20.12.2015 | 01:12
Mourinho þálfari Manchester United?
Hlægileg og fáránleg hugmynd? Ekki viss. Það er orðið heitt undir þjálfara United.
Þjálfari með einstaklega glæsilegan feril að baki er á lausu, og þar að auki ku hann hafa minnst á MU sem áhugavert viðfangsefni.
Þjálfari og hópur leikmanna eru oft eins og aðilar að hjónabandi, - annað hvort eiga þeir saman eða ekki,
United tapaði heima - Leicester jók forskotið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki málið þarna, að það er svo mikil þróun í fótboltanum þessi misserin eða árin? þ.e.a.s. að þróunin er svo hröð.
Mourinho og van Gaal voru fremstir í flokki í þjálfun fyrir nokkrum árum, - en hafa misst af þróuninni.
Það var talað við einhvern íslending, Jóa Kalla minnir mig, sem lék undir stjórn van Gaal í Hollandi, og hann sagði að Gaal hefði afar ákveðnar skoðanir á málum og væri svona ,,my way or no way" karakter og það hefði virkað fínt hjá honum síðustu ár en nú væri svo komið aðhann hefði ekki haldið í við þróunina í boltanum.
Þessi bestu fótboltalið eru orðin svo tæknileg og kerfin svo fínpússuð að það er bara hrein list að sjá það. Samkeppnin þarna er afar hörð og alltaf verið að þróa örlítið meira, ná fram betri áhrifum o.s.frv.
Mourinho er bara ekkert eins góður þjáfari eins og hann var fyrir nokkrum árum í samanburði við aðra.
Svo spilar náttúrulega inní að það er erfitt að halda sér lengi á toppinum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.12.2015 kl. 11:45
Sæll Ómar.
Þessi dagur hlaut að renna upp að
þú tækir fram sænsku barnasögunum!
MU í stað Manch.Utd. Beljuöskur
og fjósamenning tengist þessu liði eftirleiðis!
Og þá er hægt að segja sem svo:
Ómar Dóri litli! Þú ert búinn að drepa
Manch.Utd. Þetta máttu aldrei gera aftur!!
Húsari. (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.