21.4.2016 | 12:39
Bæði utanaðkomandi áhrif og innlend.
Það var ekki tilviljun að besta staða íslenska ríkisins hafi verið árin 1945-47 og síðan verði það síðan aftur á næstu árum.
Á árunum 1940-45 voru utanaðkomandi áhrif sem ollu þessi af völdum hernámsliðs Bandamanna og Íslendingar voru svo ákafir að eyða stríðsgróðanum, að hann var uppurinn í ársbyrjun 1948 og við tóku kreppuár, sem hefðu orðið enn verri ef Bandaríkjamenn hefðu ekki ausið meira fé af Marshallaðstoð sinni til Íslendinga en nokkurrar annarrar þjóðar.
Samdráttartímabilin eftir það voru 1967-70 þegar síldin hvarf, 1974-84 þegar tvær olíukreppur riðu yfir heiminn, 1988-1998 þegar lægð var í heimsfjármálunum.
Íslendingar fóru afar illa út úr Hruninu 2008 en síðan þá hafa allar þrjár ríkisstjórnirnar sem síðan hafa verið við völd, unnið ágætlega úr ástandinu og megin ástæðan fyrir góðri stöðu þjóðarbúsins um þessar mundir er einstæður vöxtur ferðaþjónustunnnar, meðal annars vegna auglýsingargildis eldgosa, og ekki síður lægsta eldsneytisverð á heimsmarkaði sem um getur um árabil.
Besta staða frá stríðslokum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar !
Ef það telst ''ágætlegt'', að ræna fjölskyldur og heimili eigum og öllum bjargráðum, með ólaga vernd skussans á Bessastöðum syðra (Ólafs Ragnars Grímssonar) - alþingis og stjórnarráðs, með Hýenuhætti Banka Mafíunnar, svo og með atfylgi einhverra verstu illyrma landsins:: Sýslumanna gerpanna / að þá má nú aldeilis kalla árangur, ekki satt ?
Verð að viðurkenna Ómar: að ég taldi þig mun stærri í sniðum, en að skrifa svona ótvírætt og gagnrýnislaust um glæpaverk þau, sem framin hafa verið á almenningi í þessu Guðanna volaða landi að undanförnu - og enn, sem aukinheldur, er ekki byggilegt að kalla, nema 1/2 árið eða svo, sökum illvígrar veðráttunnar, þó svo hún: sé ekki það versta, viðureignar.
Ef - einhvers staðar, kynni að leynast, döngun í langhrjáðum samlöndum okkar, eftir þá viðurstyggð, sem á undan er gengin, ætti að skapast viðlíka ástand hér / og suður í Frakklandi:: þann 14. Júlí, árið 1789, síðuhafi góður.
Burgeisa- og ófurgróða vædd valdastétt- rána og annarra gripdeilda, býður alla vegana, upp á þau umskipti, sem nauðsynlega verða að fara fram, eigi öreigar og illa fyrir komnir, ekki fyrri ætternis Stapa sína að ganga, að óbreyttu, bótalaust !!!
Með kveðjum: þó í þurrara lagi kunni að vera, að þessu sinni - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2016 kl. 13:30
eflaust má endalaust falsa bókhald. það var ekki vegna slæmrar stöðu bankana sem þeir hrundu heldur skortur á gjaldeyri. að sögn bankana sjálfra.þettað er í besta falli bókhaldslegur hagnaður. nú á eftir að selja þessar eignir sem ríkið fékk. á nú nokkuð von að það séu nokkur lík í lestinni. ekki er auðvelt að sela sumar þessar eignir. hugsa að það taki nú nokkuð leingri tíma en 2-3 ár nema menn ætli að géfa fyrirtækin draumur er draumur men skulu vona að hann breitist ekki í martröð. þá væri 2008 barnaleikur því það var nú bara leiðrétíng á villeisu sem virðit vera erfit að læra af
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 21.4.2016 kl. 14:03
Varla hægt að trúa því að ummælin tvö hér fyrir ofan séu skrifuð á sama tungumálinu, samt er það tilfellið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.4.2016 kl. 16:17
haukur . hvað kemur túngumálið stöðu ríkisins við. eða vill maðurinn taka upp evru hvaða tungumál skal þá tala.?.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 21.4.2016 kl. 17:21
"Þjóðtungur allra aðildarríkjanna 28 eru skilgreindar sem opinber tungumál í Evrópusambandinu.
Samtals eru þetta 24 tungumál."
Þorsteinn Briem, 21.4.2016 kl. 18:15
Euro coins - National sides
Þorsteinn Briem, 21.4.2016 kl. 18:22
Nákvæmleg það er verið að hampa fjármálafyrirtækjunum og um leið svelta lýðinn og hirða af honum allan aur með okurlánastefnunni. Lífeyrissjóðirnir eru líka að hverfa í svartholið með stjórnun misvitra flokksgæðinga sem nota hann eins og mattador.
Sigurður Haraldsson, 22.4.2016 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.