1% Bandaríkjamanna fái 47% af skattalækkunum Trumps?

Þetta eru tölur sem nefndar hafa verið um afleiðingar þess ef tekjuskattur á tekjuhæsta fólkið í Bandaríkjunum verði lækkaðir um fimmtung. 1% þjóðarinnar, sem er ríkasta fólki, muni fá í sinn hlut 47% ágóðans, en 99% muni fá 53%. 

Ef helstu efnahagsráðgjafar Trumps verða jafnframt sálufélagar hans og stuðningsmenn, helstu auðkýfingar landsins, sem létu sér það vel líka þegar Trump sagði að réttmæti væri að hann borgaði engan tekjuskatt, af því að hann vissi miklu betur en fjármálaráðherrann, hvað ætti að gera við peningana, er líklegt að samúð þessara samstarfsmanna hans verði sjálfhverf.

Réttlætingin á þessu felst meðal annars í kenningu, sem kölluð hefur verið brauðmolakenningin, þess efnis, að þegar þessir menn fjárfesta í glæsihöllum og hvers kyns bruðli og munaði, mun svo margir fá atvinnu við framkvæmdir og umsvif við það.

Brauðmolakenningin hefur verið léttvæg fundin, enda hefðu einvaldskonungar fyrri alda getað haldið alveg hinu sama fram varðandi hallir sínar og bruðl.  

 


mbl.is Auðkýfingar líklegir ráðgjafar Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Steini Briem ekki vaknaður?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.11.2016 kl. 09:42

2 identicon

Ef Steini Briem tjáir sig, þá rövla menn. Ef hann gerir það ekki, rövla menn einnig. Já, það er vandlifað í þessum heimi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.11.2016 kl. 09:55

3 identicon

En hvaða afleiðingar hefur það ef skattarnir fara ekki allir í hernað?  Vinstri blokkin hér heima hefur a.m.k. miklar áhyggjur af því að hún kunni að missa spón úr aski sínum.  Árlega kertafleytingin kostar sitt.  Því megum við ekki gleyma.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/11/09/harmi_slegin_en_ekki_hissa/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.11.2016 kl. 10:49

4 identicon

Fulltrúi norrænnar velferðar tjáir sig:  Hvað verður um okkur góða fólkið ef þú notar ekki alla peningana í hernað?

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/11/13/trump_snui_ekki_baki_vid_evropu/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.11.2016 kl. 11:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka."

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 17:23

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska þjóð"fylkingin" fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í síðastliðnum mánuði.

Þar af 1 atkvæði frá Elínu Sigurðardóttur.

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 17:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert bendir til að fylgi þjóðernissinnaðra flokka hafi aukist hér á Íslandi undanfarin ár, heldur þveröfugt.

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 17:32

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í hið óendanlega.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 17:33

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 17:36

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 17:37

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.2.2016:

"Aðspurður seg­ir Helgi [Helgason formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar] að stofn­un nýs flokks hafi átt sér nokk­urn aðdrag­anda, eða al­veg frá því hann tók við sem formaður Hægri grænna.

Þetta var niðurstaðan á aðal­fundi flokks­ins sem fór fram í dag. Tólf sóttu fund­inn að sögn Helga en um 230 voru skráðir sem flokks­menn í Hægri græna.

"Hægri græn­ir þeir ganga þarna inn með manni og mús ...," segir Helgi."

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 17:37

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/9/94/Mickey_Mouse_-_Blaggard_Castle.png

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 17:38

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki verið minna í hundrað ára sögu flokksins.

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 17:39

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Merki Mörlensku þjóð"fylkingarinnar":

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 17:39

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að öllum Norðurlöndunum væri stjórnað af vinstri flokkum.

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 17:43

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öðrum Evrópuríkjum er einnig langflestum stjórnað af mið- og hægriflokkum.

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka."

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 17:48

17 identicon

Ómar??

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 13.11.2016 kl. 17:54

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt "góða fólkið" mörlensku þjóðernissinnanna.

Þorsteinn Briem, 13.11.2016 kl. 18:05

19 identicon

Rafn Haraldur.

Af hverj varstu að vekja hann..???

Og Ómar...!!

Þetta samband ykkar Steina...?????

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 13.11.2016 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband