Algerlega einstök persóna.

Margir hváðu þegar nafn Dorritar Moussaieff heyrðist fyrst hér á landi og samband hennar við forseta Íslands. 

Bara nafnið eitt og uppruni hennar var nóg til að vekja athygli og umræðu. 

En það tók Dorrit ótrúlega stuttan tíma að vina hug og hjört þjóðarinnar vegna einstæðrar einlægni hennar, hispursleysis og líflegrar, oft óútreiknanlegrar framkomu, sem var oft alveg á skjön við sem tíðkast á því sviði formfestu og þurrpumpu sem umhverfi æðstu embættismanna hættir til að vera. 

Ekkert líkt þessu hafði áður sést á jafn ólíklegum stað og Bessastöðum og ýmsum öðrum stöðum og athöfnum, þar sem Dorritt kom fram. 

Það var mikið happ að þessi yndislega kona skyldi koma til okkar, lífga upp á tilveruna og leggja sinn skerf til að hleypa gleði og umburðarlyndi inn í okkar litla og stundum stirðlega samfélag. 


mbl.is Dorrit kvödd í myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"En það tók Dorrit ótrúlega stuttan tíma að vina hug og hjört þjóðarinnar...."

"Það var mikið happ að þessi yndislega kona skyldi koma til okkar...."

Ertu ekki farinn að bulla, minn ágæti Ómar? Búinn að gleyma því að þau hjónin slitu samvistum og Dorrit flutti sitt lögheimili til Bretlands til að losna undan því að borga auðlegðarskatt á skerinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.8.2016 kl. 20:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dorrit was from the UK sent,
to live with our president,
and very cool,
she loved his tool,
and then she back to London went.

Þorsteinn Briem, 2.8.2016 kl. 21:50

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekkert búinn að gleyma því. En þau Ólafur ganga í þetta hjónaband á efri árum sem nokkurs konar fjarbúð þar sem ekki er hægt að ætlast til þess að hún slíti sig ekki upp frá rótum í sínu starfi og umhverfi í Bretlandi. 

Þess vegna dvelur hún þar langdvölum. Á okkar tímum er ýmislegt ósambærilegt við þá tíma sem hjónabandið sem eins konar stofnun var neglt niður. 

Ómar Ragnarsson, 2.8.2016 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband