Óhugnanleg saga. Drifkrafturinn var reiði.

Í bókinni Mein Kampf, sem Adolft Hitler skrifaði meðan hann var að afplána dóm fyrir misheppnað valdarán, lýsir hann því hvernig hann hyggist gera Þýskaland stórfenglegt á ný. 

Hann muni ekki linna látum fyrr en óréttlæti Versalasamninganna hafi verið afmáð og Þýskaland orðið að minnsta kosti jafnstórt og fyrir stríðið. 

Hitler náði ekki völdum fyrr en átta árum síðar og þá tóku menn hann ekki svo ýkja bókstaflega.

Hann fór ekki í launkofa með fyrirætlanir sínar.

Þjóðverjar þyrftu "lífsrými" í Austur-Evrópu allt til Úralfjalla því að Aríar væru ofurmenni en Slavneskar þjóðir gætu ekki stjórnað sér sjálfar og þyrftu því að verða ófrjálsir þrælar hinna germönsku yfirþjóðar og Úkraína kornforðabúr undir yfirráðum Aríanna, sem brytu sér leið til austurs (Drang nach Osten). 

Brjóta þyrfti Gyðinga á bak aftur og útrýma þeirri óværu sem þeir væru. 

Upplausn, óðaverðbólga og atvinnuleysi skóp þá reiði sem varð grundvöllur fylgisins við Hitler.

Reiði gagnvart getuleysi og spillingu embættismanna og stjórnmálamanna, kannski ekki svo ólík þeirri reiði sem nú bærir á sér og getur verið fljót að breytast í hatur.

Þegar Hitler komst fyrst í nokkurs konar samsteypustjórn þóttust bandamenn hans hafa í fullu tré við hann og litu niður á hann sem ómerkilegan kjaftask og öfgafullan lýðskrumara. 

Hindenburg forseti talaði í niðrandi tóni um austurríska liðþjálfann.

En þetta reyndist afdrifaríkt vanmat. Með því að tryggja sér innanríkisráðuneyti Þýskalands og innanríkisráðuneyti Prússlands gátu Nasistar beitt lögregluvaldi innanlands, sem tryggði Hitler alræðisvald á undraskömmum tíma.

Hitler raðaði í kringum sig jábræðrum sem voru samstíga honum á þeirri braut sem á endanum sýndi, að "Foringinn" hafði meinað allt sem hann sagði í Mein Kampf og jafnvel ríflega það.

Með skelfilegum afleiðingunum.  


mbl.is Mein Kampf nýtur mikilla vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Frábær samantekt Ómar.

Már Elíson, 4.1.2017 kl. 09:35

2 identicon

Sæll Ómar.

Seinni bókin hefur ávallt verið talin betri þeirri fyrri
(https://www.youtube.com/watch?v=Qft9UPa9TWQ)en eins og sjá má þá er hún til sem hljóðbók á YouTube.

Weimar-lýðveldið 1919-1933 skildi eftir sig
sviðna jörð í þýsku samfélagi, upplausn á öllum sviðum.

Þetta kann að vera í tengslum við þær breytingar sem virðast
vera að eiga sér stað á hinu pólitíska leiksviði.

Ekki ólíklegt að breytingar geti orðið allnokkrar í Frakklandi
og fyrirséðar í Þýskalandi á þessu ári.

Alltaf gott að minnast góðra um jól og áramót!

Húsari. (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 16:18

3 identicon

meinað? ☺

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 16:29

4 identicon

Sæll Ómar.

Vissulega réttmæt athugasemd hjá Herði.

Þú hefur í mörgum pistlum notað orðið
'stórfenglegt/stórfengleg' í samböndum þar sem hefði farið betur
á að tala um 'stórveldi'.

Virðist sem ensku orðin 'great again' ráði mestu um
að rangt orð er valið í stað þess sem við á.

Hitler sá fyrir sér að Þýskaland yrði stórveldi og gott betur
því oftar en ekki talaði hann um þúsundáraríkið sem auðvitað
var bein tilvísun til Alexanders mikla.

Er prófarkalesarinn enn að jafna sig eftir nýársfagnaðinn?!

Húsari. (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband