Traustið brást líka á degi Bessastaðafararinnar.

Stjórnmál snúast um traust, sagði forsætisráðherra landsins fyrir 15 árum. Sveinbjörn Eyjólfsson segir að traust á Sigmundi Davíð hafi brostið vegna viðleitni hans til að leyna tilvist Wintris aflandsfélagsins. 

En það var ekki allt og það gleymist oft að fleira fylgdi í kjölfarið.

Til að bæta gráu ofan á svart ákvað Sigmundur, án þess að hafa rætt það fyrst við þingflokk sinn og þingflokk samstarfsfólkið, að ana beint í pólitíska feigðarför til Bessastaða með kröfu á forseta Íslands um að gefa Sigmundi upp í hendur vopn, þingrofsheimild til að beita gegn samstarfsflokknum. 

Forsetinn sá í gegnum þetta og Bessastaðaförin varð að sneypuför í beinni útsendingu. 

Einn þingmanna Framsóknarflokksins var gráti nær í viðtali í kjölfarið.

Það sagði meira en mörg orð um það ítrakaða hrun trausts sem hafði orðið. 

Atburðarásin á sér enga hliðstæðu í íslenskri stjórnmálasögu, lýsti ákveðinni firringu, sem síðan hefur bara haldið áfram. 

Neville Chamberlain hlaut ekki vantraust í breska þinginu í maí 1940, heldur reyndist sá hluti þingmanna, sem hafði misst traust á honum, of stór og varanlegur til þess að hann gæti haldið áfram í embætti. 

Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti hefði getað látið slag standa á útmánuðum 1968 og boðið sig fram til áframhaldandi setu á forsetastóli. 

Hann hafði verið kosinn 1964 með fáheyrðum yfirburðum og komið í gegnu þingið mestu réttarbótum aldarinnar í mannréttindamálum vestra. 

En hann mat stöðuna þannig að vegna vaxandi vantrausts á hann væri óráð að fara í framboð. 

Það er erfitt að sjá hvernig SDG ætlar að halda áfram á þeirri braut, sem hann er á nú. 


mbl.is Sveik fyrst og fremst sjálfan sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir neðan slóðin í viðtalið fræga um Wintris Inc., sem Sigmundur var eigandi að þegar það lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna þriggja. Forsætisráðherra Íslands er svo ruglaður að hann getur ekki einu sinn bablað menntaskóla ensku.

http://stundin.is/frett/forsaetisradherra-reyndi-ad-stodva-birtingu-vidtal/

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 14:23

2 identicon

Sæll Ómar.

Ég held að það sé rétt að horfast í augu
við hlutina eins og þeir eru:

Valdamiklir menn innanlands sem utan róa að því
öllum árum að losa sig við Sigmund Davíð.

Það er í höndum Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi
að veita honum brautargengi um næstu helgi
og á ábyrgð Framsóknarmanna að hrinda áhlaupinu fyrstu dagana í október á flokksþinginu.

Þú ættir endilega að reyna að komast upp í 5 pistla
á dag um Sigmund Davíð!

Húsari. (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 21:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.4.2014:

"Nú hafa stærstu efndir sögunnar á kosningaloforði litið dagsins ljós.

Forsætisráðherra greip til þess að nota pizzur til að útskýra fyrir fólki hvernig það ætti að nálgast efndirnar.

Hann hefði alveg getað haldið áfram með pizzurnar til að gera fólki grein fyrir upphæðum efndanna.

Samkvæmt tölum (fjölda heimila sem eiga rétt á leiðréttingu deilt í 72 milljarða) lækkar húsnæðisskuld meðalheimilis um 1 milljón.

Afborgun af hverri milljón í verðtryggðu húsnæðisláni til langs tíma er u.þ.b. 5 þúsund á mánuði sem dugir fyrir 2 vænum pizzum.

En, æ, skuldin lækkar bara um þriðjung úr milljón fyrsta árið sem gerir bara eina litla pizzu á mánuði.

Reiknað er með að fólk geti sótt þessa pizzu nú í desember sem er ekki nema einu og hálfu ári seinna en lofað var.

Og strax ári seinna dugir lækkunin fyrir 2 litlum pizzum.

Það eru vandfundnar stærri efndir á kosningaloforði."

Tvær pizzur á mánuði

Þorsteinn Briem, 12.9.2016 kl. 21:34

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 12.9.2016 kl. 21:40

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn:

"
Fullur ellilífeyrir skal vera 2.553.312 kr. á ári [212.776 krónur á mánuði].

Ellilífeyri skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður."

Breytingar á lögum um málefni aldraðra o.fl. - Stjórnarfrumvarp(rætt á þingfundi Alþings síðastliðinn miðvikudag, 7.9.2016)

Þorsteinn Briem, 12.9.2016 kl. 21:44

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef ellilífeyrisþegi hefði 253 þúsund króna tekjur á mánuði lækkar lífeyrir hans um 45% af 40 þúsund króna tekjum hans (253 þúsund mínus 213 þúsund), eða 18 þúsund krónur á mánuði, þannig að lífeyrisgreiðslurnar yrðu 195 þúsund krónur á mánuði.

Heildartekjur lífeyrisþegans yrðu því 235 þúsund krónur á mánuði, 253 þúsund mínus 18 þúsund.

Og af þessum 235 þúsund krónum er tekinn um 35 þúsund króna skattur.

Lífeyrisþeginn fengi því 200 þúsund krónur útborgaðar á mánuði.

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.

Þorsteinn Briem, 12.9.2016 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband