16.12.2016 | 00:24
Táknmynd ameríska draumsins.
Alþjóðavæðing í framleiðslu, verslun og viðskiptum, skóp óánægju lægri millistéttarinnar í "ryðbeltinu" svonefnda, sem hafði ekki fengið efnt draumsýnina um ameríska drauminn að komast til auðs og velsældar.
Donald Trump sótti afl í kosningabaráttu sína með því að lofa því að gera Ameríku stórkostlega á ný og færa hana aftur til þess tíma þegar Bandaríkin framleiddi meirihluta allra bíla í heiminum og Detroit var djásnið í uppsprettu langstærsta neyslusamfélagi veraldar.
Fólkið, sem Trump hefur ráðið í æðstu stöður fram að þessu er táknmynd ameríska draumsins, sautján manns sem eiga meiri auðæfi samanlagt en þriðjungur þjóðarinnar.
Líklega hefur ekkert svipað þessu gerst um valdamesta hóp eins lands síðan einvaldskonungar og helstu handbendi þeirra voru og hétu í Evrópu.
Þessir konungar voru kallaðir "hinir menntuðu einvaldar" og voru taldir vera með guðlegt umboð til þess að vera "vinir litla mannsins."
Og draumur litla mannsins um að eiga jafnvel fjarlægan möguleika á að eignast auðugan og voldugan vin er nú að birtast í Trump og hirð hans.
Ríkisstjórn Trump auðugari en þriðjungur þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Atvinnugóðmennin sem bundu svo miklar vonir við næsta stríð Hillary Clinton. Þau hljóta að vera alveg miður sín þessa dagana.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 08:50
Bandaríkin taka að sjálfsögðu ekki þátt í styrjöldum eftir að Trump(etinn) kemst til valda.
Engir vopnaframleiðendur í hans herbúðum.
Þorsteinn Briem, 16.12.2016 kl. 08:57
Enn er von fyrir góða fólkið.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 09:24
Sæll Ómar.
Þú ættir að taka Peter Sellers á þetta
og horfa á The Pink Panther Strikes back, -
þið eigið margt sameiginlegt, þú og Dreyfus!
Skiptir einhverju sérstöku máli hvor refurinn
sækir hænsnabúið heim, Clinton eða Trump?
Trump sigraði í þessum kosningum eins og
ég hafði skrifað hér fyrir 11 mánuðum að
hann mundi gera.
Það eru úrslitin, Bandaríkjamenn treysta honum
til að takast á við verkefni dagsins og
að Bandaríkin verði stórveldi á ný.
Ég hef trú á því að honum takist það
og strax er mikið frá þegar helsta ógn
Bandaríkjanna, Obama og Clinton hjónin
hverfa af sjónarsviðinu.
Nú set ég Sveitaball (Dave/Akst) á fóninn, ekkert lag
íslenskt tekur þessu fram og þá ekki flutningurinn!!
Endum þetta svo á sjálfum Inspector Clouseau:
You fool! You raving Oriental idiot! There is a time and a place for everything, Cato! ...and this is it!!
Húsari. (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 09:51
Sæll aftur!
Mér er reyndar minnisstætt að hafa setið yfir
þessu 11 eða 12 mánuðum fyrr og vita með vissu
að eitthvað kæmi fram hvað varðaði framboð Hillary
og þá sennilegast veikindi og að hún yrði að hætta við það. Á þessum tíma var ekkert slíkt í spilunum
og enginn talaði um slíkt.
Þó kosningarnar og flest í kringum þær hafi verið
nokkuð athyglisvert þá skulda ég Hillary það að hún
njóti þess sannmælis að sjaldan eða aldrei hef ég dáðst
jafnmikið af þolgæði, þreki og hugrekki en einmitt Hillary
sýndi á síðustu metrunum og undraðist miðað við hvað
veikindi hennar eru í raun alvarleg að hún skyldi geta
lokið kosningabaráttunni.
Ég tel að tíðinda geti verið að vænta á næstu 6 mánuðum
og í ljós komi að Hillary hætti ekki aðeins afskiptum af
stjórnmálum en hverfi án þess ég vilji með þeim orðum
gefa í skyn að hún hverfi af heimi; fólk getur að hluta eða
næsta algerlega horfið sjálfu sér og öðrum eins og hver maður
ætti að geta sagt sér sjálfur.
Húsari. (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.