Ekki friður fyrir símum og spjaldtölvum.

Stundun tökum við varla eftir því þegar bylting á sér stað á einhverju sviði. jafnvel þótt hún sé bæði mikil og hröð.

Ein þeirra stendur nú yfir og teygir sig yfir á fest svið mannlegs lífs og samskipta, en það er snjallsíma- og spjaldtölvubytingin.

Lítið dæmi: Veitingahúsin. Á litlum veitingastað í þorpi norður í landi kvartaði veitingamaðurinn yfir því fyrra hve afköst við þjónustuna færu minnkandi vegna þess að gestir létu snjallsímana taka upp mikinn tíma við borðin á kostnað alls annars.

Til dæmis færi vaxandi hluti af vinnu þjónustufólks í það að tska myndir af gestunum og borðhaldinu á síma hvers og eins og fólk væri mun lengur en áður að ákveða hvað það ætlaði að borða.

Þetta virðist alþjóðlegt fyrirbrigði því að systir mín sem býr í Stokkhólmi og hefur áratuga reynslu af veitingarekstri dró í símtali við mig í gær upp ófagra mynd af þvi hvernig símarnir séu á góðri leið með að umturna samskiptum fólks á sænskum veitingastöðum. 


mbl.is Danir snúa aftur í raunheima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geng stundum í gegnum miðbæinn

Á þeim kaffihúsum sem eru opnir fyrir innsýn

þá eru 90% af fólkinu með nefið ofan í farsímanum eða tölvunni

jafnvel úti á götu eru ferðmenn frekar uppteknir af því

sem er að sjá í símanum en umhverfinu

ef við viljum halda þessum ferðamönnum þá þarf verulega að styrkja APP framleiðslu fyir farsíma

Ættu veitingarstaðirninr ekki bara að bjóða upp á tölvupóstsendingu á "fallegum" matardisk með reikningnum?

Grímur (IP-tala skráð) 26.12.2015 kl. 14:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú og þín fjölskylda, Ómar Ragnarsson.

Þið haldið auðvitað að graðga eigi í sig á sem allra stystum tíma, heilu tonnin af Prins Pólói og alls kyns öðru rusli, eins og Kaninn akfeitur.

Borðhald á menningarlegu veitingahúsi tekur að lágmarki fjóra klukkutíma eins og í Frans.

Og eru franskar konur feitar, líkjast þær helst kjötbollum í brúnni sósu?

Nei, ekki nú aldeilis. Þær eru eins og grasstrá og bylgjast fagurlega um götur Parísar eins og kornakur í hægum andvara.

Þorsteinn Briem, 26.12.2015 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband