1.4.2016 | 20:05
Hver er þessi "mögulega útfærsla"?
Ekki er furða þótt Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Skagfirðinga reki upp ramakvein vegna þeirrar ógnar, sem hann sér í því að jökulárnar í Skagafirði og Skjálfandafljót fari í verndarflokk rammaáætlunar.
Árum saman hefur rekin áköf virkjunarstefna nyrðra sem miðað hefur að því að reisa álver við Skagaströnd og gefa efnamönnum kost á að eignast jarðir, sem verða verðmætar fyrir eigendurna ef farið verður í virkjanir.
Kaupfélagsstjórinn kvartar sáran yfir því að komið sé í veg fyrir "mögulega útfærslu" virkjananna sem tryggi náttúruvernd.
Ekkert minnist hann þó á það, í hverju þessi "mögulega útfærsla" á að felst.
Sem dæmi má nefna Villinganesvirkjun, sem fór í gegnum mat Skipulagsstofnunar beint í framhaldi af Kárahnjúkavirkjun, sem stofnunin hafnaði.
Ráðríkasti forsætisráðherra sögunnar hótaði Skipulagsstjóra beint þegar hann sagði, að ekki væri hægt að una því að "kontóristar úti í bær" legðu mat á svona mál.
Enda fór það svo að Villinganesvirkjun flaug í gegn, þótt fyrir lægi að miðlunarlón hennar myndi fyllast upp af auri og verða ónýtt á nokkrum áratugum.
Kaupfélagsstjórinn kvartar yfir því hve löng biðin eftir virkjanaframkvæmdum hefur verið, en á móti mætti spyrja hann hvers vegna þær "mögulegu útfærðslur" sem hann talar um, hafi ekki einn komið fram, sem boða þá byltingu í tilhögun virkjana, sem geti komið í veg fyrir setmyndun í miðlunarlónum, breytingu á lífríki Héraðsvatna og eyðileggingu möguleika fyrir flúðasiglingar, svo að dæmi séu nefnd.
Nú má heyra svipað orðalag hjá Þórólfi og Davíð forðu, "nefndir" og "kontórista", og málum enn stillt upp eftir hinni 50 ára gömlu formúlu um að aðeins stóriðja og virkjanir geti "bjargað" þjóðinni.
"Eitthvað annað" sé vonlaust.
Uggandi vegna rammaáætlunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef það væri ekki ósiðlegt að tala um Sikiley okkar Íslendinga þá myndi ég gera það.
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 1.4.2016 kl. 21:49
„Við hér í Skagafirði höfum viljað vanda okkur við mögulega útfærslu á virkjun Héraðsvatna og það á ekki að refsa okkur fyrir það að hafa ekki verið búnir að virkja. Við viljum bara gera það mjög vel ef til þess kæmi að hér yrði virkjað.“
Einmitt. Með því að drepa t.d. flúðasiglingarnar í Austari-Jökulsá.
Jóhann (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 07:07
Ferðaþjónusta í Skagafirði er rekin af fjölmörgum einstaklingum og einkafyrirtækjum og er sá hluti Skagfirska Efnahagskerfisins sem óháðust er Kaupfélaginu.
Virkjun héraðsatna er bein aðföru að ferðaþjónustunni og því er þessi röðun Rammans búhnykkur fyrir Skagfirðinga.
http://www.visitskagafjordur.is
Sigurður Sunnandvindur (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.