24.12.2015 | 12:52
Var að senda sms þegar hann axlarbraut frænku mína.
Síðustu 18 dagar hafa fært mér talsverðan lærdóm um axlarbrot af ýmsum gerðum, þvi að ég hef hitt furðu marga sem hafa axlarbrotnað, þótt ég hafi af skiljanlegum ástæðum verið mun minna á ferðinni en ég er vanur.
Afleiðingarnar af þessum brotum geta treinst yfir langan tíma, því að yfirleitt er ekki hægt að nota gips til að halda hinum brotnu beinum í skefjum, heldur verður að nægja að setja öxlina í fatla, en það skapar möguleika á því að brotið sé á hreyfingu fyrri hluta þess tíma, sem það er að gróa.
Ef það dugar ekki verður að grípa til annarra ráða, svo sem að negla viðkomandi bein.
Frænka mín ein axlarbrotnaði fyrir átta mánuðum og er enn ekki búin að jafna sig.
Ástæða slyssins var athyglisverð.
Hún kom akandi á bíl sínum í átt að umferðarljósumþ þar sem rautt ljós hafði kviknað og stöðvaði bíl sinn.
En næsti bíll á eftir henni stöðvaði ekki, heldur var honum ekið aftan á bíl frænku minnar af þvílíku afli að hún axlarbrotnaði illa og glímir enn við afleiðingarnar af þvi.
Orsök þessarar óvenjulega hörðu aftanákeyrslu reyndist vera sú að ökumaðurinn var í óða önn við að senda smáskilaboð!
![]() |
Í símanum og ók næstum á lögreglubíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.