"Allir myndu elska mig..."

Í fyrsta skiptið sem sami flytjandi átti tvö efstu lögin á bandaríska listanum, - Frankie Laine 1949, - var flytjandinn sprelllifandi.

Lögin voru That Lucky old sun og Mule train.  

Engu er líkara en að David Bowie hafi þekkt stöku Andrésar Valbergs og haft hana í huga þegar hann framdi sinn síðasta gerning og komst með því í hóp þeirra sem hafa átt tvö lög samtímis á topp fimm.

Þessa sígildu stöku flutti Andrés ekki löngu fyrir andlát sitt og hún kemur enn einu sinni upp í hugann:

Veröldin er söm við sig.

Svíkur margan auður.

Allir myndu elska mig

ef ég væri dauður.


mbl.is Svanasöngur Bowie beint á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér kemur linkur hér fyrir neðan á lög með Elvis sem heita Black Star og Flaming Star

Presley og Bowie áttu sama afmælisdag sem er 8.janúar.

https://www.youtube.com/watch?v=x0jaR6b-ms

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 19.1.2016 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband