Fremstur meðal jafningja í frægasta sigri Íslendinga.

Enginn einn íþróttaviðburður hefur komið Íslandi eins rækilega á kortið hjá heimsbyggðinni og Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. 

Íslenska liðið fór langt fram úr væntingum með því að komast í átta liða úrslit og senda sjálfa Englendinga út úr keppninni. Að öllum líkindum frækilegasta frammistaða örþjóðar í þessari vinsælustu íþrótt veraldar. 

Í ofanálag gerðu íslenska liðið og íslenskir áhorfendur "Víkingaklappið" svonefnda heimsfrægt. 

Klappið var að vísu fengið að láni hjá skoska knattspyrnuliðinu Motherwell en íslensk varð frægð þess. 

Geir Hallsteinsson, sem tekinn var í Frægðarhöll ÍSÍ sagði í þakkarávarpi sínu að í flokkaíþrótt gæti enginn náð langt einn og sér. 

En meiri galdramann með boltann hef ég ekki séð um dagana en Geir. 

Og seint verður það sagt um botnliðið Swansea að þar lyfti frábær liðsheild Gylfa á þann stall sem hann hefur komist í ensku úrvalsdeildinni. 

Gylfi er í hópi skæðustu sóknarmanna deildarinnar ÁN þess að vera í stjörnuliði. 

Í leikjunum á EM og í undankeppni mótsins átti Gylfi einstakan þátt í velgengni liðsins með því að fórna sér algerlega bæði í vörn og sókn og vera jafnvígur á hvort tveggja. 

Fremstur meðal jafningja í liðinu. 

Sagt er að í íþróttum enginn betri en mótherjinn leyfir. Hrafnhildur Lúðvíksdóttir og fleiri í hópnum, sem valið var úr að lokum í kvöld, hefðu kannski orðið íþróttamenn ársins ef ekki hefði komið til hin frábæra frammistaða Gylfa Þórs í þeirri íþróttakeppni, sem hefur varpað skærasta ljósinu á íslenskar íþróttir, land og þjóð síðan á dögum gullaldarfrjálsíþróttamanna okkar á árunum 1946-1951. 


mbl.is Gylfi íþróttamaður ársins 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara laga nafn Hrafnhildar Lúthersdóttur

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 03:38

2 identicon

Ekki vissi ég hver Gylfi Þór Sigurðsson var eða hvaða íþrótt hann stundar þegar ég vaknaði í gærmorgun. Og hæpið að ég nái að leggja nafn hans á minnið. Eftir viku get ég sennilega ekki sagt þér hver var kosinn íþróttamaður ársins. Oft hefur verið efast um að þetta kjör, sem hefur verið kallað kjör á boltaíþróttamanni boltafréttamanna, endurspegli vilja almennings.

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 08:33

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var sjálfsagt val sem lið ársins. Við fögnum því. Það var þó enginn einn í liðinu sem skaraði fram úr á þann hátt að vera sjálfkrafa kjörinn íþróttamaður ársins. Gylfi Þór stóð sig ágætlega, skoraði eitt mark úr vítaspyrnu og átti einhverjar ágætar sendingar en ekkert mikið meira en það. Jú, og það getur verið að hann sé besti leikmaðurinn í botnbaráttuliði í ensku deildinni en afrek hans stóðu þó að baki besta árangri sem íslensk sundkona hefur nokkru sinni náð, eins og Hrafnhildur Lúthersdóttir gerði.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.12.2016 kl. 12:13

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Velja íþróttakarl ársins og íþróttakonu dagsins og málið er dautt...punktur. Þá getur fólk rifist um hvernig útvaldir klæðast við útnefninguna hverju sinni.

Ragna Birgisdóttir, 30.12.2016 kl. 13:18

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Íþróttakonu ársins átti það auðvitað að veralaughing

Ragna Birgisdóttir, 30.12.2016 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband