Fjölmiðlar "búa til forseta". Marga. Eðlilega.

Ríkisútvarpið var stofnsett 1930. Stærsti fjölmiðlaviðburður Íslandssögunnar fram að þeim tíma var Alþingishátíðin, þar sem rómuð voru framganga og glæsileiki Ásgeirs Ásgeirsonar, forseta sameinaðs Alþingis. 

Hann naut góðs af því við forsetakjörið 1952. 

Séra Bjarni Jónsson var goðsögn í lifanda lífi, og talaði oft beint og jafnvel daglega í útvarp frá Dómkirkjunni. 

Fyrsti forsetinn sem nýstofnað sjónvarp bjó til var Kristján Eldjárn, ef menn kjósa að segja að forsetaframbjóðendur séu "búnir til í fjölmiðlum." 

Í geysivinsælum sjónvarpsþáttum Kristjáns, "Munum og minjum," varð hann að heimilisvini landsmanna. 

Svipað gilti um Vígdísi Finnbogadóttur í skemmtilegum frönskukennsluþáttum þar sem þokkinn og síðar heimsþekktir persónutöfrar geisluðu af henni. 

Áður hefur ferill Ólafs Ragnars Grímssonar í sjónvarpi á fyrstu árum þess verið rakinn í pistli hér á síðunni og bæta má við hve glæsileg þau voru þar sem þau komu fram saman, Ólafur og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. 

Allan þann tíma sem þessi dæmi hafa blasað við, hafa sumir átt erfitt með að sætta sig við þátt fjölmiðla í því að forsetaframbjóðendur hafi náð til kjósenda. 

En þegar dæmið snýst um algert persónukjör,"maður á mann", eins og þegar forsetaframbjóðandi stendur berskjaldaður fyrir framan hvern kjósanda, og horfist í augu við hann, er eðlilegt að "sjónvarpið búi til forseta" þegar svo ber undir. 

Já, marga. 

 

 


mbl.is Guðni Th.: Fyrsta sem ég sá var Ólafur Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé satt að segja ekki mikinn mun á þessum mönnum.  Guðni segist hafa kosið Ólaf 1996.  Mig langar til að benda á sígilda grein eftir Ellert B. Schram um "prúðbúið ranglæti" í DV 1. júlí 1989:15.  Þar er dregin upp mynd af manninum sem heillaði Guðna.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=192326&pageId=2560094&lang=is&q=Pr%FA%F0b%FAi%F0%20rangl%E6ti 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.4.2016 kl. 08:21

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmiðlar "búa til forseta" og fella þá.

Þorsteinn Briem, 22.4.2016 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband