3.1.2017 | 14:33
Hvar verða hugsanlegir "villikettir"?
Ef stjórnarmyndunarviðræðurnar núna leiða til myndunar stjórnar með aðeins eins atkvæðis meirihluta á þingi vofir hættan á því að missa meirihlutann ævinlega yfir.
Þetta þætti kannski ekki viðsjárvert í nágrannalöndum okkar þar sem löng hefð er komin fyrir minnihlutastjórnum, en samvinnuandinn á Alþingi frá því í apríl í vor hefur staðið skamman tíma miðað við áratug átakastjórnmálanna þar á undan og þess vegna liggur óvissa í loftinu.
Það hafa setið stjórnir hér á landi með minnsta mögulega meirihluta, t. d. 1967-1971, 1980-1983 og 1988-90. Aðeins einu sinni rofnaði samstaðan í stjórninni 1967-1971 þegar einn ráðherranna, Eggert Þorsteinsson, lagðist gegn einu af stjórnarfrumvörpunum.
En það frumvarp réði ekki úrslitum um stjórnarsamvinnuna.
Um áramótin 1980-81 ríkti óvissuástand þegar Guðrún Helgadóttir, Alþýðubandalagi, einn stjórnarþingmannanna, hótaði að styðja ekki stjórnina vegna máls flóttamannsins Gervasoni.
En það tókst að finna lausn á því máli.
Og þegar Nýsköpunarstjórninn var mynduð 1944 voru fimm "villikettir" í Sjálfstæðisflokknum sem ekki studdu þá stjórnarmyndun en gátu þó ekki komið i veg fyrir stjórnarmyndunina.
Miðað við ýmsar yfirlýsingar innan úr herbúðum Sjálfstæðismanna gæti orðið órói þar, en hins vegar er erfiðara að segja fyrir um þingflokkinn sjálfan, sem á eftir að taka afstöðu til hugsanlegs stjórnarsáttmála ef af verður.
Bjarni: Ytri rammi liggur fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Engir villikettir hjá Íhaldinu. Einn þúsundkall eða tveir; kisi, kisi góður!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 14:40
Engir villikettir hjá Íhaldinu. Einn þúsundkall eða tveir og kisi, kisi er þægur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 14:50
Engir villikettir hjá Íhaldinu. Einn þúsundkall eða tveir og kisi, kisi er þægur.
Jósef Smári Ásmundsson, 3.1.2017 kl. 16:53
Bara ítreka þetta. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hvar er Steini?
Jósef Smári Ásmundsson, 3.1.2017 kl. 16:59
Love and sex was waiting for,
Bjarni has a cat no more,
IceHot1,
Devil's son,
many whores he has in store.
Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 17:23
Love and sex was waiting for,
Bjarni has a cat no more,
IceHot1,
Devil's son,
many whores he has in store.
Bara að ítreka þetta.
Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 17:44
Bjarni Benediktsson smalar köttum - Myndband
Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 18:10
Villikettirnir í augum Samfylkingarmanna verða þeir sömu og í Jóhönnu stjórninni. Það verða nú þeir Sjálfsstæðismenn sem munu standa keikir gegn því að þjóðin verði með blekkingum og lygum véluð undir Brussel miðstýringuna.
Villikettirnir í Jóhönnu stjórninni voru þeir þingmenn VG sem vildu standa á sannfæringu sinni um að fullveldið og sjálfsstæðið ætti að verja.
Gunnlaugur I., 3.1.2017 kl. 20:16
„Fullveldi og sjálfstæði sem ber að verja", segir Gunnlaugur. Fullveldið sem gerði ísl. fjármálastofnunum, útrásarvíkingum og bröskurum kleyft að stela öllu steini léttara fyrir Davíðshrunið, tæma alla sjóði landsmanna, jafnvel Seðlabankinn varð gjaldþrota. Og það með aðstoð stjæornsýslu og forseta landsins. Fellveldi sem leyfir æðstu mönnum þjóðarinnar, þ.e.a.s. ráðherrum að fela auðæfi sín í skjattaskjólum til að stela undan skatti. Fullveldi sem gerir týpum eins og Big Daddy Bensa að flytja 500 millur til útlanda í hörðum gjaldeyri korter fyrir hrun. Ég gæti haldið áfram, nenni því ekki. Þetta fullveldi, þetta sjálfstæði máttu Gunnlaugur I. troða upp í rassgatið á þér.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 21:46
Þeir vilja allir þarna inn Gunnlaugur. Mér finnst milljarðurinn hans Sigurðar Inga í íslenskuna vera einhvers konar yfirbót.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.