Munurinn á 2016 annars vegar og 1931 og 1974 hins vegar.

1931 og 1974 voru sitjandi ríkisstjórnir búnar að missa þingmeirihluta sinn og enginn nýr meirihluti í sjónmáli. Kirstján 10 og Kristján Eldjárn mátu stöðuna þannig að uppfylla óskir Tryggva Þórhallssonar 1931 og Ólafs Jóhannessonar 1974 um að rjúfa þing og efna til kosninga. 

Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bað Ólaf Ragnar Grímsson að skrifa undir þingrofsheimild var ástandið gerólíkt. 

Á því augnabliki sat formlega ríkisstjórn hans með ríflegan meirihluta þings að baki sér, og SDG hafði hvorki kannað hug síns eigin þingflokks eða þingflokks Sjálfstæðismanna til þingrofs. 

Í samræmi við að vilji þingsins skyldi ráða neitaði Ólafur RAgnar Grímsson að sjálfsögðu Sigmundi Davíð um að skrifa undir heimild til þingrofs nema hann gæti fært sönnur á að þingflokkarnnir tveir vildu ekki vinna áfram saman í ríkisstjórn. 

Strax kom í ljós að mat forsetans var hárrétt og að hvað sem segja mætti um ríkisstjórn Framsóknar og Sjalla væri traustur þingmeirihluti fyrir henni. 

Mannaskipti fóru fram í stjórninni, - á fyrsta degi sínum varðist stjórnin vantrausti auðveldlega og þingræðið hafði verið í heiðri haft.

Þess vegna er furðulegt að sjá um það raddir nú að forsetinn hefði virt þingræðið og varið það með því að rjúfa þing. . 

 


mbl.is „Þekki fólk sem ætlar að gifta sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

1. maí hátíðahöldin í Reykjavík 2016:

kl. 16.00 grátkór flugmanna,

kl. 16.15 grátkór flugumferðarstjóra,

kl. 16.30 grátkór flugvallarvina,

kl. 16.45 grátið með útgerðarmönnum,

kl. 17.00 Kristján Loftsson syngur Maístjörnuna.

Þorsteinn Briem, 1.5.2016 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband