Fráleitt að þetta mál fari áfram.

Fyrir hálfri öld eyddu tóbaksframleiðendur óheyrilagum fjárhæðum í að koma í veg fyrir að uppvíst yrði um skaðsemi reykinga og það liðu margir áratugir þar til loksins hillti undir það að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að minnka það hræðilega tjón sem neysla tóbaks hafði. 

Lykillinn að þvi var öflun og dreifing upplýsinga sem sýndi fram á eðli málsins. 

Á síðustu árum og áratugum hefur safnast upp mikil þekking á eðli áfengissýkinnar og öllum hliðum neyslunnar, og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur safnað þessum upplýsingu saman svo að þær blasa við. 

Að ganga fram hjá þessari vitneskju er svipaðs eðlis og að gengið hefði verið fram hjá því helsta sem blasti við varðandi tóbaksreykingarnar á sínum tíma. 

Þess vegna er fráleitt að áfengisfrumvarpið verði gert að forgangsmáli í lok setu núverandi löggjafarþings. 


mbl.is Óvíst með áfengisfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eðlilegt að kosið verði um þetta mál í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hér á Íslandi voru fjórar þjóðaratkvæðagreiðslur á 25 árum, 1908-1933, um áfengisbann árið 1908, þegnskylduvinnu árið 1916, Sambandslögin árið 1918 og um afnám áfengisbannsins árið 1933.

Hins vegar voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi á lýðveldistímanum á árunum 1945-2009, í 65 ár, og Sjálfstæðisflokkurinn var við völd 83% af þeim tíma.

Þorsteinn Briem, 22.4.2016 kl. 18:13

2 identicon

"Þetta er ekki for­gangs­mál held­ur hug­sjóna­mál,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins." 

Viti menn, við eigum enn til hugsjónamenn í röðum Íhaldsins.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.4.2016 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband