Gos á Íslandi - stærri stórfrétt erlendis.

Þegar gos hófst í Heimaey 23. janúar 1973, fór tímaritið Time þegar af stað og gerði ráðstafanir til þess að gosið yrði að aðalgrein og forsíðugrein blaðsins.

En Lyndon B. Johnsons fyrrverandi Bandaríkjaforseti tók upp á því að deyja daginn áður og Eyjagosið varð að víkja fyrir Johnson sem forsíðugrein.

Hann var 64 ára gamall en hafði reykt þrjá pakka á sígarettum á dag fram til ársins 1955 þegar hann fékk hjartaáfall, - hefur sennilega ekki þolað reykingarnar.

Náði sér eftir áfallið og hætti að reykja að mestu, en byrjaði aftur á fullu 1969 þegar hann lét af embætti.  

Svipað gerðist 1991 þegar Hekla byrjaði að gjósa. Enn og aftur varð íslenskt janúargos að þoka fyrir stærri frétt erlendis, upphafi Flóabardaga, og hið ótrúlega gerðist, að andlát Ólafs Noregskonungs þennan sama dag varð að þriðju frétt.

Ég minnist þess enn hvað Stöð 2 sem ég vann þá hjá, var óheppin varðandi Heklugosið.

Fljúga varð blindflug að kvöldlagi og Sjónvarpið fékk fyrir hreina tilviljun úthlutað flughæð, sem hægt var að sjá gosið úr, á sama tíma og okkar fólk sá ekki neitt.

En við gáfumst ekki upp, heldur ákváðum að ná forystunni með því að fljúga á tveimur loftförum, ég á TF-GIN og Sigurveig Jónsdóttir með þyrlu, og náðum þá langbestu myndunum, sem teknar voru af gosinu og lifðu lengi vel á eftir, þegar takmarkaðri myndir Sjónvarpsins voru gleymdar.


mbl.is Viðburðaríkur dagur fyrir 25 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

London Johnson varð ekki aftur forseti 1969.  Hann varð forseti í nóvember 1963 og lét af embætti 20 janúar 1969. 

Pétur Jósefsson (IP-tala skráð) 19.1.2016 kl. 01:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir, Pétur. Þetta var augljós fingurbrjótur, sem ég er búinn að leiðrétta.

Það sést af samhenginu að auðvitað byrjaði hann aftur þegar hann var laus úr kvöðum embættisins og gat farið að slappa af.

Ómar Ragnarsson, 19.1.2016 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband