Hve margir eru "villikettirnir", ef þeir eru til?

Styrmir Gunnarsson lýsir því ágætlega hve stíft Sjálfstæðisflokkurinn stendur á því að hafna uppboðsleið og auðlegðarskatti. 

Ari Trausti Guðmundsson lýsir líka ágætlega í blaðagrein í dag, hvernig Vg stendur fast á hugmyndinni um auðlegðarskatt og fjármagnstekjuskatt. 

Í ríkisstjórn Vg og Samfylkingar 2009-2013 sagði Jóhanna Sigurðardóttir um þá þingmenn Vg, sem sættu sig illa við þáverandi stjórnarstefnu, að það, að fá þá til að styðja stjórnarstefnuna, væri eins og að reyna að smala villiköttum. 

Það er nefnilega nokkuð til í því sem Logi Már Einarsson sagði í sjónvarpi í gærkvöldi, að oft væri meira bil á milli skoðana mismunandi fylkinga í stórum flokkum innbyrðis en á milli smærri flokka.

Þingmeirihlutinn segði ekki alltaf allt.

Við þetta má bæta að hugleiðingar, þróaðar upp úr skoðanakönnunum, um önnur úrslit en urðu í kosningunum 29. október,  eru hrein óskhyggja og ekki inni í myndinni.

Verkefnið er einfaldlega að spila úr þeim spilum sem menn hafa núna.  


mbl.is Tveggja flokka stjórn væri möguleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband