Spurningarnar hrannast upp.

Svo er að sjá sem Donald Trump muni að einhverju leyti taka þá skynsamlegu ákvörðun að framkvæma ekki allt það sem hann boðaði að hann myndi gera ef hann yrði forseti. 

Þá yrði hann að vísu að éta ofan í sig orðin "believe me" sem hann notaði gjarnar til áherslu í lok margra setninga í ræðum hans. 

En hvaða mál verða það? Eitthvað varðandi Obama-care en hver önnur?  

Hann kann að leita ráða hjá fyrrverandi forsetum og það gerir hann vonandi. 

Ein af fjölmörgum spurningum er sú, hvort óhemju þrá Trumps eftir frægð og auði hefur verið fullnægt með því að hann er kominn jafn hátt á listann yfir valdamestu menn heims og mögulegt er.

Vitað er að hvers kyns fíkn ber þá hættu í sér að vera óseðjandi, og valdafíkn er svo sannarlega fíkn, sem mannkynssagan geymir allt of mörg dæmi um að hafa orðið óseðjandi.

Þetta er hugsanlega stærsta spurningin af þeim sem hrannast upp við einhverja óvæntustu og óvenjulegustu valdatöku sögunnar.  


mbl.is Kann að leita ráða hjá Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Trump(etinn) verður nú ekki einráður í Bandaríkjunum.

Bandaríska þingið skiptir til að mynda einnig miklu máli.

Þorsteinn Briem, 12.11.2016 kl. 18:42

2 identicon

Kjör Trumps í valdamesta embætti heims hlýtur að kveikja "rauð ljós" hjá okkur öllum. En ekki aðeins forsetakosningarnar fyrir vestan haf, einnig uppgangur Le Pens (National Front) í Frakklandi, AfD’s í Þýskalandi, UKIP’s í Bretlandi etc. etc. Og hvað okkur varðar, sigrar Panama skattsvikara, Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben. Allt þetta hlýtur að æpa eftir meiri menntun, meiri menntun. En það nægir ekki, ekki síður þarf meiri jöfnuð og meira réttlæti í samfélaginu. Og meiri, miklu meiri, fjölmenningu, sterkasta og kannski einasta vopnið gegni rasisma og bigotry.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.11.2016 kl. 19:34

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÓRETTLÆTIÐ SIGRAR ALLTAF- ÞVÍ ÞEIR SEM ERU RETTLÁTIR LJÚGA EKKI STELA EKKI EN VILJA JAFNRETTI !

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.11.2016 kl. 20:06

4 identicon

Af hverju er vinstri blokkin VG/Píratar skyndilega harmi slegin yfir því að hún þurfi hugsanlega að borga fyrir herverndina með tilkomu Trump?  Er það ekki stefna þessara flokka að vera utan hernaðarbandalaga?  

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/11/09/harmi_slegin_en_ekki_hissa/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.11.2016 kl. 22:12

5 identicon

Haukur Kristinson, það er til eitthvað sem heitir "sálfræðingar" og mér skilst þeir gefi pillur fyrir "Paranoid Schizofreni". Síðan væri þér nær að menta sjálfan þig, um hvað "fasismi" er ... og kanski hlusta á winston churchill í því sambandi. Að stilla sér við hlið Islam, eina verstu "fasista" og "rasista" klíku nútímans, og skýla fasisma sinn á bak við að þeir séu litaðir og útlendingar ... bendir á skynsemisskort.

òmar Ragnarsson, hvern á Trump að spyrja? Á hann að spyrja G.W. Bush, hvernig hann eigi að fara að því að "frelsa" hálf miljón börn í mið-austurlöndum frá lífinu? Eða spyrja Obama, um það hvernig hann eigi að fjármagna ISIS?

Hann hefur þegar, eina gáfuðustu menn veraldar við hlið sér ... en hann er ekki orðinn forseti en ... við sjáum hvað setur.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.11.2016 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband