Er og verður alltaf einhver lína.

Tímarnir breytast og mennirnir með. Elsti varðveitti texti við lag, sem til er eftir mig (að vísu bara í hausnum hjá mér), svonefnt Kamarrapp frá sumrinu 1953, var óhæft til flutnings á þeirri tíð, en þætti ekkert sérstakt álitamál nú.

En það verða samt alltaf takmörk fyrir því hví hve langt er hægt að ganga, jafnvel þótt svo virðist sem strikið, sem ekki telst rétt að fara yfir, þokkist alltaf í sömu átt.

Dæmi um að línan hafi loksins verið lögð varðandi bókmenntir, var Hæstaréttardómur varðandi ævisögu eina, sem kom út á níunda áratugnum.

Á undan þessum dómi höfðu þolmörkin varðandi glannalegt efni í bókum sífellt verið að færast til í átt þess að meira væri leyfilegt en fyrr.

Niðurstaða dómsins var, að þarna hefði verið farið yfir strikið, og það var dýrt spaug fyrir útgefandann og höfundinn.

Vegna þess að ég var með bók á þeirri jólabókavertíð, fylgdumst við útgefandi minn vel með þessu máli, og frétti ég, að bókaútgefendur hefðu ekki orðið neitt sérstaklega svekktir almennt, því að eftir þetta gátu þeir séð, hvar línan lægi og hagað sér í samræmi við það.  


mbl.is Sjálfsagt hjá Ágústu að ganga út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ágústu þar Evu brá,
í eplin beit of mikið,
vissi þó hvar línan lá,
langt fór yfir strikið.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 18:43

2 identicon

Hehe.... Steini hittir stundum á markið....laughing

NoNo (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 18:52

3 identicon

Ágústa Eva. What the hell is that? 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 19:45

4 Smámynd: Már Elíson

Í fyrsta lagi.."That" is "she", Haukur (ruddi)

Már Elíson, 28.2.2016 kl. 19:50

5 identicon

Þegar Steingrímur kallaði Davíð druslu þá hefði Davíð auðvitað átt að klæða sig úr að ofan og segja:  Já, ég er drusla.  Bara svona til að sýna hver hefði valdið.  Sé það núna.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 08:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann hefði þá væntanlega átt að klæða sig úr að neðan, Elín Sigurðardóttir.

Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 08:32

7 identicon

Þá hefðu náttúrulega allir kveikt strax á perunni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 08:55

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og séð hvers kyns var.

Ómar Ragnarsson, 29.2.2016 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband