26.12.2015 | 02:03
Stórvirki Hugos viðeigandi burðarás jóladagskrár.
Vesalingarnir eftir Victor Hugo eiga sérstakan sess í æskuminningum mínum, enda var tæplega fjögurra klukkustunda leikgerð Gunnars Hansens kraftaverk á hinu litla leiksviði Iðnó og ógleymanleg lífsreynsla 12 ára stráks að vera trúað fyrir mikilvægu hlutverki í svona stórvirki.
Bók hefur þann kost fram yfir leikhús eða kvikmynd að hún býður upp á miklu meira rými en hin tvö listformin, en á móti hafa leikgerð og kvikmynd meiri áhrifamátt til túlkunar og flutnings.
Takist vel til í kvikmyndargerð með hámarks nýtingu tónlistar er varla hægt að komast lengra í áhrifamætti en þegar vel tekst til um sérstaklega samda og flutta tónlist eins og í söngvamyndinni, sem var viðeigandi burðarás jóladagskrár Sjónvarpsins.
Siðferðileg viðfangsefni Vesalinganna eru stór, sígild og ævinlega tímabær, enda snúast þau um grunngild mannlegs samfélags.
Athugasemdir
Mæli með "Les Misérables" frá 1998 með Liam Neeson í aðalhlutverki.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.12.2015 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.