Pútín hinkrar í þrjár vikur.

Svartur hefur leikið í óvenjulegu tafli sem hefur verið í gangi í haust í samskiptum Rússa og Bandaríkjamann, en Pútín, sem var snöggur að leika, hinkrar sallarólegur í í þrjár vikur þar til búið verður að skipta um manninn, sem leikur hvítu mönnunum.

Pútín liggur ekkert á. Hann fékk sinn mann kjörinn vestra, en ólíklegt er að fikt í tölvuhakki hafi ráðið úrslitum í forsetakosningunum í haust.

Hið óánægða verksmiðjuverkafólk, sem misst hefur vinnuna á undanförnum árum í ríkjunum í ryðbeltinu svonefnda þar sem stolt og þungamiðja yfirburða iðnaðarveldis BNA áttu einstæðan blómatíma fyrir hálfri öld, hefði kosið Trump hvort eð var.  

Fleiri leikir í taflinu í formi refsiaðgerða eru til þess gerðir að koma Trump í óþægilega stöðu en ekki endilega óviðráðanlega stöðu.

Forseti í stöðu "lamaðrar andar" (lame duck) hefur oft takmarkaða möguleika til aðgerða.

Það er þá helst í málum, þar sem lagaumhverfi mála, eins og til dæmis varðandi tilskipun í olíuvinnslumálum, sem byggist á gömlum lögum, sem Obama getur bundið hendur Trump.

Slíkt virðist ekki eiga við um það sem nú er í gangi vegna meintra tölvuárása Rússa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engan betri augum leit,
en hann Pútín ríka,
Trump á turn í sinni sveit,
sjóði gilda líka.

Þorsteinn Briem, 30.12.2016 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband