Þess vegna að fara í Gleðigönguna ef mögulegt er.

Sagan af Ronju Sif minnir mig á það, hve mikil áhrif það hafði á fulltrúa í stjórnlagaráði að ræða við fulltrúa transfólks, sem kom á okkar fund til að fræða okkur um sína hagi.

Sú fræðsla og þau kynni við talsmenn þessa þjóðfélagshóps, sem við fengum, kom okkur í opna skjöldu og opinberaði fyrir okkur vanþekkingu okkar.  

Þessi fundur með fulltrúum frá transfólkinu var vegna sjöttu greinarinnar um jafnræði, þar sem er sett fram upptalning á eftir kröfunni um að öll skulum við vera jöfn fyrir lögum og njóta mannréttinda, "...svo sem vegna kynferðis, aldurs...o. s. frv. 

Orðin "svo sem" tákna, að upptalningin er ekki tæmandi en henni ætlað að lýsa því helsta sem geti leitt til óréttlátrar mismununar. 

Eftir kynningu transfólksins komumst ég og fleiri á þá skoðun að nefna ætti þetta fólk.

Í atkvæðagreiðslu um orðalagið munaði aðeins einu atkvæði að transfólk kæmist inn í textann, en helstu rökin fyrir því voru þau, að það skorti oft á vitund og þekkingu um tilvist þeirra og sérstöðu, og að oft leiddi slíkt sjálfkrafa til mismununar. 

Þegar ég var að alast upp var einn drengur í götunni, sem vildi strax nokkurra ára gamall frekar leika sér með dúkkur en bíla. Þetta var augljóslega áskapað og hann gat ekkert að þessu gert.  

Þegar fréttamaður spurði mig í einni af fyrstu Gleðigöngunum af hverju ég væri í henni á litla opna örbílnum mínum, svaraði ég því til að það nægði mér að hafa orðið vitni að þeim þjáningum sem þessi drengur þurfti að líða af völdum þjóðfélagsins lengst af lífi sínu vegna þess hvernig hann var skapaður.

"Mér nægir að fara í þessa göngu fyrir hann einn, hvað þá fyrir allar þúsundirnar hér á landi og milljónirnar erlendis sem hafa þurft að líða eins og hann." 

Eftir helgina eru Hinsegin dagar og Gleðgangan í lok hennar. Fáir viðburðir hafa haft eins góð og jákvæð áhrif á þjóðfélag okkar og þessi árlegi viðburður.  


mbl.is Ronja er 5 ára trans-stelpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband