Bragi Árnason veðjaði á sólarorkuna fyrir löngu.

Í áhugaverðu útvarpsviðtali Ara Trausta Guðmundssonar við Braga Árnason fyrir um fimmmtán árum var Bragi eindregið þeirrar skoðunar að bein beislun sólarorkunnar væri framtíðarlausnin í orkubúskap mannkynsins. 

Hann benti á gnægð hennar, enda væri jarðefnaeldsneyti afurð sólarorku fyrri tímaskeiða á jörðinni. 

Á þeim tíma virtist þetta afar ólíkleg framtíðarsýn, svo örskammt sem nýting sólarorku var komin þá og svo örðugt sem það sýndist tæknilega að geta beislað hana. 

Bragi varð þekktur víða um lönd á áttunda áratugnum fyrir rannsóknir sínar á notkun vetnis sem orkubera, og meðal þeirra stórfyrirtækja, sem athuguðu möguleikana á að knýja bíla á þann hátt, voru Toyotaverksmiðjurnar. 

Þær hafa hafið framleiðslu á vetnisbíl og sett hann á markað en eins og er, þykir hann ansi dýr, en hins vegar mikil framför í drægi rafbíla. 

Það þótti bara drjúgt að Nissan Leaf byði upp á 24 kílóvattstundir, en nú er Renaylt Zoe kominn með 40 kílóvattstundir og Opel Ampera-e með 60. 

Vetnisbíll Tojuta hefur þó þann kost ennþá fram yfir rafknúna bíla að hafa mun lengra drægi á hverri hleðslu en í ljósi tregrar sölu hans, hefur Toyota aukið áhersluna á rafbíla og blendingsrafbíla. 

En hafi Bragi Árnason ekki reynst forspár um mikið gengi vetnisbíla virðist mun stærri og mikilfenglegri spá hans um sólarorkubyltingu vera mun nær því að rætast. 

Og stóri munurinn er að sjálfsögðu sá, að sólarorkan er beisluð beint og af sólarorku er þvílíka gnægð að finna, að aðeins þarf að beisla lítinn hluta þeirra orku sem sólin býr til á jörðinni til þess að anna allri orkuþörf mannkynsins. 

Spurningin nú sem fyrr er aðeins hvernig hægt sé að beisla hana. 

 


mbl.is Græn orka skákar jarðefnaeldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Production of energy by European Union Member State by type, 2012:

Production of energy by EU Member State by type, 2012

Þorsteinn Briem, 30.12.2016 kl. 17:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 30.12.2016 kl. 18:01

9 identicon

25 árum áður en Bragi talaði við Ara Trausta var sólarorka talin vera framtíðarlausnin í orkubúskap mannkynsins. Og upp úr 1980 voru tekin í notkun sólarorkuver sem seldu rafmagn á almennum markaði, það stærsta helmingi stærra en Búrfellsvirkjun. Á þeim tíma sem Bragi talaði við Ara Trausta var þetta hin viðurkennda framtíðarsýn, svo langt sem nýting sólarorku var komin þá og svo einfalt sem það sýndist tæknilega að geta beislað hana. Eitt stórt vandamál var, og er, að sólin skín ekki allan sólarhringinn og ekki alla daga. Ótrygg orka selst ekki á bestu verðum og nýtist aðeins sem viðbót við tryggari orku.

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 19:14

11 identicon

Einhvers staðar sá ég því haldið fram að hægt hefði verið að leysa orkuvandamálið fyrir mörgum áratugum með því að nota þórín í staðinn fyrir úran sem kjarnorkueldsneyti.

Þórin er miklu algengara frumefni heldur en úran, það er t.d. algengt í Noregi. Það er lítið geislavirkt en hægt er að virkja það sem orkugjafa með því "mata" það með nevtrónum frá geislavirku efni. 

Gerðar voru tilraunir í USA með smíði þórínofna, en þær voru stöðvaðar um 1970 vegna þess að þórín er ónothæft til framleiðslu á sprengjum. Úran nýtist hins vegar bæði til sprengjugerðar og orkuframleiðslu.

Í þóríumofnum er notað bráðið salt sem orkumiðill, í stað vatns undir háþrýstingi sem notað er í úranofnum.

Kjarnorkuslys eins og í Chernobyl og Fukushima hefðu ekki getað átt sér stað í þórínofnum.

Einhver geislavirkur úrgangur kemur frá þessum ofnum, en geislavirknin varir í nokkur hundruð ár, í stað þúsunda ára frá úranofnum.

Það mun eiga eftir að leysa ýmis tæknileg vandamál við smíði þórinofna, en helsta vandamálið er, að því að mér skilst, sú gífurlega fjárfesting sem búið er að leggja í úranofnana og tregða til að leggja þá niður.  

Helst eru það Kínverjasr og Indverjar sem að vinna að þessum málum.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband