16.10.2016 | 14:02
Viðreisnarflokkarnir gerðu þetta 1963, 1967 og 1971.
Ágætur rithöfundur sagði eitt sinn að hann hefði haft mikla óbeit á þrásetu Framsóknarflokksins í ríkisstjórn og reynt að kjósa hverju sinn þann flokk sem helst gæti bægt Framsókn frá kjötkötlunum.
En þetta hefði verið til einskis hjá honum, því að alltaf var hann svo óheppinn að flokkurinn, sem hann kaus, fór í stjórnarsamstarf við Framsókn eftir kosningar og viðhélt þar með völdum hans.
Rithöfundurinn komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði allan tímann kosið Framsókn án þess að vilja það.
Hann kvaðst heldur viljað hafa haft sömu völ og kjósendur höfðu í kosningunum 1963, 1967 og 1971, að lofa kjósendum því fyrir kosningar að starfa saman eftir kosningar, ef þeir fengju til þess fylgi.
Þetta sjónarmið á sér fylgi í mörgum nágrannalöndum okkar og hefur verið nýtt.
Þess vegna er hlálegt að sjá suma bloggara býsnast yfir því að hugsanleg negling á samstarfi flokka eftir kosningar sé aðför gegn lýðræðinu.
Hitt er annað mál að svona loforð gefast misvel. Haraldur Guðmundsson lýsti yfir því fyrir kosningarnar 1956 að stjórnarsamstarf Alþýðuflokks við Alþýðubandalag kæmi ekki til greina eftir kosningar.
Það loforð var svikið og Haraldur hrökklaðist út úr íslenskum stjórnmálum yfir í sendiherraembætti í Osló.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stóð fyrir svokölluðu Kaffibandalagi veturinn 2006-2007, en á endanum voru engin loforð gefin, enda fór Samfylkingin í stjórn með Sjálfstæðismönnum eftir kosningar.
Píratar útiloka stjórnarflokkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mekilegt að sjá ekki muninn á þessu og að lofa að halda áfram tilteknu samstarfi ef til þess fæst fylgi. Líklega hér horft með gleraugum flokksskírteinis fremur en öðru.
ls (IP-tala skráð) 16.10.2016 kl. 15:29
Þau útiloka líka Alþýðufylkinguna, Dögun og Flokk fólksins. Þessir flokkar fá ekki einu sinni korterið hans Sigmundar Davíðs. Þeir eru einfaldlega ekki virtir viðlits. Þetta er prúðbúið ranglæti að hætti RÚV og ESB.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.10.2016 kl. 16:21
Hahah...RUV og ESB stjórna þessu beint frá Efstaleiti og Brussel...
Ragna Birgisdóttir, 16.10.2016 kl. 18:14
Eftir alþingiskosningarnar lítur núverandi forseti Íslands að sjálfsögðu fyrst og fremst til þess hvaða stjórnmálaflokkar eru líklegastir til að geta myndað næstu ríkisstjórn, eins og hann hefur sjálfur sagt.
Þorsteinn Briem, 16.10.2016 kl. 19:53
Sjallar mikið fá nú frat,
fallegt það að heyra,
reknir eru í rassgat,
en þó Framsókn meira.
Þorsteinn Briem, 16.10.2016 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.