Snillingur leiftursnöggu stefnu- og hraðabreytinganna.

Efast má um að nokkur knattspyrnumaður hafi búið yfir þeim einstaka hæfileika sem Johan Cruyff hafði til þess að breyta örsnöggt og leifturhratt um stefnu og hraða með boltann.

Á augabragði gat hann snúið sér á punktinum og verið kominn á fulla ferð í gagnstæða átt við það sem hann hafði áður stefnt og skilið varnarmenn eftir ráðþrota.

Þegar hann var í þessum ham gat enginn varnarmaður fylgt honum eftir, ráðið við hraða hans eða náð af honum boltanum.

Í landsleiknum við Ísland, þar sem hann skoraði tvö mörk, gerði hann þetta snilldarlega svo að minningin um það lifir sem ein af eftirminnilegustu augnablikunum frá knattspyrnuvellinum.   


mbl.is Leikurinn stöðvaður á 14. mínútu (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ótrúlegur ætíð hann,
örsnöggur þar snerist,
hann var bestur, hann Jóhann,
hróður víða berist.

Þorsteinn Briem, 26.3.2016 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband