13.11.2016 | 00:45
Líkleg hagræðing á hervörnum NATO-ríkjanna.
Margir bloggarar virðast sjá rautt ef minnst er á Evrópuher sem yrði eystri armur NATO, en vestari armurinn yrðu herir Bandaríkjanna og Kanada.
Talað er um að "ESB vilji verða heimsveldi" þótt ráðamenn þar á bæ séu að velta vöngum yfir viðbrögðum við því sem Trump hefur sett fram um meiri þáttöku annarra ríkja en BNA í hervörnum en verið hefur.
Sömu bloggarar tala ekki í sama neikvæða tóninum um að Bandaríkin vilji vera heimsveldi, heldur virðist skefjalaus og stanslaus óbeit á ESB ráða hjá þeim.
Í samningunum um aðild Íslands að NATO 1949 er skýrt tekið fram það skilyrði fyrir aðild, að Ísland hafi ekki her og muni aldrei hafa eigin her.
Í frumvarpi stjórnlagaráðs er skýrt tekið fram að herskyldu megi aldrei í lög leiða á Íslandi.
Ísland fékk þessa undanþágu samþykkta varðandi NATO 1949 og mun að sjálfsögðu halda henni til streitu, enda er í ljósi reynslunnar af henni ljóst, að hún muni gilda áfram þótt herafli ESB þjóðanna muni að einhverju eða öllu leyti verða gerður að einni einingu.
Samt hamast menn við að halda öðru fram og bölsótast yfir því fyrirfram að íslensk ungmenni muni verða dregin inn í Evrópuher.
Vill stefna að Evrópuher | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Langflest ríki í Evrópusambandinu eru einfaldlega í NATO og Ísland er þar meðlimur.
Þar að auki eiga Svíþjóð og Finnland samvinnu við NATO.
13.9.2015:
Meirihluti Svía vill í NATO
"The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe."
Common Foreign and Security Policy of the European Union
Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 01:03
"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.
En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."
Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 01:04
Svíar og Finnar taka þátt í loftrýmisgæslu við Ísland árið 2014 - Utanríkisráðuneytið
Svíar og Finnar taka þátt í loftrýmisgæslu við Ísland ásamt Norðmönnum í febrúar 2014 - Landhelgisgæslan
Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 01:05
Herþotur frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi í loftrýmisgæslu hér yfir Íslandi.
Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 01:06
Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon):
"Does the Treaty of Lisbon create a European army?
No. Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.
However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.
A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."
"Does the Treaty of Lisbon create a European "Super-State"?
No. The Treaty of Lisbon is an international treaty agreed and ratified by sovereign Member States that agree to share some of their sovereignty in supranational cooperation.
The Treaty of Lisbon acknowledges that the Union reflects the will of the Member States and their citizens, and that its powers stem from these States."
"Do national parliaments have a greater say in European affairs?
Yes. National parliaments are for the first time fully recognised as part of the democratic fabric of the European Union. Special arrangements are made to help national parliaments to become more closely involved in the work of the Union."
"Does the Treaty of Lisbon increase the number of decisions taken in "Brussels"?
No. The Treaty creates a basis for a more decentralized and transparent approach to implementing EU policies to help ensure that decisions are taken as close as possible to the citizen."
"The Treaty entered into force on 1 December 2009."
Lissabon-sáttmálinn - Treaty of Lisbon
Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 01:11
"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.
It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).
The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."
Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland
Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 01:18
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 77-79:
"Varanlegar undanþágur og sérlausnir:"
"Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í ríki sem sækir um aðild að Evrópusambandinu er reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir."
"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að Evrópusambandinu hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar sambandsins og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum, sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkjanna."
Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 01:24
Öll aðildarríki Evrópusambandsins urðu að samþykkja Lissabon-sáttmálann til að samningurinn gæti tekið gildi.
Finnland, Svíþjóð og Írland eru í Evrópusambandinu en ekki NATO.
Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 01:36
ESB hefur aldrei gefið okkur neitt, heldur heimtað meira en það átti rétt á, t.d. í Icesave-málinu, makrílmáli o.fl. Léti stórveldið, ef við nörruðumst inn, okkur það eftir að hafa engan eigin her, þá myndi það heimta þeim mun hærra milljarðaframlag, og þetta veit jafnvel Ómar.
En orð Delors og Barrosos um ESB sem stórveldi og heimsveldi getur hann lesið í dag á fullveldi.blog.is
Jón Valur Jensson, 13.11.2016 kl. 05:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.