Margir eiga Bjarna Fel mikið að þakka.

Það var ekkert grín að fjalla svo vel væri um íþróttir í íslenska sjónvarpinu fyrstu svart-hvítu árin. Aðeins einn fastráðinn íþróttafréttamaður vann hjá stofnuninni og fannst erlendum íþróttamönnum það fáránlegt að "sportsjeffen" á Íslandi skyldi vera yfirmaður yfir sjálfum sér einum.

Kvikmyndatökumenn og aðra nauðsynlegir starfsmenn var hægt að telja á fingrum sér og framkalla varð filmur og tónbönd sér, "samhraða" þau á eftir í klippitækjum þar sem efnið var bútað sundur og klippt saman í klippisamstæðu.

Síðan varð annað hvort að hljóðsetja lýsingu inn á eða að lýsa útsendingunni beint úr þuluklefa.

Á þessum árum var Bjarni Felixson gjaldkeri hjá vélsmiðjunni Hamri en varð strax ómissandi í sjónvarpinu við það aukastarf að fjalla um knattspyrnu og getraunir af einstakri elju og færni.

Þar áður, meira en áratug fyrr, hafði hann unnið brautryðjendastarf varðandi íslenskar getraunir.

Á þessum árum var ekki hægt að senda út beint yfir hafið, og þess vegna varð að bíða eftir því að efnið bærist til landsins til sýningar.

Þessi ár gekk ég aukavaktir á fréttastofunni og fór í margar erfiðar ferðir út á land vegna frétta eða dagskrárgerðar.

Þá var ómetanlegt að eiga hauk í horni þar sem Bjarni var og hann var sjálfkjörinn eftirmaður eftir að ég fór alfarið úr íþróttunum 1976.

Bjarni ól ekki aðeins upp nýjar kynslóðir Íslendinga hvað varðaði íþróttir, heldur var málfar hans til fyrirmyndar og hafði líka mikil áhrif.

Áhugi hans og elja átti sér fáar hliðstæður.

Margir eiga Bjarna mikið að þakka og ég er einn af þeim. Það verðskuldað að breskt stórblað geri honum góð skil.


mbl.is The Guardian fjallar um Bjarna Fel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið Bjarni eruð báðir "legends", hvor á sinn háttinn!

Jón (IP-tala skráð) 26.3.2016 kl. 22:09

3 identicon

Já, Bjarni var réttur maður á réttum stað.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 26.3.2016 kl. 22:48

4 identicon

Betri en enginn

Snorri J. (IP-tala skráð) 27.3.2016 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband