Góðar minningar úr Óðni.

Sumir hlutir geta orðið persónulegiri vinir líkt og um fólk væri að ræða. Þannig háttar til um varðskipið Óðin hvað mig varðar. 

Við fórum, þrír sjónvarpsmenn, í eina ferð með skipinu út á "vígstöðvarnar" undir lok þorskastríðsins til að gera einu heimildarmyndina, sem gerð var um slíka ferð, því að stríðinu lauk fimm mánuðum síðar. 

Það tókst að klára nægjanlegar myndatökur enda þótt leiðangur skipsins yrði aðeins styttri en ætlað var, því að þegar eldgos hófst í Leirhnjúki við Kröflu, var skipið sent til Húsavíkur til að vera til trausts og halds. 

Það undirstrikaði hins vegar gildi Landhelgisgæslunnar til sjós og lands. 

Óðinn var æðstur ása og því vel til fundið að varðveita þetta happaskip. 


mbl.is Komu Óðni á lygnan sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Varðskipin skiptu reginmáli í Vestmannaeyjagosinu.
Katla hefur þegar gosið að mínu mati og ber að taka
hreyfingar hennar alvarlega og hafa gát á mælum
í Vestmannaeyjum.

Húsari. (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband