"Þarf mikið fjármagn, aðstöðu og mannskap."

Ofangreind setning voru lokaorð sérfræðinga, sem ég leitaði til síðsumars 2005, til að reyna að finna út hvort verið væri að hlera síma minn og síma margra annarra. 

Í stuttu máli lýsti þetta sér þannig, að samband komst hvað eftir annað með nokkurra mínútna millibili á aðra leiðina milli síma míns og síma annarra, þannig að hringing kom úr síma mínum til þeirra án þess að ég vissi af því.

Þeir heyrðu í símanum hljóðin í kringum síma minn en ég hafði ekki hugmynd um símasambandið. 

Miðað við það hverjir kvörtuðu yfir þessum símhringingum mátti ætla að sími minn væri í einskonar símatorgi með símum fólks á öllum stigum þjóðfélagsins. Já, öllum stigum. 

Eftir að sími minn hafði verið rannsakaður og ég spurði, hvort í gangi gæti verið svipað og fréttir höfðu borist af frá New York, að snjallir háskólastúdentar hefðu hlerað síma í skrifstofu utan af götunni voru lokaorð sérfræðingsins hjá símafyrirtæki mínu þessi:

"Þetta er ekkert svoleiðis og hafðu engar áhyggjur af því að sími þinn geti verið hleraður. Til þess að það geti lýst sér á þennan hátt þarf mikið fjármagn, aðstöðu og mannskap." 

Þess má geta, að ég komst að því, að á þessum tíma þurfti aðeins einn yfirmaður að samþykkja símahleranir hjá mínu símafyrirtæki, en hjá hinu þurfti þrjá. 

Ástæðan fyrir því að það þyrfti þrjá var sú að sögn þess, sem tjáði mér þetta, að tryggja að fyllsta öryggis og vandaðra vinnubragða væri gætt. 

Eftir því sem tölvunotkun breiðist meira út á öllum sviðum þjóðlífins er augljóst að alls kyns átök um fjármuni, völd og áhrif munu teygja anga sína æ víðar. 

Og hamfarir,slys og skaðvænleg mistök og misnotkun munu að sama skapi verða líklegri en áður.  


mbl.is Líklega „sami ríkisstyrkti aðilinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæll Ómar.

Hvort heldur það er svipað því sem þú lýsir
eða mannleg mistök sem eiga sér stað
varðandi sendingu t.d á tölvupósti þá hef ég tekið eftir því að ekki er einasta enginn eða lítill skilningur
á slíku heldur eru mistökin beinlínis
notuð gegn þeim sem hlut á að máli án þess þó að ég sé á
nokkurn hátt að tala um refsivert athæfi í því sambandi.

Ég hef verið hugsi yfir þessu og þótt afar sérkennilegt
og einstaklega lítilmannlegt, - að ég tali nú ekki um
þegar einstakar stofnanir eða fyrirtæki eiga hlut að máli
þar sem hefði mátt ætla að menn væru vandari að virðingu sinni.

Sem betur fer þá eru þessi skipti varla nema 3 - 5
en hvert öðru eftirminnilegra af þessari ástæðu;
lítilmannleg, næsta fyrirlitleg viðbrögð.

Hvað varðar svo hlutun þá er hægt að koma henni við
án þess að þjónustuaðili eða nokkur hafi veitt heimildfyrir því að lögum.

Ég bý að þeim auði að vera svo leiðinlegur að dræpi hvern
mann á að hlýða þó ekki væri nema partur úr degi!

(já, vitanlega er slík hlustun ekki vöktuð með þeim hætti!)

Húsari. (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 17:57

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þetta var ekki óalgengt, sérstaklega fyrir komu snjallsímanna, að hafi fólk ekki læst símanum og haft hann í vasanum þurfti ekki meira en að setjast á 'réttan' takka eða eitthvað slíkt til að hringja óafvitandi.

í minni sveit kallast það að hringja með rassgatinu

Brjánn Guðjónsson, 17.12.2016 kl. 18:50

3 identicon

Norður Kóreu var kennt um öll tölvuinnbrot fyrir nokkrum árum af því að þá hentaði það CIA sem reyndar fann aldrei gereyðingarvopn hjá Saddam þrátt fyrir sterkar sannanir að eigin sögn

Grimur (IP-tala skráð) 23.12.2016 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband