22.10.2016 | 09:18
Erfiðara fyrir Pírata að kyngja flugvallarmálinu í ríkisstjórn en í borgarstjórn.
Píratar setja tvö mál á oddinn ef þeir verða í ríkisstjórn. Annars vegar nýja stjórnarskrá, þar sem eru ákvæði um að þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilsverðustu mál, en einmitt slíkt beint lýðræði er höfuðatriði stefnu Pírata og felst í nýju stjórnarskránni.
Vegna þess að þeir eru ekki í þeirri aðstöðu í borgarstjórn Reykjavíkur að geta hótað samstarfsslitum vegna þess að ekki fæst beint lýðræði fram í flugvallarmálinu, hafa þeir orðið að kyngja því máli og meta það meira að fá tækifæri til að æfa sig í stjórnsýslu og verða "stjórntækir."
Þessa afsökun hafa þeir ekki, ef þeir verða annar af tveimur stærstu flokkunum í stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarandstöðuflokka á landsvísu.
Síðustu árin hefur komið fram eindreginn og endurtekinn yfirgnæfandi stuðningur þjóðarinnar og raunar borgarbúa líka við að flugvöllurinn verði áfram þar sem hann er.
Ef Píratar heykjast á því að láta kjósa beint um slíkt grundvallarmál munu margir spyrja, hvaða erindi þeir áttu í ríkisstjórn.
Ræða mögulega vinstri stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert hugsanlega meðvirkasti maður Íslandssögunnar Ómar.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2016 kl. 09:34
Ef ég er meðvirkur beinu lýðræði held ég að það sé gott. Raunar hafa hinir flokkarnir líka sagst vilja fara að vilja kjósenda í kosningunum 2012 en ef ný ríkisstjórn þessara flokka heykist á því að innleiða þann málskotsrétt þjóðar og forseta sem er í stjórnarskrá stjórnlagaráðs, yrði skömm Pírata mest.
Ómar Ragnarsson, 22.10.2016 kl. 09:52
Er það beint lýðræði að bíða ekki eftir áliti kjósenda? Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Ekki eru fulltrúar frá Flokki fólksins, Dögun eða Alþýðufylkingunni á þessum samráðsfundi. Þetta eru Drekar á myndinni, ekki einu sinni í dulargervi.
http://www.visir.is/segir-innkollun-drekaleyfa-thyda-milljardaskadabaetur/article/2016161019327
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2016 kl. 10:44
Auðvitað er hægt að láta kjósa um allt og ekkert en það breytir engu um hagkvæmasta staðarval. Ég held það sé bara löngu kominn tími til að láta skynsemi ráða en ekki tilfinningar og frekju þegar kemur að ákvörðunum sem eru af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir. Það er ekki þjóðhagslega hagkvæmt að hafa miðstöð innanlandsflugs á einum stað en miðstöð alþjóðaflugs á öðrum. Það að hér skuli þessu skipað á þennan veg helgast alfarið af hagsmunum flugrekenda en ekki landbyggðanna. Eins er með staðarval nýs háskólasjúkrahúss. Þar er það frekja lækna sem ræður öllu en þjóðarhagur engu. Eigum við ekki frekar að fá óháða aðila til að ráðleggja um hagkvæmni okkar stærstu framkvæmda frekar en láta þær í dóm þjóðarinnar? Við sitjum nú þegar uppi með skaðann af heimskulegum ákvörðunum illa hæfra pólitíkusa varðandi dýrar framkvæmdir ein og þú veizt fullvel sjálfur Ómar. Nægir að nefna Kárahnjúkavirkjun, Landeyjarhöfn, Hörpu og Héðinsfjarðargöng.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2016 kl. 13:57
Ég er nokkuð viss um að Alþingi taki ekki skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg fái Píratar að ráða einhverju þar um. Borgarstjórn Reykjavíkur er vettvangurinn fyrir skipulagsmál Reykjavíkur en ekki Alþingi. Píratar muni ekki nota Alþingi til þess að auka vald þess á kostnað sveitarfélaganna. Píratar séu sáttir við það að sveitarfélögin ráði sínum málum sjálf. Og að þjóðaratkvæðagreiðsla um skipulagsmál einstakra sveitarfélaga komi ekki til greina, heimamenn eigi að ráða sínu nærumhverfi.
Gústi (IP-tala skráð) 22.10.2016 kl. 14:23
Búið að reka þetta allt saman ofan í þig hér mörgum sinnum en áfram heldur þú að ljúga í þessu flugvallarmáli og samt kallar þú þig "fréttamann", Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 15:11
Það er algjört grundvallaratriði í fréttamennsku að segja satt og rétt frá en undirritaður er hér sífellt að að reka ofan í þig alls kyns lygaþvælu.
Og það á við um fjöldann allan af málum en ekki einungis flugvallarmálið.
Þú átt sjálfur að skammast þín og það ekki lítið, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 15:23
Er það líka ekki grundvallaratriði að hlustað sé á vilja
þjóðar..?? Eða skiptir það engvu máli að því að það fellur
ekki að skoðunum kaffi-lepjandi 101 liðs sem þykist
allataf vita hvað öllum er fyrir bestu..????
Er höfuðborgin ekki borg allra landsmanna..???
Ef ekki hverra þá..???
Er það skynsamlegt að fara að byggja hús á mýri, sem
myndu kosta margfallt á við venjulega byggð hús...???
Myndi kalla það frekju en ekki skynsamlegt.
Og hverjir hefðu svo efni á því að kaupa eða leygja á
þá dýrasta svæði Reykjavíkur..??
Nægur er flóttinn af fjöldskyldufólki nú þegar úr bænum
einmitt vegna þess hversu dýrt er að búa þar. En kannski
er einmitt hgusunin sú, að Reykjavík sé bara fyrir einhverja
útvalda og þá helst einhverja pólitíkusa sem búnir er
að selja sálu sína fyrir aur.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 22.10.2016 kl. 19:10
Búið að svara þessu hér mörgum sinnum, Sigurður K. Hjaltested.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:15
Flugvöllurinn á Vatnsmýrarsvæðinu er í póstnúmeri 101 Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:17
Í póstnúmeri 101 eru nú þegar mörg kaffihús og matsölustaðir sem moka inn erlendum gjaldeyri, því tugþúsundir útlendinga kaupa þar vörur og þjónustu.
Og í engu öðru póstnúmeri hér á Íslandi er aflað meiri erlends gjaldeyris.
Hælisleitendur vilja vinna og fá laun eins og aðrir og nú vantar hér þúsundir karla og kvenna til alls kyns starfa.
Útflutningur á þjónustu, til að mynda á kaffihúsum í póstnúmerinu 101, hefur bjargað íslenska þjóðarbúinu og stórminnkað hér atvinnuleysi eftir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008.
Píratar hafa hins vegar áhuga á öllu, til að mynda breytingum í íslenskum sjávarútvegi, og eru í framboði á öllu landinu, fólk í alls kyns störfum.
Í póstnúmerinu 101 er langstærsta fiskihöfnin hér á Íslandi og stærsta sjávarútvegsfyrirtækið.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:19
Undirritaður hefur aldrei drukkið meira kaffi en þegar ég bjó í áratug á sveitabænum Hlíð í Skíðadal, sem nú er í Dalvíkurbyggð.
En nú eiga menn sem sagt að skammast sín fyrir að drekka kaffi hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:23
Skoðanakannanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram hér í Reykjavík um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu.
Og samningar á milli ríkisins og Reykjavíkurborgar hafa verið gerðir á grundvelli þessara kosninga en ekki samkvæmt einhverjum skoðanakönnunum.
En að sjálfsögðu vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hvorki virða samninga né kosningar.
Ef skoðanakannanir væru hins vegar kosningar væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins löngu fallin.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:28
Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:28
20.3.2001:
"Í kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.
Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.
Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."
Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:29
Ómar Ragnarsson segir að ekkert sé að marka kosningarnar í mars 2001 um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem þessar kosningar séu ekki nýlegar.
Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fjórar borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili.
Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu og þetta mál er stærsta málið í öllum þessum borgarstjórnarkosningum.
Þar af leiðandi hefur að sjálfsögðu verið kosið um flugvallarmálið í öllum kosningunum.
Sumir skoðanabræðra Ómars Ragnarssonar í þessu máli hafa reynt að tefja það að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu með löngum málaferlum, sem þeir hafa tapað en vilja að sjálfsögðu ekki sætta sig við það.
Og þá kemur að sjálfsögðu söngur þeirra um að langt sé liðið frá kosningunum um flugvöllinn.
Því meira sem þeir tefji málið því betra að þeirra dómi, því þá sé lengra liðið frá sérstökum kosningum um málið.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:30
Ekki ætti að vera til betri skoðanakönnun um flugvöllinn á Vstnsmýrarsvæðinu en þessi undirskriftasöfnun með öllum sínum auglýsingum:
Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
20.9.2013:
"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.
Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.
En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:31
Heilu hverfin í Reykjavík hafa verið byggð í mýri og væntanlega auðveldara að gera bílakjallara í mýri en að bora eða sprengja upp klöpp, eins og sums staðar hefur verið gert.
Þar að auki er meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins ekki mýri, enda ekki hagstætt að lenda þar flugvélum í mýri.
Hús Íslenskrar erfðagreiningar var hins vegar reist þar í mýri og skammt frá því húsi er nýtt stórhýsi hátækniseturs lyfjafyrirtækisins Alvogen, þar sem um 200 manns starfa, flestir háskólamenntaðir.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:36
25.10.2013:
"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.
Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"
"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."
"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."
Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:38
Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:39
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:39
1.3.1986:
"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.
Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."
Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna
3.8.1988:
"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.
Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp."
Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni
16.10.1990:
"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.
Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.
Flugvél hrapaði í Skerjafjörð
23.4.1997:
"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.
Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."
Brotlenti við Suðurgötuna
9.8.2000:
"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."
Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:42
Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengu meirihluta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum og minna en 1% munaði á sjötta manni Samfylkingarinnar og öðrum manni Framsóknar og flugvallarvina.
Og næstu borgarstjórnarkosningar verða árið 2018.
Haldi einhverjir því fram að borgarfulltrúi Pírata hafi svikið einhverja hefur fylgi Pírata samt sem áður aukist mikið í borginni.
Og haldi þeir því einnig fram að fylgi Pírata hafi aukist vegna flugvallarmálsins eiga þeir að sjálfsögðu að sanna það.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:46
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.
Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.
Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:48
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:49
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
"78. gr. ... Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Það kemur undirrituðum hins vegar ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn virði hvorki samninga sem ríkið hefur gert né stjórnarskrána.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:50
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila og mannvirki á landinu verða að víkja ef eigendurnir krefjast þess.
Og harla einkennilegt að vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvað eigi að vera á landi Reykjavíkurborgar.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:51
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002, afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra 19. desember 2002 og staðfest af umhverfisráðherra 20. desember 2002.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:52
"SKULDBINDINGARGILDI SAMNINGA
Frá fornu fari hefur það verið viðurkennd meginregla í rétti flestra þjóða, að samninga eða aðra löggerninga skuli halda eða efna.
Þessi regla, sem allt traust og tiltrú í viðskiptalífinu byggist á, var m.a. orðuð skýrlega í hinum forna Rómarrétti: "Pacta sunt servanda".
Ekki er fjarri lagi að fullyrða, að kenningin um skuldbindingargildi samninga sé hinn raunverulegi kjarni samningaréttarins, sem allar aðrar reglur hans séu byggðar á, beint eða óbeint ..."
Páll Sigurðsson lagaprófessor, Samningaréttur - Yfirlit um meginreglur íslensks samningaréttar, útg. 2004, bls. 23-24.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:53
Kosningarnar um frumvarp Stjórnlagaráðs 20. október 2012 voru heldur ekki bindandi.
Samt sem áður vill Ómar Ragnarsson að eftir þeim verði farið.
Enda eru þær kosningar enn í fullu gildi.
Rétt eins og kosningarnar um Reykjavíkurflugvöll árið 2001.
Undirskriftasafnanir og skoðanakannanir eru hins vegar ekki kosningar.
Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.
"Frá fornu fari hefur það verið viðurkennd meginregla í rétti flestra þjóða, að samninga eða aðra löggerninga skuli halda eða efna.
Þessi regla, sem allt traust og tiltrú í viðskiptalífinu byggist á, var m.a. orðuð skýrlega í hinum forna Rómarrétti: "Pacta sunt servanda"."
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 19:55
Varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eru á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 20:00
22.3.2016:
Dómur um NA/SV-flugbrautina á Vatnsmýrarsvæðinu (sem segir nákvæmlega það sem undirritaður hefur alltaf sagt hér um þetta mál)
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 20:04
14.3.2013:
"Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði.
Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112.000 fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu.
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson sem staðgengill borgarstjóra undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli.
Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun.
Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi.
Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs."
Ný 800 íbúða byggð í Skerjafirði - Reykjavíkurborg
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 20:17
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 10.6.2016:
"Hæstiréttur dæmdi borginni í hag í málaferlum okkar gegn ríkinu um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.
Bæði dómar héraðs- og Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir og eyða óvissu um næstu skref, lokun þriðju brautarinnar og uppbyggingu á Hlíðarenda.
Það er mikils virði að dómarnir taka einnig á þeim áhyggjum sem settar hafa verið fram um öryggismál og önnur atriði sem sett hafa verið fram sem rök gegn því að efna eigi fyrirliggjandi samninga.
Ráðherra hefur frest til 29. september næstkomandi til að loka brautinni en eftir það leggjast dagsektir á ríkið.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur tekið af skarið um að sá frestur verði virtur.
Uppbygging á Hlíðarenda getur því hafist af krafti enda ekki vanþörf á. Þar munu rísa 600 íbúðir með verslun og þjónustu á jarðhæð."
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 20:22
Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 8.10.2015:
Píratar 28%,
Samfylking 25%,
Björt framtíð 8%,
Vinstri grænir 11%.
Samtals 72% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 27% og þar af Framsóknarflokkur 4%.
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 20:23
8.10.2015:
"Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir fengju 4,4% atkvæða samkvæmt könnuninni sem unnin er af Gallup fyrir Viðskiptablaðið en fengu 10,7% í kosningunum í fyrra."
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 20:25
19.8.2016:
"Reykjavíkurborg hefur keypt landsvæði í Skerjafirði þar sem flugbrautin 06/24 er en henni hefur nú verið lokað."
"Afsal og kaupsamningur var gerður í síðustu viku og hvort tveggja, ásamt eldri samningum um málið, var kynnt á fundi borgarráðs í gær.
Kaupsamningurinn byggir á "Samkomulagi um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð" sem gert var á milli ríkis og Reykjavíkurborgar 1. mars 2013.
Í því er kveðið á um greiðslu kaupverðs og útgáfu afsals eftir að tilkynnt hefur verið formlega um lokun brautarinnar.
Greiðsla hefur nú verið innt af hendi og afsal undirritað."
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 20:29
26.8.2016:
"Ríkið hafði fullnægjandi heimildir til að selja Reykjavíkurborg landspildur við Reykjavíkurflugvöll og var skylt að ganga frá sölunni.
Þetta kemur fram í minnisblaði sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Andstæðingar þess að loka einni flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafa dregið í efa að ríkið hafi haft heimild til að selja jörðina.
Það er vegna þess að heimild til sölunnar var aðeins að finna í fjárlögum ársins 2013 en ekki var gengið frá sölunni fyrr en í ár.
Í minnisblaðinu segir að Hæstiréttur hafi með dómi í júní staðfest að ríkinu væri heimilt að selja borginni landið.
Borgaryfirvöld kröfðust þess að ríkið yrði látið ganga frá sölusamningi og loka norðaustur/suðvestur-flugbrautinni.
Hæstiréttur varð við því og hafnaði þeim rökum ríkisins að söluheimild væri fallin úr gildi.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði grein í Morgunblaðið í vikunni þar sem hann sagði að ríkið hefði skort heimild til sölunnar óháð því hvort heimild fyrir slíku væri gefin í fjárlögum eða ekki.
Hann sagði að ríkið þyrfti heimild í almennum lögum en ekki fjárlögum til að mega selja eignir sínar og kvað lögfræðinga almennt sammála um slíkt.
Þessu sjónarmiði er andmælt í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Þar segir að áratugalöng stjórnskipunarvenja liggi fyrir því að sala fasteigna hafi verið talin heimild á grundvelli sérstakrar lagaheimildar í þeirri grein fjárlaga sem fjalli um kaup, sölu og leigu á fasteignum ríkisins og öðrum lögum.
Því hafi verið gengið frá samningnum við borgina.
Jafnframt segir að ríkið kynni að hafa skapað sér bótaábyrgð ef það hefði ekki staðið við samkomulagið við borgina."
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 20:32
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 20:34
16.2.2012:
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 20:36
Ryðjist einhver inn til mín með dónaskap og dómadagskjafthátt og klykkir svo út með því að skíta á stofugólfið, þá læt ég hann út og sé til þess að hann kemur ekki aftur.
Finnst þér, Ómar, ekki mál að linni?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 22.10.2016 kl. 21:37
Ætlar þú Ómar að láta þennan fávita sem kallar sig "steini briem" þjappa drullunni endalaust á vefinn hjá þér, ásamt persónulegu skítkasti og ærumeiðingum á þig endalaust ? - Okkur hinum sem lesum ekki einu sinni þetta ómerkilega og stolna spam hans, er sama um óþverran sem hann lætur frá sér að því leitinu að þetta lýsir þessum sjúka manni vel. - En okkur er ekki sama hvernig hann ræðst sífellt með svívirðingum á þig, og það inni á þínu svæði. - Einn fjóbitapúkinn á korki mbl, Jón Valur, hefði lokað á þetta fífl fyrir mörgum árum, því hann þolir nú ekki einu sinni sannleikann, sá "mæti kristni öðlingur" (!!). - Menn koma inn á vefinn til þín vegna þinna frábæru skrifa um merkileg málefni og þá kemur þessi geðbilaði haugur og makar auri yfir vefinn, þig og málefnin.- Þú verður að losa þig við þessa óværu, Ómar. -
Már Elíson, 23.10.2016 kl. 03:26
Ég held að vera með mest lesna bloggið eða
vinsælasta skipti Ómar meira máli heldur
en að að loka á 'copy paste' drulluna frá
einhverjum aðila.
Athyglissýki...???
En við sem höfum haft gagn og gaman af því
að lesa bloggin hans Ómars,
furðum okkur á því að maður skuli sætta sig
við það að láta drulla svona yfir sig og sína
bloggsíðu endalaust.
En sumir komast upp með það að gera annarra manna
bloggsíður að sínum.
Ómari líður vel mað það.
Greinilega nýtur sín í því að láta aðra
kommentera sig í algjöra steypu og hefur
ekkert andsvar við því.
Með virðingu fyrir Ómari og allt sem hann hefur
gert fyrir okkar þjóð, þá er þetta bara eitthvað
sem engin skilur.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.