17.7.2016 | 12:54
Elsta Íslandsmetið loksins fallið , naumlega þó.
Ein ógleymanlegasta minning mín frá íþróttakeppni er að hafa átt þess kost að sjá Hilmar Þorbjörnsson setja Íslandsmet á Melavellinum 1957, sem hefur staðið í 59 ár.
Þetta met var sett á sérstöku móti sem Glímufélagið Ármann hélt og stóðst hvað formlega framkvæmd og aðdraganda allar kröfur um gilt mót.
Hilmar fékk enga keppni í þssu hlaupi, - næsti maður í mark var um 10 metrum á eftir honum í mark.
Á þessu mót var Hilmar í besta formi íþróttaferils síns og þau eins og knúinn með eldflaug á þessum þeysispretti.
Tíminn var tekinn handvirkt, 10,3 sekúndur, og jafngilti 10,54 sekúndum með rafrænni tímatöku.
Nýja metið er 0,02 sekúndum betra og Ari Bragi Kárason á heiður skilinn fyrir að gera atlögu að þessu meti og á góða von með að bæta sig enn meira og metið þar með.
Ég var eitt sinn beðinn um að nefna sprettharðasta mann Íslandssögunnar og nefndi nafn Hilmars.
Í því mati mínu var ekki aðeins litið á hráan tíma í hlaupinu heldur einnig á aðstæður, sem voru allar miklu lakari en nú er.
Hlaupið var á malabraut en ekki á sérhannaðri gerviefnisbraut eins og 1977 og 1996 þegar Vilmundur Vilhjálmsson og Jón Arnar Magnússin jöfnuðu tíma Hilmars.
Þar að auki voru vísindalegar þjálfunaraðferðir, mataræði, tækni og ekki síst læknisfræðileg og lyfjafræðileg atriði enn á sama stigi og höfðu verið í áratugi, en allt þetta átti eftir að taka stórstígum framförum á sjöunda áratugnum.
Nú er elsta Íslandsmetið í frjálsum íþróttum þrístökk Vilhjálmsson Einarsosnar 1960, 16,70, og síðan þá hefur enginn Íslendingur komist í námunda við það mikla 56 ára gamla afrek.
Að lokum: Til hamingju Ari Bragi og gangi þér vel við að bæta þetta nýja met.
Ari Bragi með nýtt Íslandsmet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bíð spenntur eftir áliti Steina Briem á þessu máli.
immalimm (IP-tala skráð) 17.7.2016 kl. 14:22
Það kom reyndar fram að Jón Arnar Magnússon hefði hlaupið á 10,54 rafrænt fyrir einhverjum árum sem var skráð íslandsmet þar sem hlaupið hjá Hilmari 10,3 jafngilti 10,56 ef ég greip þetta rétt, eða var það sami tími " 10,54"?. Allavega kom það fram að Jón Arnar hefði átt íslandsmetið. En það er farið að lengja í að íslandsmetið í þrístökki falli.
Jósef Smári Ásmundsson, 17.7.2016 kl. 15:41
Þetta er reyndar misskilningur hjá mér. Skráð íslandsmet Jóns Arnars var 10,56 en áður hafði hann ásamt Vilmundi jafnað íslandsmet Hilmars mælt handvirkt sem jafngildir 10,54.
Jósef Smári Ásmundsson, 17.7.2016 kl. 16:11
Immalimm...Líklega er þetta neins staðar til þar sem hægt er að "copy/paste", þannig að hann hefur líklega játað sig sigraðan í þessu máli. #En...hann er nú besservisser og gæti haft "persónulegt" álit á þessu, sem er retndar ólíktekt.
Líklega er þetta met Hilmars ekki fallið ennþá, ef raunhæft og sanngjarnt tillit er tekið til muna á aðstöðu, eins og Ómar kemur lítillega inná.
Svo má spyrja..Hver var mældur meðvindur í hlaupi Hilmars Þorbjörns ? - Allar svoleiðis mælingar hafa örugglega verið eins á veðurstöðvunum í þá daga...sirca about.
Már Elíson, 17.7.2016 kl. 22:01
Það voru sömu kröfur gerðar þá um löglegan meðvind 1957 og nú og viðurkenndur vindmælir var á staðnum, sem sýndi að hlaupið var löglegt.
Þess má geta að Íslandsmet Finnbjörns Þorvaldssonar, 10,5 frá 1949, sem var toppár hans, stóð árum saman, en 1954 hljóp Ásmundur Bjarnason á 10,4.
En meðvindur var aðeins of mikill og metið því ekki viðurkennt.
Þegar bæði 100 og 200 eru tekin með í reikninginn tel ég að þegar mismunandi aðstæður séu teknar með í reikninginn séu Hilmar Þorbjörnsson og Haukur Clausen bestu spretthlauparar sem Íslendingar hafa átt fram að þessu.
Haukur Clausen, sem náði best 10,6 í 100m, náðí besta tímanum árið 1950 í Evrópu í 200 metra hlaupi, 21,3 sekúndur og setti með því Íslandsmet sem stóð í 27 ár og Norðurlandamet sem stóð í sjö ár.
Ómar Ragnarsson, 18.7.2016 kl. 00:04
Kynntist Hilmari þegar við vorum á sama tíma í Snarfara, þá átti hann Óskina sem var ekki planandi spíttbátur heldur kjölbátur, öruggur og hægari, svona svolítið eins og Hilmar var þá. Hann var sá fyrsti í félaginu sem fékk sér GPS tæki, allir hinir voru með Lóran C og Lóran-kort. Það tók tíma að sannfæra menn um að GPS væri framtíðin. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Himari Þormóðssyni.
Steinþór B. Grímsson (IP-tala skráð) 18.7.2016 kl. 00:56
Hilmar hlaupari var Þorbjörnsson, ekki Þormóðsson, og var lögregluþjónn í Mosfellsbæ ef ég man rétt.
Ómar Ragnarsson, 18.7.2016 kl. 02:27
Ég sá líka Hilmar setja þetta met á Melavellinum 19. ágúst 1957. Reyndar var þetta Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum á vegum Frjálsíþróttasambands Íslands eins og sjá má í blöðunum frá þessum tíma. Á sama móti setti Pétur Rögnvaldsson íslandsmet í 110 m grindarhlauði á 14,6 sek. Já, og svo sá ég líka Vilhjálm Einarsson setja þrístökkmetið á Laugardalsvellinum 7. ágúst 1960. Það hefði verið heimsmetsjöfnun ef pólverjinn Schmidt hefði ekki fyrstur manna stokkið 17 metra örfáum dögum fyrr.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.7.2016 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.