Jákvæð heimsendaspá?

Allt fram til 1978 var Framsóknarflokkurinn næst stærsti flokkur landsins með fylgi um fjórðings þjóðarinnar, allt upp undir 30%.

Fram til 1959 gerði hræðilega ranglát kjördæmaskipun það að verkum að flokkurinn gat fengið tvöfalt fleiri þingmenn en samsvaraði fylgi hans, jafnvel allt að meirihluta í kosningum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk 48% atkvæða!

En 1978 beið flokkurinn sögulegt afhroð í kosningum og fékk aðeins 12 þingmenn.

En sundurlyndi A-flokkanna gerði það að verkum að niðurstaðan varð samt sú að Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins varð forsætisráðherra, og 1979 vann flokkurinn kosningasigur!

Eitthvað hefði Vilhjálmur Bjarnason sagt þá!

Lífseigla Framsóknarflokksins hefur orðið mönnum að yrkisefni, oft í glannalegum hálfkæringi, samanber þessa limru Ragnars Inga Aðalsteinssonar:

 

JÁKVÆÐ HEIMSENDASPÁ.

 

Þegar jörðin í sæinn er sokkin

og sólin af standinum hrokkin

þó er þar leið,

þungbær, en greið,

til að losna við Framsóknarflokkinn.  

 

Þegar Ragnar Ingi kastaði þessari limru fram í sjötugs afmæli sínu reyndi ég að bera í bætifláka fyrir Framsóknarflokkinn með þessari limru:

 

Við skulum spara að spotta´hann

með spánýjan foringja´og flottan.

Þótt leggist gröf í

hann lifnar á ný

og lifir allt af eins og rottan.

 

Þess má geta að vegna þess að einu spendýrin sem lifa hvar sem er á jarðarkringlunni eru maðurinn og rottan dáist ég að þeirra dýrategundum öðrum fremur.

 

 


mbl.is „Smáflokkur með mikilmennskubrjálæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilhjálmur Bjarnason, nema hann sé rangt feðraður og að þú vitir betur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.4.2016 kl. 09:19

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn:

Þorsteinn Briem, 22.4.2016 kl. 12:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk. Búinn að leiðrétta þetta. Þeir eru, nafnarnir, báðir í fréttum dagsins og föðurnöfnin víxluðust. 

Ómar Ragnarsson, 22.4.2016 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband