18.1.2016 | 15:41
Bragð í gangi í olíuframleiðslu?
Það er gamalt og nýtt braggð í viðskiptum hjá framleiðendum eða seljendum, sem hafa yfirburðastöðu á markaði sem nálgast það að um einokun sé að ræða, að lækka verðið svo mikið, að veikari keppinautar gefist upp.
Ein af skýringunum á því að Sádi-Arabar og önnur olíuframleiðslulönd, þar sem framleiðslukostnaðurinn er minnstur, minnka ekki framboðið til að hækka verðið, kann að vera sú að með því að stuðla að sem lægstu orkuverði drepa þeir af sér samkeppni þjóða, þar sem vinnslukostnaðurinn er hærri, eins og hjá Rússum og Norðmönnum, og koma í veg fyrir að nýir orkugjafar ryðji sér til rúms.
Svona bragð er byggt á skammtímasjónarmiði, því að olían er takmörkuð auðlind og klárast þá bara fyrr en ella. En það er eftir einhverja áratugi og skammtímahagsmunirnir eru svo miklir.
Áhugavert er að sjá á orkubloggi Ketils Sigurjónssonar að þrátt fyrir hið lága olíuverð eykst notkun endurnýjanlegra og hreinna orkugjafa jafnt og þétt.
En Norðmönnum og Rússum blæðir.
Tveir þriðju olíusjóðsins þurrkast út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Annað þessu tengt. Það er af einhverjum ástæðum aldrei í umræðunni hér að allar olíu- og bensínbirgðir hér á landi eru í eigu norskra fjárfesta, og sami aðili selur allar olíu, sem hér er notuð og sá aðili heitir Statoil. Ekki held ég jafn miklum fjármálamönnum og Norðmönnum gangi þar einhver góðmennska til.....................
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 16:07
Olíuverðslækkunin er hluti af efnahagslegu stríði gegn Rússum, þar sem Saudi Arabar eru framkvæmdaaðilinn fyrir hönd vina sinna í Washington, en norski olíusjóðurinn er bara saklaust fórnarlamb í þeim átökum. Fórnarkostnaður Saudi Araba er líka umtalsverður, en verðfellingin hefur þau áhrif að ríkissjóður þeirra er nú rekinn með halla sem jaðrar við heimsmet. Það vekur svo óhjákvæmilega upp þá spurningu hvað sé búið að semja um í bakherbergjum að þeir muni fá í sárabætur fyrir tapið, því þetta eru ekki aðilar sem hafa neina ánægju af því að tapa peningum í svo stórfelldum mæli. Sárabæturnar þurfa ekki endilega að vera í peningum, heldur gætu falist í yfirráðum.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2016 kl. 16:12
Einhver benti á að Sádarnir væru fyrst og fremst að beita sér gegn Írönum, nú þegar þeir mega flytja út olíu. En Íranir og Rússar eiga reyndar sameigninlegan vin í Sýrlandi.
ls (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 16:57
Það má vera að það sé ávinningur Saudanna af þessu verðstríði, að koma höggi á Írani, enda hafa þeir sjálfsagt vitað það lengi hvenær viðskiptahömlum á íranska olíu yrði aflétt og hafa getað staðsett sig í samræmi við það.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2016 kl. 17:13
6.1.2016:
"Svo virðist sem óvissa ríki um allt að tveggja milljarða fjárfestingu íslenskra fjárfestingarsjóða í fyrirtækinu Fáfnir Offshore.
Ástæðan er óvissa um áframhald þjónustusamnings fyrirtækisins við sýslumanninn á Svalbarða og mikil kreppa í þjónustu við olíuleit og -vinnslu.
Ketill Sigurjónsson lögmaður sem heldur úti Orkublogginu segir í færslu að hann hafi heimildir innan úr norsku stjórnsýslunni um að starfssamningur fyrirtækisins við sýslumanninn gæti verið í hættu eftir að Steingrími Erlingssyni forstjóra og stofnanda Fáfnis var sagt upp í síðasta mánuði.
Ketill greinir stöðu fyrirtækisins í færslu sinni og það gerir Kjarninn einnig í ítarlegri grein í gær.
Starfssamningur Fáfnis Offshore við sýslumanninn á Svalbarða er eina verkefni fyrirtækisins og mikil kreppa hefur ríkt í hinum svokallaða "Offshore" bransa, þjónustu við olíuleit og -vinnslu."
"Þó nokkrir lífeyrissjóðir eiga hlut í Fáfni í gegnum fjárfestingarsjóðina Akur fjárfestingar og Horn II."
Milljarða fjárfesting íslenskra lífeyrissjóða í hættu
Þorsteinn Briem, 18.1.2016 kl. 20:24
Það er líka gamalt bragð að auka vinsældir og framboð með því að niðurgreiða með ríkisstyrkjum eins og mörg ríki eru að gera. Notkun endurnýjanlegra og hreinna orkugjafa eykst jafnt og þétt meðan skattgreiðendur eru látnir bera kostnaðinn og framleiðendur eru tryggðir gegn tapi þó orkan sé seld undir kostnaðarverði.
Espolin (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 20:54
"Espolin" er hér væntanlega að tala um Landsvirkjun og erlendu álverin hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 18.1.2016 kl. 22:29
15.11.2015:
Alcoa aldrei greitt skatt hér á Íslandi - Um 57 milljarðar króna farið frá Alcoa í Reyðarfirði til Lúxemborgar
Þorsteinn Briem, 18.1.2016 kl. 22:31
Landsvirkjun tapaði 4,4 milljörðum króna árið 2013 vegna lækkandi álverðs
Þorsteinn Briem, 18.1.2016 kl. 22:33
30.7.2013:
"Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard and Poor's hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr stöðugum í neikvæðar."
Rafnar Lárusson fjármálastjóri Landsvirkjunar:
"Það er enn vegur að fara áður en staðan verður góð.
Ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækisins hækkar endanlegt lánshæfismat.""
Þorsteinn Briem, 18.1.2016 kl. 22:39
10.4.2013:
"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um arðgreiðslu til eigenda, þ.e. ríkissjóðs, að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2012.
Landsvirkjun greiddi 1,8 milljarða í arð í ríkissjóð í fyrra en fyrirtækið greiddi engan arð fjögur ár þar á undan."
Þorsteinn Briem, 18.1.2016 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.