12.12.2016 | 23:01
Gríðarlegir hagsmunir knýja stærstu afneitun samtímans.
Ameríski draumurinn er alltumlykjandi hjá Donald Trump og fylgjendum hans. Táknmyndin um hin stórkostlegu Bandaríki sem nú á að endurheimta fyrir þá, sem brjótast áfram með öllum tiltækum ráðum til auðæfa, valda og áhrifa, er risavaxni pallbíllinn, sem hægt er að fá búinn yfirgengilegum lúxusi og mörg hundruð hestafla vélum.
Bensíneyðsla þessarar skrímsla knýr áfram gróða hinna voldugu olíufyrirtækja og uppgang í hagkerfi sem fyrst og fremst lyftir hinum ríkustu. Því meiri orkusóun, því betra fyrir hagvöxtinn.
Í ljósi áhrifa auðæfa þessara meginstoða bandaríska draumsins er hægt að sannfæra komandi leiðtoga voldugustu þjóðar heims um að loftslagsbreytingarnar séu ímyndun ein og rugl.
Afneitað er gögnum frá öllum heimshornum sem sýna þessar breytingar og afleiðingar þeirra, sem verða ekki aðeins afdrifaríkustu breytingar okkar tíma, heldur verður afneitunin stærsta afneitun samtímans.
Enginn veit sannleikann um loftslagsbreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir eru ekki minni þeir hagsmunir sem knýja stærstu blekkingu samtímans, að hlýnunin sé af manna völdum. Sú blekkiing er grundvallaratriði í því að halda þriðja heiminum niðri og skattleggingu hinna.
Orka knýr áfram gróða hinna voldugu þjóða og uppgang í hagkerfi sem fyrst og fremst lyftir þeim ríkustu. Að koma í veg fyrir að fátækari þjóðir geti notað orku til að ná fram gróða og skapa uppgang í hagkerfum sínum er tilgangurinn með blekkingunni.
Davíð12 (IP-tala skráð) 12.12.2016 kl. 23:51
Sæll Ómar.
Ég held að RÚV hafi gert landsmönnum
óleik með því að taka afstöðu gegn Trump
í upphafi framboðs hans til forseta Bandaríkjanna
og þar með urðu þeir af því einstaka ævintýri að
fylgjast með Trump og þeirri fjöldahreyfingu sem um
hann myndaðist.
Fyrir vikið eru menn meira og minna utangátta
fyrir hvað Trump stendur og hver hann er.
Aukatriði var það svo að skoðanakannanir einstakra
sjónvarpsstöðva voru kolrangar allan tímann og menn sáu
að lokum í gegnum þessa vitleysu.
RÚV hlutleysið endaði svo í því að fréttaritari
sagði 'vitleysing' hafa unnið kosningarnar!
Obama hafði nú ekki meiri áhyggjur af loftslagsmálum
en svo að hann sigldi um norðljósahaf í reykspúandi
og kolryðgaðri Boeing 747 til aðstoðar Hillary Clinton.
Engin sönnun liggur fyrir í loftslagsmálum og ekkert
verið afsannað frekar.
En hitt liggur fyrir að hætt verður að henda billjónum
bandaríkjadala í þennan málaflokk.
Menn voru einfaldlega búnir að fá nóg af þessari
uppþornuðu valdaklíku í Washington og þeirri stöðnun
sem við blasti og höfðu í raun engu að tapa í því efni
en allt að vinna því ljóst var strax frá upphafi að Trump
var alvara í því að gera Bandaríkin stórveldi að nýju
og að hlúa jafnt að innviðum sem að stöðva þá
vitleysu sem tengdist samningum og viðskiptum við
einstakar þjóðir.
Ég held að Trump muni standa undir þeim væntingum sem
til hans eru gerðar og menn hafa þegar séð svo ekki verður
um villst að þar fer verðugur fulltrúi Bandaríkjanna.
Húsari. (IP-tala skráð) 13.12.2016 kl. 00:20
Skoðaðu aftur myndina An inconvenient truth, sem er nú 10ára gömul og spurðu svo sjálfan þig að því hvers vegna fólk hafi efasemdir.
Myndin virkar eins og háð á allan þann hræðsluáróður og ýkjur sem menn hafa haft í frammi. Ekki að undra að menn hafi ákveðið að hætta að tala um Global Warming og ákveðið að kalla þeitt Climate change,(nokkuð sem gerist hverja stund og hvern dag)
Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2016 kl. 00:43
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 13.12.2016 kl. 03:53
Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.
Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.
Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.
Þorsteinn Briem, 13.12.2016 kl. 03:54
8.9.2015:
Grænn vöxtur sparar biljónir Bandaríkjadala
Þorsteinn Briem, 13.12.2016 kl. 03:55
Aðalatriðið er að minnka þarf mengun í heiminum.
Þorsteinn Briem, 13.12.2016 kl. 03:59
3.3.2015:
China pollution documentary goes viral attracting at least 155 million views
Þorsteinn Briem, 13.12.2016 kl. 04:01
Air pollution in India
Water pollution in India
Þorsteinn Briem, 13.12.2016 kl. 04:02
3.11.2016:
Polluted Delhi has become a gas chamber - BBC News
Þorsteinn Briem, 13.12.2016 kl. 04:03
8.11.2016:
Delhi pollution: Face masks run out as residents panic - BBC News
Þorsteinn Briem, 13.12.2016 kl. 04:04
15.7.2015:
"The premature deaths are due to two key pollutants, fine particulates known as PM2.5s and the toxic gas nitrogen dioxide (NO2), according to a study carried out by researchers at King's College London.
The study - which was commissioned by the Greater London Authority and Transport for London - is believed to be the first by any city in the world to attempt to quantify how many people are being harmed by NO2.
The gas is largely created by diesel cars, lorries and buses, and affects lung capacity and growth."
Nearly 9,500 people die each year in London because of air pollution
Þorsteinn Briem, 13.12.2016 kl. 04:10
Í fyrradag:
France announces clean sticker anti-pollution measures as cities choke on smog
Þorsteinn Briem, 13.12.2016 kl. 04:17
Enginn neitar því að nú þegar er kominn meiri koltvísýringur af mannavöldum út í andrúmsloftið en hefur verið á jörðinni í meira en 800 þúsund ár.
Það er aldrei skynsamlegt að fikta á svona stórfelldan hátt í vistkerfi og loftslagskerfi jarðarinnar.
Ómar Ragnarsson, 13.12.2016 kl. 07:34
Þó eitthvað gildi sé hærra en það hefur verið í 800 þúsund ár er ekki þar með sagt að það sé nægjanlega hátt til að hafa einhver afgerandi áhrif. Koltvísýringur er hvorki algengasta gróðurhúsalofttegundin, áhrifamesta né hin öflugasta.
Þó nú séu fleiri byggingar sem hvíla á jarðskorpunni en verið hafa í 800 þúsund ár þá er heldur ekki endilega neitt samhengi milli þess og jarðskjálfta. Hærri byggingar en verið hafa í 800 þúsund ár hafa ekki stöðvað vindinn. Og fleiri skip en verið hafa í 800 þúsund ár breyta ekki hafstraumum.
Davíð12 (IP-tala skráð) 13.12.2016 kl. 09:29
RÚV gerði landsmönnum mikinn óleik þegar spyrlar RÚV báðu forsetaframbjóðendur um að kjósa á milli Clinton og Trump í aðdraganda forsetakosninga hér heima. Mig minnir að bara Ástþór og Sturla hafi komist skammlaust frá þeirri spurningu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.12.2016 kl. 10:46
Climate change kirkjan hefur engin ráð til að bregðast við hugsanlegum loftslagsbreytingum önnur en að auka skattlagningu á almúgann. Það eru engar lausnir, hvorki vind né sólorka sem slær á það, því það þarf jarðefnaeldsneyti til framleiðslu á þeim græjum. Að tala um að hætta brennslu jarðefnaeldsneytis þýðir einfaldlega það að henda heimsbyggðinni 300 ár aftur í tímann með tilheyrandi fátækt og hörmum.
Bill Gates og Sameinuðu þjóðirnar (með agenda 21) berjast fyrir fækkun mannkyns með öllum tiltækum ráðum, helst niður í hálfan milljarð. Svona modern eugenics. Vitfirringin í slikum hugsunarhætti gerir Hitler og Stalín að englum.
Trúboðar loftslagsbreytinga hugsa trúboð sitt ekki til enda. Afleiðingarnar fyrir mannkyn yrðu verri en einhver hækkun sjávarborðs um hálfan meter á 300 árum. Þessi móðursýki þeirra miðar alfarið að skattlagningu og meiri skattlagningu án nokkurra lausna.
Við skulum vona að nýjar orkulindir bjóðist og að þeir sem þessum hefðbundnu ráða komi ekki í veg fyrir þróun þeirra. Það er helsta áhyggjuefnið.
Sama fólkið og berst gegn jarðefnaeldsneyti berst gegn kjarorkunni, sem er í dag góður kostur. Til er kjarnorka sem er nánast frí við geislun og umhverfisáhættu og nýtir sér Thorium í stað hinna hefðbundnu efna.
Kaldur samruni er að verða að veruleika og hefur árangur við að stabílisera þann mengunarfría kost aukist ár frá ári. 85% stabílitet í dag og ef sú fylgni heldur áfram gæti þetta orðið oruggur valkostur eftir 5-10 ár.
Hvernig væri að Climate change kirkjan færi að knýja á um þessa nýju kosti í stað heimsendaspádóma og hræðsluáróðurs, sem engu skila. Kannski er ástæðan sú að mannfækkunnarstefnan er þeirrar raunveruleg boðun. Hver veit.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2016 kl. 12:35
Það er svo rétt að bæta við að rafbílar hafa engan tilgang ef rafmagnið er ekki úr hreinni orku, eins og hér. Víðast í heiminum er þessu ekki til að dreifa og er stæsti hluti raforkuframleiðslu heimsins fengin við bruna jarðefnaeldsneytis.
við íslendingar gætum nýtt okkur rafbíla með góðri samvisku, en vilji hins opinbera til að hjalpa þeirri þróun áfram er enn ekki nema sýndarvilji, auk þess sem tæknin sjálf á talsvert í land að geta komið algerlega í stað bensín og díselbíla.
svo er það fiskiskipaflotinn. Hann brennir mestu. Mesti mengunarvaldurinn er svo flugið, en enginn hefur orð á því. Standi kaldur samruni undir væntingum eða kjarnakljúfar með Thorium, þá væri sá vandi leystur.
Það sem vantar er að menn hugsi ekki í vandamálum, heldur lausnum. Tregða nýrra kosta er fyrst og fremst vegna andstöðu þeirra sem raða hefðbundnum orkugjöfum. Þann múr þarf að brjóta og gera plan til 50 ára um saumlaus umskipti.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2016 kl. 12:51
Góðar færslur.
Egilsstaðir, 15.12.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 15.12.2016 kl. 01:24
Hér eru þið hver öðrum betri.
Egilsstaðir, 16.12.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 16.12.2016 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.