að finna sökudólga fremur en ástæður og eins var í umræddu slysi ekki lagður nógu mikill kraftur í að ná flakinu upp a.m.k. framan af.

Skrítið að Rússar skuli telja sig vita hverja á að sprengja einungis vegna þess að sannast hafi að sprengiefni hafi grandað rússnesku þotunni.

Það er a.m.k. ekkert komið fram sem segir að þeir viti hverjir hafi komið því fyrir. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband