Hvað er svona voðalegt við þjóðaratkvæðagreiðslur?

"Þjóðaratkvæði er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins" segir formaður hans nú.  Sami maður lýsti því þó skorinort fyrir fyrir rúmum þremur árum að hann væri mjög opinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum og hlynntur þeim. 

Ekki liðu þá nema nokkrir mánuðir þangað til sami maður sagði að þjóðaratkvæðagreiðsla um það, hvort halda skyldi aðildarviðræðum opnum við ESB, væri pólitískur ómöguleiki. 

Ef ekki væri 26. grein stjórnarskrárinnar um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu þegar forsetinn notaði málskotsrétt sinn, hefði aldrei farið fram bindandi atkvæðagreiðsla á lýðveldistímanum í bráðum 73 ár. 

Það fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrá stjórnlagaráðs 20. október 2012 með afgerandi úrslitum, og á þessu ári á sú atkvæðagreiðsla fimm ára afmæli án þess að votti fyrir því að stjórnmálamennirnir skilji neitt eftir sig í því máli.  

Það blasir við að í raun er málum kyrfilega þannig fyrir komið hér á landi, að aldrei fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla á vegum þjóðþingsins. 

Vinstri græn lögðu fram tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun 2003 en þingið felldi hana. 

2009 lagði þáverandi stjórnarandstaða fram tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort farið skyldi í aðildarviðræður við ESB og sömu Vinstri grænir vildu það ekki. Stjórnarmeirihlutinn á þinginu tók það ekki í mál.

2013 lagði var þessi stjórnarmeirihluti orðinn að stjórnarandstöðu og lagði fram tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um sama mál, nokkuð sem þessir flokkar aftóku 2009, en þá brá svo við að þeir sem lögðu fram tillöguna 2009 lögðust alfarið gegn slíku.

Umskiptin voru alger og önnur kúvendingin í þjóðaratkvæðagreiðslumálum á einum áratug hjá Vinstri grænum. 

Stór hópur íslenskra kjósenda fagnaði í sumar tvísýnum úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um úrsögn úr ESB og einkum því, að enda þótt breska þingið gæti lagatæknilega komið í veg fyrir Brexit, stóð það að sjálfsögðu ekki í vegi fyrir því. 

Í því landi virtu menn það að vald þingsins komi frá fólkinu og starf þingmanna sé að framkvæma vilja þjóðarinnar, en ekki öfugt. 

Sami hópur íslenskra kjósenda sem fagnaði Brexit, má hins vegar ekki heyra það nefnt að þjóðaratkvæðagreiðsla megi ráða því hvort ESB-umsóknarferli verði sett af stað hér á landi. 

"Þú ert sjálfur Guðjón inn við beinið" var sungið hér um árið.  Nú mætti syngja: "Þú ert Ragnar Reykás inn við beinið." 

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október 2012 var yfirgnæfandi vilji fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs um beint lýðræði, náttúru og auðlindir, yrðu lögfestar, sem og stjórnarskráin öll.  

Alþingi hefur í raun sniðgengið þetta þrátt fyrir allan fagurgalann hjá einstökum þingmönnum eins og BB, um að þeir væru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslum og opnir fyrir því að greiða þeim götu. 

Í tillögum stjórnarskrárnefndar voru ákvæðin um sjálfbæra þróun og önnur lykilatriði útvötnuð svo mjög að þau urðu gagnslaus og málinu þar með drekkt. 

Málið er á sama stigi og eftir Þjóðfundinn 1851, en Þjóðfundurinn var sérstaklega kjörið íslenskt stjórnlagaþing, sem átti að setja þjóðinni íslenska stjórnarskrá.

Biðin eftir henni hefur nú staðið í 165 ár.

Trampe greifi stöðvaði málið þá. Nú eru greifarnir margir og sumir þeirra sægreifar.   

Og spurningin er: Hvað er svona voðalegt við þjóðaratkvæðagreiðslur? Hvað er svona voðalegt við það meginatriði vestræns lýðræðis að valdið eigi að koma frá þjóðinni?  

 


mbl.is Þjóðaratkvæði ekki stefna flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Arnarson

Ómar, það er ekkert að þjóðaratkvæðagreiðslum nema ef þær eru án tilgangs, eins og þjóðaratkvæðagreiðslan sem á að skera úr um það hvort halda eigi áfram viðræðum við samband sem hefur engan samningsvilja, eins og sýndi sig í makríl deilunni, og samband sem níðist á smáríkjum, eins og sýndi sig þegar ESB skilaði inn séráliti til EFTA um að íslenskur almenningur ætti að borga skuldir óreiðumanna.

Valur Arnarson, 3.1.2017 kl. 01:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Píratar vilja að það ráðist í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði lokið með samningi sem kosið yrði um í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Stjórnmálaflokkarnir eigi sem sagt ekki að ráða því.

Og harla einkennilegt að halda því fram að það yrði hugsanlega ekki raunhæft eftir næstu alþingiskosningar, ekki síst af manni sem barist hefur fyrir því að kjósendur ráði því sjálfir hvort hér á Íslandi verði kosið um mál í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Á síðasta kjörtímabili samþykkti meirihluti Alþingis að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu án þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sótt yrði um aðildina en kosið yrði um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Steini Briem, 5.10.2015

Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 01:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 01:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 02:00

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 02:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 02:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til­raun­ir kín­verska fjár­fest­is­ins Huangs Nu­bos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hef­ur jörðin verið aug­lýst til sölu á Evr­ópska efna­hags­svæðinu."

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.

Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 02:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 02:06

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 77-79:

"Varanlegar undanþágur og sérlausnir:"


"Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í ríki sem sækir um aðild að Evrópusambandinu er reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir.

Eitt þekktasta dæmið um slíka sérlausn er að finna í aðildarsamningi Danmerkur árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur."

"Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku."

Í þessu tilviki "er í raun um að ræða frávik frá 56. grein stofnsáttmála Evrópusambandsins, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns."

"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að Evrópusambandinu hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar sambandsins og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum, sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkjanna [í þessu tilviki einnig Danmerkur]."

Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 02:07

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 02:08

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 02:09

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 3.1.2017 kl. 02:09

13 identicon

um stjórnarskrárkosnínguna. gerir nú ómar ekki nokkuð mikið úr henni. um hvað var kosið það var ekki kosið um nýja stjórnarskrá heldur hvort eigi að leggja tilögur stjórnlagaráðs til grundvallarjafn góður íslenkumaður og ómar er á að vita það að til grundvallar þýðir til viðmiðunar. svo menn voru ekki að kjósa um nýja stjórnarskrá, í framhaldinu gætu stjórnvöld lagt fram tilögu um að gamla stjórnarskráin sé enn í gildi það væri líka í samræmi við kosnínguna. orðheingilsháttur athvæðagreiðslunar var slíkur að ráðuneitistjóri hennar hátignar " já ráðherra " hefði verið stoltur af. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 07:29

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Víst hefur þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB tilgang. Hún sker úr um vilja þjóðarinnar til að ganga í ESB eða ekki. Ef atkvæðagreiðslan fer á þann veg að þjóðin hafni inngöngu( sem flestar skoðanakannanir benda til), þá þarf ekki að ræða það mál frekar og í staðinn hægt að leggja áhersluna á að finna leiðir til að sporna við þeim göllum sem lítill gjaldmiðill hefur ( sveiflum) og finna leiðir til að vextir hér á landi séu sambærilegir og á meginlandinu. Því það er ekki nóg að vera bara á móti. Það þarf líka að benda á færa leið í staðinn. En það er ófær leið að fara gegn þjóðarviljanum og þessvegna á að kjósa. Það væri t.d hægt samfara næstu bæjarstjórnarkosningum. 

Jósef Smári Ásmundsson, 3.1.2017 kl. 07:45

15 identicon

Valur,

ætlar þú eða einhver stjórnmálaflokkur að ákveða hvort einhver þjóðaratkvæðagreiðsla hafi tilgang eða ekki, á það að vera geðræðisleg ákvörðun einhvers stjórnmálamanns hvort að þjóðin eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki..?. Ef um það næst þverpólitísk samstaða á þingi, að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðinni leift að ráða, þá er það hið besta mál.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 08:32

16 identicon

Af hverju heyrist hvorki hósti né stuna frá stjórnmálamönnum yfir því að 30 manns missi heimili sitt og 50 manns starfið sitt á Stokkseyri?  Hvað segja þingmenn Suðurlands?  Eru þeir of uppteknir við að ræða stjórnarskrána?  

http://www.ruv.is/frett/vill-ekki-flytja-af-kumbaravogi

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 09:14

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir orð Elínar --- og Kristins Briem!

Hve oft er Steini frændi hans búinn að birta hér þessi raðinnlegg sín?---hvimleið, kjánaleg, ESB-þæg og blekkjandi.

Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 10:08

18 identicon

Hvað segir Sigurður Ingi?  Fólkið vill búa á Kumbaravogi.  Skilur hann ekki íslensku?  Þarf hann að fá tvo milljarða til að skilja mælt mál?

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/12/31/islenskt-tunga-ma-ekki-deyja-ut-milljardur-lag-upphaed-thegar-haft-er-i-huga-hvad-i-hufi-er/ 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 12:03

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Staðan í stjórnarskrármálinu segir allt sem segja þarf:  Eftir rúmlega fjögur ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur engu verið áorkað af hálfu þingsins í málinu. 

Ómar Ragnarsson, 3.1.2017 kl. 12:08

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jafn-ágætur og þú ert, Ómar, og að verðleikum vinsæll, þá átta ég mig ekki á því, hve einfaldur þú getur verið á stundum, eins og í þessu ESB-þjóðaratkvæðis-máli.

 

Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að fara EKKI í þjóðaratkvæði um þetta mál:

1. Með því yrði okkar litla þjóð leiksoppur útþenslubaráttu stórveldis sem er 1580 fólksfleira en við Íslendingar og er a.m.k. mörghundruð sinnum ríkara heldur en okkar litla lýðveldi.

2. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins og leiðandi í nýrri ríkisstjórn yrði settur í þá aðstöðu þurfa að fara út í að undirbúa þjóðaratkvæði og aðildarviðræður (samlögunarviðræður) sem flokksmenn hans hafa engan áhuga á ––– og í þá aðstöðu að halda áfram að sólunda hundruðum milljóna í þessa þarflausu vitleysu.

3. Þjóðaratkvæðagreiðslan ein út af fyrir sig kostar örugglega hátt í þrjú hundruð milljónir króna. Nóg er af öðrum brýnni verkefnum, t.d. að hjálpa um 50 Stokkseyringum sem nú missa vinnu sína vegna lokunar Kumbaravogs-heimilisins.

4. Afspyrnuléleg frammistaða og ástand ESB er ekki til að hrópa húrra fyrir, og evran er veikari nú en okkar gjaldmiðill, Brexit veikir Evrópusambandið, Bretar, okkar helzta viðskiptaþjóð, á leiðinni út. Andlegur faðir eða hugsjóna-afi þessa flokks þíns, Ómar, sjálfur Jón Baldvin Hannibalsson, segir engan æða inn í brennandi hús, en þannig lýsir hann ástandi þessa stórveldis. (Sjá: Jón Baldvin Hannibalsson afhuga Evrópu­samband­inu: "Það þýðir ekkert að tala um að ganga inn í brenn­andi hús!")

5. Þá er ég sammála Guðmundi Ásgeirssyni, valinkunnum Moggabloggara og baráttumanni gegn Icesave, sem ritar: "Þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta hefur þegar farið fram, þegar stjórnarskráin var samþykkt með 98,5% atkvæða árið 1944. Samkvæmt henni er aðild Íslands að Evrópusambandinu óheimil." ---Færa má nánari rök fyrir þessu.

6. Ef niðurstaða þjóðaratkvæðis yrði sú, að ESB-sinnar merðu þar nauman meirihluta, þá er borðleggjandi, að það hefði þá gerzt vegna þess að áhrif og peningaaustur Evrópusambandsins (m.a. í 5 milljarða IPA-styrki, ferðastyrkir til fjölda manns til að berja augum Útópíuna í Brussel, yfir hálfs milljarðs fjáraustur í "Evrópustofu" og allar mútugreiðslurnar í heild (auk þess, sem búast mætti við að auki í aðdraganda slíks þjóðaratkvæðis), hefðu ráðið þar úrslitum: haft þar afgerandi áhrif til þess að nægur meirihluti, rétt yfir 50% hefði náðst fyrir ESB-hagsmunina. En við þurfum ekki þetta einfalda "lýðræði" hér, með klofna þjóð sem afleiðingu (þjóð gegn þjóð í raun), heldur ÞJÓÐRÆÐI: að í engu verði haggað við undirstöðum þess lýðveldis, sem þjóðin kaus, ásamt stjórnarskrá þess, 1944, nema það sé gert í virkilegri þjóðarsátt, með 75-80% meirihluta. 

Það er fráleitt að gefa 50,02% þeirra, sem mæta á kjörstað, heimild til að bylta þjóðskipulaginu og  ráða niðurlögum lýðveldisins í núverandi mynd og m.a. hrifsa allt æðsta löggjafarvald hér úr höndum Íslendinga! -- nánar hér: http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/2185491/

Vertu svo blessaður, og gleymdu ekki þjóðerninu í öllum þessum þönkum þínum.

Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 12:33

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Innlegg Steina Briem hér kl. 02:09 um lánskostnað vegna 20 millj. kr. íbúðarláns hér og í Noregi og Danmörku er ARGASTA LYGI.

Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 12:42

22 identicon

Jón Valur málefnalegur að venju...:)

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 15:17

23 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þú gefur þér það Jón Valur að þessi atkvæðagreiðsla fari þannig að JÁ- sinnar verði ofaná. Hvað veldur því? Ég held að meirihluti þjóðarinnar sé á móti aðild. En burtséð frá því segir færslan hjá þér eitt: Það verður að hafa vit fyrir fólki sko það skaði sig ekki. Eigum við ekki bara að banna kosningar í landinu?

Jósef Smári Ásmundsson, 3.1.2017 kl. 16:13

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rökheldur, skulum við bæta við, og á ég þá við lengra innleggið frá mér, kl. 12.33, en hitt viðurkenni ég, að hér hef ég ekki lagt fram rökin fyrir innlegginu stutta kl. 12.42. Þau eru þó sannarlega til.

Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 16:14

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þarna var ég að svara Helga Jónssyni, áður en Jósef skauzt hér inn.

En Jósef ætti að virða rök mín, t.d. augljóslega nr. 1, 2 og 3. Hann á ekki að líta þetta svona óábyrgum augum, eins og það sé bara sjálfsagðasta mál að halda áfram þrasi og narti við land okkar og sjálfstæði í stað þess að snúa okkur að verkefnum dagsins, sem eru ærin.

Vertu heill, Jósef, og stattu með lýðveldinu gegn þessu sífellda einelti stórveldissinnanna.

Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 16:22

26 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Að sjálfsögðu á maður að líta á þetta ábyrgum augum Jón Valur en lýðræðið er nr. 1,2og 3 hjá mér. Lýðræðið getur í einstökum tilfellum verið hættulegt en þegar yfir heildina er litið er það besti kosturinn. Ég er ekki hræddur við lýðræðið og treysti þjóðinni til að taka rétta ákvörðun, bæði þegar um þessa inngönguákvörðun er að ræða og líka , ef svo horfir, að taka ákvörðun um samninginn ef/ þegar hann kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu. Stattu með lýðræðinu Jón.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.1.2017 kl. 16:52

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þjóðræði í grundvallarmálum er betra en það "lýðræði" sem oft verður að  skjótum ávinningi frakkra upphlaupsmanna með ærin fjárráð eða auðveldan aðgang að áhrifamiklum fjölmiðlum. Ég hef ekkert í princípinu á móti þjóðaratkvæðagreiðslum, en það er engin knýjandi ástæða til slíkrar í þessu máli á þessu kjörtímabili.

Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 17:43

28 Smámynd: Már Elíson

Jósef - Þú biður JVJ ekki um að standa með lýðræðinu. Hann er dæmigerð rassasleikja Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki efni á því. - Lestu sjúklegt pár hans í hvívetna og sjáðu hvar hann er staddur. - Lestu það, en þú veist að hann þolir ekki sannleika og strikar öll þín komment út. JVJ er heigull og úlfur í sauðagæru. 

Már Elíson, 3.1.2017 kl. 18:12

29 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þú verður nú að skilgreina þetta nýyrði" þjóðræði". Hvernig virkar það? Er þetta ekki það sama og lýðræði? 

Jósef Smári Ásmundsson, 3.1.2017 kl. 18:12

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lestu betur, Jósef, skilgreiningu mína í 5. lið innleggs míns kl. 12.33. Og ég tek fram, að ég er gamall lærisveinn hugsuðarins ágæta Halldórs Jónassonar frá Eiðum og hugmynda hans um þjóðveldisstefnu. En vissulega hef ég ekki staðið í stað í þeim ramma.

Már þessi hér fyrir ofan hefur í ítrekuðum árásum sínum komið mér einna helzt fyrir sjónir sem hatursmaður minn. Og vitaskuld fer hann hér með fleipur. Ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum þegar meirihluti þingmanna hans með Bjarna Benediktsson í forystu sat hjá í atkvæðagreiðslu um 1. (endurskoðaða) Icesave-frumvarpið (fyrirvarafrumvarpið), og ég skulda lífsfjandsamlegum FLokknum ekki atkvæði mitt, en vitaskuld getur BB og hans mörgu ágætu flokksmönnum oft ratazt satt orð á munn, en ég ábyrgist það ekki um Má þennan.

Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 18:48

31 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þessi skilgreining stenst ekki Jón Valur. Stjórnarskráin er í sífelldri endurnýun. Það er ekkert í henni sem bannar alþjóðasamninga, ekkert í henni sem bannar þjóðaratkvæðagreiðslur og eins og þú kannski gerir þér grein fyrir þá er heimurinn í kring um okkur í stöðugri endurnýun og þróun. Það er ekkert til sem heitir þjóðræði, ekki nema þetta sé eitthvað sem þið hafið fundið upp hjá þjóðfylkingunni af því að þið eruð svolítið svekktir yfir lýðræðislegu niðurstöðunni í haust. Meginreglan í lýðræði er að meirihluti eigi að ráða og sú niðurstaða verður ekki ljós nema kosningar eigi sér stað. Þessvegna á að kjósa. Með því að banna kosningar eða koma í veg fyrir meirihlutavilja er verið að brjóta stjórnarskrána sem byggir á lýðræði. Og þá er búið að koma á fordæmi sem gæti leitt til einræðis.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.1.2017 kl. 19:08

32 identicon

Merk orð guðfræðings eins sem hér párar; "Hve oft er Steini frændi hans búinn að birta hér þessi raðinnlegg sín?---hvimleið, kjánaleg, ESB-þæg og blekkjandi.". p Þá væri vert að spyrja hvers marga haturspistla til viðbótar þeim sem hann hefur nú þegar ritað um SJS og JS.

Auðvitað á svo að kjósa um áframhaldið. Ekki láta örfáa ólýðræðislega íhaldssinna stjórna því.

Verða kostir við inngöngu í ESB og líka gallar. Fáum þá á borðið og kjósum þá aftur um endalega inngöngu.

Á meðan er hér dælt 130 milljörðum í landbúnðarkerfi, án nokkurra aðkomu fulltrúa neytenda.

Það styðja íhaldssinnar.

Sigfús (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 09:44

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aldrei hef ég skrifað haturspistla. Aldrei hefur t.d. Ómar borið mér það á brýn. En mér sýnist Sigfús ekki hika við að rógbera mig.

Oft hef ég gagnrýnt Stgr.J., en með gildum rökum vegna Icesave og ESB-svikanna. Að Sigfús ESB-sleikja fyrtist, er hans vandamál. Og auðvitað gagnrýna mjög margir Jóhönnu. Dómur kjósenda er líka skýr.

Augljóst ómark er að svari Jósefs.

Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 10:41

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aldrei hef ég verið dæmdur fyrir eitt né neitt. Aldrei hefur neinn í umræðunni (t.d. stjórnmálamenn) höfðað mál gegn mér fyrir meiðyrði, og hef ég þó skrifað í dagblöð og víðar í meira en hálfa öld og á síðustu áratugum mjög víða á netinu.

Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 11:17

35 identicon

Kyndugt að sjá guðfræðing og skjólstæðings ljósvakamiðils er rímar við flögu, hér kvarta yfir fjölda færslna en er sjálfur búinn að skrifa um 139 , nákvæmlega eins pistla um þau skötuhjú, JS og SJS.

En sumir sjá bara ekki tréframleiðsluna sem fer fram í þeirra eigin augum.

Svo sannar hann enn á ný tvískinnungshátt sinn hér, kvartar og kveinar yfir því að vera títtnefndur en fer hér á himnaskautum og kallar þá sem svara honum beint svona ; "Sigfús ESB-sleikja fyrtis".

Minni á að téður guðfræðingur stýrir 7 blogg síðum og lokar þar á mann og annan ef þeir svara honum líkt og hann kallar menn hér.

Skömm hans sé mikil, að mínu mati.

Sigfús (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 12:10

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílíkur lygalaupur ertu, Sigfús! Ertu ekki bara ótíndur götustrákur?

1) Hann ritar hér algerlega út í bláinn um mig: "en er sjálfur búinn að skrifa um 139 , nákvæmlega eins pistla um þau skötuhjú, JS og SJS."

Argasta þvæla og ekki minnsti fótur fyrir þessu!!! En það er ágætt að sjá hann gengisfella sig þannig með gersamlega ósannaðri og ósannanlegri fullyrðingu, enda er það ekki háttur minn að endurbirta greinar eftir mig nema í undantekningatilfellum (hef t.d. endurbirt ýmsar gamlar blaðagreinar mínar á jvj.blog.is og fáeinar á lifsrettur.blog.is, en greinar um Steingrím og Jóhönnu eru ekki þar á meðal, enda hef ég jákvæðari áhugamál en svo).

Já, þú FYRTIST, Sigfús, sýnist mér, þegar ég anda á þetta Evrópusamband þitt, engin ástæða til að draga úr því. Og þessi andstaða þín við lýðveldið og hrifning af stórveldinu kemur mér fyrir sjónir sem sleikjuháttur.

2) Þá ritar Sigfús hér: "Minni á að téður guðfræðingur stýrir 7 blogg síðum og lokar þar á mann og annan ef þeir svara honum líkt og hann kallar menn hér."

Sami Sigfús er nú farinn að beita sér á Útvarpi Sögu (t.d. bæði í gær og í dag, er þá líklega orðinn "skjólstæðing[ur þess] ljósvakamiðils" skv. talsmáta sínum hér ofar), og hvað gerði hann þar af sér í morgun? Jú, hann LAUG þar upp á mig meðp enn grófari hætti en hér á síðunni, sagði að ég hefði "útilokað [hann] af öllum sjö vefsíðunum" sem ég hafi haft með að gera! Það rétta er, að hann er útilokaður á tveimur þeirra: á mínu aðalbloggi (jonvalurjensson.blog.is) og á Fullveldisvaktinni.

Mínar eigin vefsíður:

1) Aðal-Moggablogg mitt (maí 2006-, elzta bloggsíða mín, orðin hátt í ellefu ára og fekk strax frá upphafi mjög margar árásir og sumar þeirra svæsnar; lét ég ýmsar þeirra standa, höfundunum sjálfum til háðungar, enda svarað þá af mér, en suma þá grófustu varð ég að loka á). Þrír menn eru þar á meðal sem einnig eru bannaðir á einhverri annarri vefsíðu minni eða félaga sem ég tengist: Sigfús Ómar Höskuldsson og Vantrúar-mennirnir Ó.J. og M.Á., fv. form. Vantrúar.

2) Lífsréttur, upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál, er fyrirtæki í minni eigu (stofnað 1987) og heldur úti síðunni lifsrettur.blog.is frá júní 2012: Þar eru ENGIR bannaðir notendur og engar IP-tölur bannaðar.

3) jvj.bloggið (okt.2012-): ENGIR bannaðir notendur, en þrjár IP-tölur. Sumir innleggjarar eru þar ekki skráðir Moggabloggarar og birtast jafnvel ekki með nafni eða bara með skírnarnafni, en ekki er lokað á þá nema þeir brjóti gróflega gegn tilkynntum skilmálum innleggja.

ENGIR bannaðir notendur eru sem sé á tveimur af þessum þremur bloggsíðum mínum.

Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 13:56

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Moggabloggvefir samtaka sem ég og aðrir höfum skrifað á:

4) Kristin stjórnmálasamtök (nú með 17 félagsmenn) stofnuðu nánast strax í upphafi Krist.blogg.is og hafa rekið það frá marz 2007, í hartnær áratug eða nær 3.600 daga. Einungis FJÓRIR eru þar bannaðir (dulnefnið "Blaðamenn Foldarinnar", einnig M.Á., Ó.J., fyrrnefndir, og E.K.Á.) og fimm IP-tölur. Já þessi vefur verður orðinn tíu ára eftir tvo mánuði! Kallar Sigfús þetta mikla ritskoðun? 

5) Þjóðarheiður, samtök gegn Icesave (yfir 80 manna samtök), stofnuðu til Moggabloggsins thodarheidur.blog.is í marz 2010, fyrir nær sjö árum, en sá vefur var mjög virkur í varnarbaráttu landsmanna 2010-2013 og margir sem áttu þar greinar, m.a. við Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur o.fl. í stjórn og utan stjórnarsamtakanna. Aðeins TVEIR innleggjarar eru þar bannaðir: "Skeggi Skaftason" (dulnefni) og "Sleggjan og hvellurinn" og níu IP-tölur.

6) Fullveldisvaktin er Moggablogg Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, hafa haldið úti þessum bloggvef, fullveldi.blog.is, frá apríl 2012, í nær hálfan áratug, og allmargir átt þar greinar og líklega flestar við Gústaf Adolf Skúlason. Þar eru einungis TVEIR innleggjarar bannaðir ("Óskar" og einmitt þessi Sigfús Ómar Höskuldsson) og sex IP-tölur.

7) Íslenska þjóðfylkingin hóf 2. okt. 2016 Moggablogg á thjodfylking.blog.is, og þar eru ENGIR bannaðir notendur. Orðið er frjálst hjá Þjóðfylkingunni eins og reyndar á öllum þessum vefjum fyrir a.m.k. 99% áhugasamra!

Alls hafa þá samtals 8 aðilar (þar af 2-3 undir dulnefni) verið bannaðir á einni eða annarri af vefsíðum þriggja þessara fjögurra félaga, og þrír í þessum hópi eru líka bannaðir á mínu aðalbloggi.

 

Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 14:20

38 identicon

Er nú farið um guðfræðinginn þegar saumað er að honum.

Ætli ég þurfi nú að biðjast forláts að hafa hringt inn á þann miðil sem guðfræðingurinn á sitt skjól ? Er sá miðill einungis fyrir hann og hans líka ?

Gott að sjá á hvað mörgum stöðum hann kýs að loka á mig. Aðalspuringin hlýtur að vera hvers vegna. Er það kannski vegna þess að þar hefur hann verið minntur á sín eigin orð, eins og að það hafi verið eðlilegt að launamenn tækju á sig gengisfall krónunar árið 2008 ? Eða núna í des þegar hann fordæmi skattahækkanir á þá sem eiga mest ? Sannur auðvaldsvinurinn þessi guðfræðingur, að mínu mati.

Svo gleymir hann að telja upp alla þá til viðbóta sem hann hefur nú lokað á. Sé til dæmis að hann nefnir ekki Sigurð nokkurn Grétarsson, þann sem guðfræðingurinn hefur oft gert þarfir sýnar yfir vegna stjórnmálaskoðuna hans.

Þannig listinn er alls ekki tæmandi hér að ofan, enda þekkir guðfræðingurinn ekki mun á sannleika og öðru verra, þegar kemur að rökhyggju hans. 

Staðreyndin er einfaldlega þessi, guðfræðingurinn á það til að fara villu vegar í sínum málflutningi, hann má það. Hann þolir hinsvegar illa að honum sé snýtt (líkt og frábær forseti vor gerði honum þann grikk í innhringitíma rétt fyrir kosningar á einkamiðli guðfræðingsins) þegar hann veður í villu.

Þá kallar þann sama nöfnum en þolir illa að það sé gert við hann sjálfan. Menn sem vilja tjá sig, verða að þola það að þeim sé svarað. Það þolir guðfræðingurinn illa og ætti því að endurskoða þátttöku sína þar.

Svo bið ég guðfræðinginn velvirðingar á að hafa hringt inn á hans einkamiðli. Mun reyna að gera það oftar.....

Sigfús (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 14:37

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alveg rétt, að hinn orðhvati ESB-sinni, Icesave-samninga-verjandi og Ísraels-andstæðingur Sigurður M. Grétarsson er einn þeirra sem fóru yfir strikið á aðalbloggi mínu á þeim tæpu ellefu árum sem ég hef haldið því úti, en það var ekki fyrr en hann hafði skrifað þar hjá mér árum saman, og hann er ekki í bannhópi á öllum hinum sex vefjunum.

Ég hef ekki sagt hér eitt orð ósatt, ólíkt Sigfúsi, eins og fram er komið, og samt bætir hann hér við: "Gott að sjá á hvað mörgum stöðum hann kýs að loka á mig" --- en þeir eru einungis TVEIR AF SJÖ. En engum helzt það uppi að fara með rógsherferð gegn mér og mínum hugsjónum á Moggabloggi mínu.

Útvarp Saga hefur aldrei verið "einkamiðill" minn, ég á ekki krónu í því útvarpi og hef aldrei átt, en þetta er verðugur þjóðfélagsvettvangur þar sem hundruð manna a.m.k. hafa fengið að tjá sig, ólíkt RÚV, sem hefur mestallan sinn útsendingartíma lokað á raddir hlustenda, sem þó eru taldir nógu góðir til að borga þangað um 3.500 milljónir króna árlega!

Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 15:01

40 identicon

Sem fyrr, þá þarf að reka ofan í guðfræðinginnn þegar hann segir ekki rétt frá.

Svo það sé tekið enn og aftur fram, þá er víst lokað á mig, og ábyggilega mun fleiri á ÖLLUM þeim vefjum sem hann þylur hér upp.

Hann hinsvegar velur að segja ekki frá afhverju það er loka á suma og aðra ekki. Líklega verður einn að standa á skoðun sinn, að guðfræðingurinn lokar á þá sem eru honum ósammála og svara honum en yfir þessu kýs guðfræðingurinn að þegja örþunnu hljóði.  Svei því bæði aftan og framan.

Hvort svo tækni sé að flækjast fyrir guðfræðingunum er svo hans að leysa úr. Allaveg er ég búinn að kannna hjá Þjóðfylkunni hjá þeim sem þar ráða og þar á ekki að loka á neinn. Greinilegt að guðfræðingurinn ræður ekki við sig þar

Ef ljóavakamiðillin er ekki þinn, hættu þá að gráta yfir þeim sem þangað hringja og tjá sig. Oft var þörf, klárlega nauðsyn.

Svo endar guðfræðingurinn á því sem hann er frægur á endemum, að færa mál sitt yfir í annað. Nu er vaðið með eineltisskrif sín um RÚV með því að þylja upp hvað margar milljónir (réttilega) eru settar þangað.

Þetta er kallað að drepa málum á dreif en guðfræðingnum verður ekki sú kápan úr klæðinu. 

Hér er verið að ræða meinta hræsni hans þegar hann gagnrýnir menn fyrir að skrifa oft um ákveðið mál þegar hann gjörir það sama í hatursskrifum (og endurnýttum) sínum um þau JS og SJS.

Einnig verið að vísa til þess að hann kýs að loka á þá á þeim 7 vefjum sem hann stýrir af þóttafullum ástæðum sem hann kýs ekki að greina hér frá.

Sem fyrr.....hræsni.is

Sigfús (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 15:39

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enn lýgur Sigfús eins og honum sé borgað fyrir það.*

Er honum kannski borgað fyrir það?

* Ég taldi 12-13 lygar hans í innlegginu kl.15.39.

Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 15:51

42 identicon

Ég þigg greiðslur, já en fyrir mitt starf.

Að reka ofan í þig vitleysisganginn geri ég frítt og með glöðu.

Hverjar eru lygarnar ? 

Nefndu eina án þess að draga fram huglægt á þeim, það hlýtur hámenntaður guðfræðingurinn, á reikning þjóðarinnar, að geta gert.

Ekki henda fram hinu og þessu án þess að rökstyðja.

En get ég ekki tjáð mig inn á neinum af þeim síðum sem guðfræðingurinn kýs að reka sem sínar eigin.

Enn er ósvarað, afhverju guðfræðingurinn kýs að henda þeim út sem honum kýs á sínum eigin forsendum.

Sigfús (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 16:17

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigfús Ómar Höskuldsson getur ssm Moggabloggari tjáð sig A) á tveimur af þremur Moggabloggum mínum og B) á þremur af fjórum Moggabloggum félagasamtaka sem ég á aðild að. Allt annað er fals af hans hálfu.

Almennt gildir sú regla á Moggabloggum, að þar er annaðhvort ákveðinn umræðutími í gangi (gjarnan einn sólarhringur til ein vika) eða þær hreinlega  lokaðar athugasemdum (t.d. bloggsíða próf. Hannesar Hólmsteins). Það síðastnefnda á ekki við sem almenn regla um nein af þessum 3 + 4 Moggabloggum sem ég á aðild að, því að þar eru alls staðar umræður (ólíkt ekki aðeins dr. Hannesi, heldur t.d. öllum vefgreinum á Ruv.is, rétt eins og almenningi er heldur ekki frjálst að tala í opnum þáttum á RÚV nema örstutt í ca. 10 mín. löngum innhringiþætti einu sinni á dag síðdegis á virku dögunum á Rás 2, og vitaskuld er alveg við hæfi að nefna þessa lokun Rúv gagnvart gagnrýnis- eða athugasemdaröddum í þessu samhengi, enda auglýsir stofnunin sig sem "þjóðarútvarp" og "í almannaþágu" og er kostuð af öllum almenningi, ólíkt t.d. bloggsíðum okkar Ómars Ragnarssonar).

En Moggabloggsíðurnar eru, sem fyrr segir, með mislöngun, forstilltum umræðutíma. Eftir lok umræðutímans getur jafnvel síðuhafi sjálfur (t.d. ég eða Ómar Ragnarsson) ekki lagt inn athugasemd á eigin bloggfærslu, nema farið sé inn í stjórnborðið til að lengja þar umræðutíma allra.

Þá er einnig hægt að forstilla birtingafrelsið þannig, að annaðhvort megi

1) allir skrifa athugasemdir og þá jafnvel undir dulnefni eða með einu tilteknu skírnarnafni (sem gæti þá verið rangt, en á eftir stendur þá: "IP tala skráð")

eða 2) að innleggjarar athugasemda þurfi að vera skráðir Moggabloggarar. Þessi síðarnefndi birtingar-valkostur er t.d. reglan á aðalbloggi mínu (jonvalurjensson.blog.is) og er góður til að koma í veg fyrir, að nettröll hafi frjálsan aðgang að bloggsíðumtil að skíta þar út mann og annan eða halda uppi óstaðfestum lygaáróðri. En með þessum hætti birtast allar athss. Moggabloggara þar jafnóðum, án þess að síðuhafi geti haft nein áhrif á það fyrir fram, nema hann hafi bannað viðkomandi innleggjara (eins og gert hefur verið við Sigfús á Moggabloggi mínu og á Fullveldisvaktinni).

En ég hef þó ekki gert það að skilyrði á öllum þessum vefsíðum, að þar megi einungis innskráðir Moggabloggarar skrifa. Það er líka hægt að halda burtu meiðyrðaskrifum með því að hafa þá reglu, að fyrir birtingu innleggja þurfi að samþykkja innkomnar athugasemdir í stjórnborði bloggsíðunnar (og þá fær síðuhafi líka jafnóðum tilkynningar um nýjar, óbirtar athugasemdir í netpóst sinn, svo að hægt sé að opna á birtingu þeirra sem fyrst).

Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 19:51

44 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Þessi síðastnefndi háttur er t.d. á Krist.blogginu (krist.blog.is), þar sem Sigfúsi er jafnvel heimilt sem einungis "sigfús (IP-tala skráð)" eða sem t.d. "Jóns-rýnirinn (IP-tala skráð)" eða m.a.s. sem "huldumaður (IP-tala skráð)" að senda inn athugasemdir stuttar eða langar. Og á Krist.blogginu er athugasemdartíminn stilltur á einn sólarhring. En þar gildir sem sé, skv. reglunni þar, að ALLIR (nema fjórir sem eru í banni) mega skrifa athugasemdir, allt að 24 klst. eftir að færslan hefur birzt. -JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 4.1.2017 kl. 19:58

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á jvj.blog.is mega ALLIR SKRÁÐIR MOGGABLOGGARAR (þ.m.t.. Sigfús sem slíkur, undir fullu nafni) skrifa athugasemdir í tvo sólarhringa eftir birtingu blogggreina, þó þannig, að athugasemdirnar birtast ekki fyrr en ég hef fengið tilkynningu um þær og hef samþykkt þær annaðhvort í stjórnborðinu eða í gegnum netpóst minn. Þessi regla gildir þar jafnt um Sigfús sem aðra gesti.

Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 20:05

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á Fullveldisvaktinni geta allir skráðir Moggabloggarar (fyrir utan tvo sem eru í banni, Sigfús er annar þeirra!) skráð athugasemdir í 3 sólarhringa eftir birtingu bloggfærslu, og athugasemdin birtist jafnóðum og skrifarinn sendir hana.

Á Þjóðarheiðurs-blogginu gildir almennt, að ALLIR (ekki bara skráðir Moggabloggarar) mega skrifa athugasemdir í allt að 14 (fjórtán) sólarhringa eftir birtingu vefgreinar, og þær birtast jafnóðum og þær hafa verið skrifaðar.

Á Moggabloggi Íslensku þjóðfylkingarinnar (thjodfylking.blog.is) mega ALLIR (ekki bara skráðir Moggabloggarar) skrifa athugasemdir í allt að þrjá sólarhringa eftir birtingu vefgreinar, og þær birtast jafnóðum og þær hafa verið skrifaðar. Þar hefur enginn verið bannaður, ekki frekar en á eftirfarandi bloggsetri:

Lifsrettur.blog.is, þar mega ALLIR (ekki bara skráðir Moggabloggarar) skrifa athugasemdir í allt að þrjá sólarhringa eftir birtingu vefgreinar, en fyrst þarf að staðfesta (þ.e. samþykkja) þær í stjórnborði eða í netpósti.

Mínar þrjár prívat bloggsíður, sem og samtakanna fjögurra, sem ég á aðild að, eru þannig ALLAR góð dæmi um opna, lýðræðislega umræðu. En hvergi mun vera til sá fjölmiðill eða vefmiðill á Íslandi, þar sem menn leyfi hvaða óhróðri sem er að birtast, jafnvel nafnlaust, á ábyrgð ritstjórnar eða administratora á viðkomandi vefmiðlum.

Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 20:34

47 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Enn og aftur, þetta er ekki flókið, afhverju er sá sem vill lýðræði (stundum auki....bara ef það hentar), að hægt sé ræða um hlutina, hví eru svo margir sem ekki mega tjá sig þar sem guðfræðingurinn er með lúkurnar ? Þessu er enn ósvarað.

Eins eru ávirðingar um lygar enn ósvarað hér að ofan.Í stað þess koma leiðbeingar beint af bloggsíðum MBL um hvað og hvernig eigi að umgangast bloggsíður.

Kanntu annan.

Einu sinni enn, ég kemst ekki inn á neitt af þesssum síðum sem guðfræðingurinn "stýrir". 

Ítrekað....hræsni.is

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.1.2017 kl. 20:57

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Facebókarvinur minn Sigurður Ragnarsson ritar í kvöld á opinni Facebók minni:

"Ísland sótti um aðild að ESB árið 2009, og þá máttu aðildarsinnar ekki heyra minnzt á að leggja þá ákvörðun í þjóðaratkvæði. Meira að segja var fellt, að þjóðaratkvæðagreiðsla um endanlega inngöngu yrði bindandi. Það var meðan aðildarsinnar töldu sig geta marið meirihluta á Alþingi. Nú er það nokkurn veginn sama fólk, sem getur ekki vatni haldið yfir því, að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli ekki enn hafa farið fram um það að endurnýja umsóknina. Ætli flestum sé ekki svo farið í þessu máli, að þeir sækist ekki eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, ef þeir telja sitt sjónarmið geta náð fram að ganga án hennar, og öfugt. Slík framkvæmd er dýr og niðurstaða ófyrirséð, einkum ef ESB opnar aftur fjárhirzlur sínar til að reyna að hafa áhrif á úrslit. 

Ps. Góð hugmynd hjá Jóni Val að útiloka þennan Sigfús. Svona peyjar, sem ekki hafa upp á annan fróðleik eða skemmtun að bjóða en stælur og köpuryrði, eru varla á heimasíður setjandi. Og enga sérstaka greinargerð þarf fyrir því að fjarlægja ummæli þeirra eða loka alveg á þá. Það er bara sjálfsagt hreinlæti. Góð kveðja."

    

Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 20:59

49 identicon

....jú, jú, þetta þekkist líka í Kína,,N-Kóreu, gott ef Mússólíni beitti þessu ekki líka. Að þagga niður í þeim sem koma með aðra hlið en æskilegt er.....

Gott að slíkt viðhorf búi í guðfræðingi.

Galíleo mælti: "en hún snýst nú samt". Ég verð nú líklega ekki eins merkur og hann, hvað þá heldur guðfræðingurinn en ég veit þó þetta; guðfræðingurinn getur ekki sagt rétt frá. Hann þarf hér aðstoð við réttlæta þöggun annarra.

Segi því: engin svör fást frá guðfræðingnum, bara þvaður.

þannig snýst því veröld guðfræðingsins áfram...

Heyrumst á öldum ljósvakans...sem rímar við flögu.

Sigfus (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 23:26

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vellygni pjakkurinn Sigfús, ómóttækilegur fyrir staðreyndum, sem líka er unnt að staðfesta með vitnisburði annarra vefstjóra nefndra Moggablogga félagasamtakanna fjögurra, sá er búinn að koma sér í hjákátlega stöðu hér og farinn að hljóma sem slitin grammófónplata með vitvana endurtekningar sínar. 

Margfaldur lygari er hann hér á síðunni, og menn skyldu varast slíka.

Jón Valur Jensson, 4.1.2017 kl. 23:35

51 identicon

vá ...þvílík meðvirkni í þvaðri.

hverjar eru lygarnar ágæti guðfræðingur ? 

Ég spurði yðar hátign um það kl 16:00 í dag en ekkert bólar á svörum, bara haldið áfram og nú með meðvirkniskórnum.

Ég er búinn í dag að reyna svara þér á öllum þeim síðum sem þú nefnir,.enn allt læst og lokað nema fyrir kórfélögunum.

þú hjómar bara nokkuð örvæntingarfullur í orðum þínum. Það að einhver svari þér duglega,,snýti og snúi er farið trufla jafvægið þitt, að mínu mati.

Þú mátt kalla út alla vini þína, það stoppar mig og aðra eins í því að tjá okkur. Nema að þú talir við hr Internet og látir lka á okkur þar líka

....það væri svo sem eftir guðfræðingnum.

Sigfus (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 23:51

52 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert gersamlega ómarktækur hér, lygari. Þú ert t.d. aðeins útilokaður frá tveimur af þessum sjö vefsíðum, ef þú ert skráður inn sem Moggabloggarinn Sigfús Ómar Höskuldsson, en þú ert ekki hafinn yfir almenna skilmála innleggja þar, sem gjarnan eru teknir þar fram á spássíunni vinstra megin.

Að Sigfús hafi ekki getað lagt inn athss. í dag á eitthvað af þessum bloggsíðum kemur til af þessu:

Frá tveimur þeirra er hann útilokaður: jonvalurjensson.,blog.is og fullveldi.blog.is. En um það fyrrnefnda ber að geta þess, að þar er engin nýleg blogggrein innan við sólarhrings gömul, og því getur enginn ritað þar aths. nú (jafnvel ekki ég), enda stendur þar undir nýjustu bloggfærslunni: "Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin." Hrokinn í Sigfúsi virðist meina honum að viðurkenna eða jafnvel minnast á slíkar staðreyndir.

Á Fullveldisvaktinni er enn opið á umræður um tvær nýjustu bloggfærslurnar, en þar er ekki og verður ekki opið fyrir Sigfús Ómar, sem hefur farið þar yfir strikið gagnvart skilmálum innleggja.

Á jvj.blog.is er enn opip (jafnvel Sigfúsi) á umræður um nýjustu bloggfærsluna, frá 3. jan.

Á Lífsréttarblogginu, þar sem ég hef lítt skrifað í vetur, er nýjasta færslan 20. des., á http://lifsrettur.blog.is/blog/lifsrettur/entry/2186962/ -- og þar segir því: "Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin." Sigfús getur ekki tekið það sem persónulega til sín, þótt hann líti stórt á sig og vilji kannski í opurkappi sínu fá að hrauna yfir allar mínar vefsíður og minna samtaka.

Á vef Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, er enn galopið á umræðuna (jafnvel fyrir ofurmælapjakki eins og Sigfúsi) um nýjustu bloggfærsluna, frá 29. des.: Sig­mund­ur Davíð afhjúpar bullandi hlut­drægni og þjóð­fjand­sam­lega fordóma fréttamanna Rúv í "Icesave-stríðunum“

Á Krist.blog.is er nýjasta færslan: Að halda sáttmála Guðs, frá 30. des, og þar segir undir: "Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin." Það gildir gagnvart ÖLLUM.

Á Moggabloggi Ísl. þjóðfylkingarinnar er enn galopið (jafnvel fyrir Sigfús) á umræður um tvær nýjustu bloggfærslurnar, 2. og 3. jan.

En að betra málefni:

Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur ritar í  gær klukkan 13:06 á Facebók Íslensku þjóðfylkingarinnar:

"Þjóðaratkvæði um Schengen og EES.

Þeir sem alltaf eru gasprandi um þjóðaratkvæði mættu hrópa hátt um þjóðaratkvæði um Schengen og EES.

Góð samstaða myndi nást um úrgöngu úr þessum skaðlegu samtökum."

Jón Valur Jensson, 5.1.2017 kl. 00:27

53 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

...bíddu, voru ekki sumir útilokaðir af þínum síðum vegna þessa að þeir "fóru yfir strikið " ?

Samt er guðfræðingurinn búinn að kalla mig hér "ómarktækur lygari", "ESB sleikju" og svo framvegis.

Líklega er þetta það besta sem guðfræðingurinn getur, að svara engu, kalla skoðunarandstæðinga sína nöfnum og uppnefna. 

Enn hefur hann ekki getað útskýrt hví hann útilokar suma á sínum síðum.

Hvað varðar þær síður sem hann telur upp, þá hef ég ekki getað sett neitt þar inn í gær.

Líklega kann guðfræðingurinn ekki tæknilega á sínar síður.

Hvernig var það, sé guðfræðingurinn var ekki búinn að átta sig á því að honum varð vart í frábæru áramótaskaup.

Auðvitað gat hann ekki séð það,enda horfir guðfræðingurinn ekki á RÚV.

En guðfræðingurinn er að nálgast frægð og frama á klakanum.

Vonandi verður það til þess að augu hans opnist fyrir þvi´að leyfa öðrum en honum sjálfum að tjá sig, án athugasemda frá honum.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.1.2017 kl. 09:39

54 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held að þú hljótir að hafa verið afar tregnæmur í skóla, Sigfús, af þessu að dæma, því að þú lætur þér ekki skiljast, að þú hefur beðið hér algert afhroð og fengið fullkomin svör við þínum ásökunum um að þú sért "lokaður frá öllum sjö vefsíðum á vegum JVJ", eins og þú hefur fullyrt (merking þín þessi). Og þú lætur enn eins og þú sjáir ekki, að á tveimur af þessum vefsíðum voru (vegna það gamalla færslna) engar vefumræður lengur í gær (þar til næst er bloggað þar, eins og raunar var gert á Krist.blogginu í morgun). Á FIMM vefsíðum hefur Sigfús þarna færi á að skrifa athugasemdir, þegar þar eru nýlega birtar greinar. 

En af hverju bloggar hann ekki hjá sjálfum sér? Er það af því að Moggablogg hans nýtur sáralítillar aðsóknar? (hann nær ekki einu sinni inn á lista yfir 400 mest lesnu Moggabloggin: http://blog.is/forsida/top.html?num=400). Lifir hann þá, sem bloggari ("virkur í athugasemdum"), fyrst og fremst sem "sníkjubloggari" á bloggsíðum vinsælla Moggabloggara eins og Páls Vilhj., Ómars Ragnarssonar o.fl.?

En ég veit þetta snýst ekki bara um þótta hans yfir sjálfum sér. Hann vill umfram allt koma Íslandi inn í Evrópusambandið og þolir ekki, að andað sé á pólitíska baráttumenn þess, eins og Icesave-veslingana Steingrím og Jóhönnu. Og hann sér mig sem Þránd í sinni Götu vegna mikilla skrifa minna, og hann skirrist þá ekki við að gerast rógberi minn endalaust í innleggjum sínum. 

Sigfús greyið á bágt. Ef einhver telur mark takandi á kvabbi hans hér, þá lesi sá vefslóðina alla með orðaskiptum okkar yfir á ný. 

Jón Valur Jensson, 5.1.2017 kl. 12:04

55 identicon

Jæja, mikill vill meira.

Hér þá búið að nefna mig: "ESB sleikju", "sníkjubloggari", " tregnæmur" ásamt því að vera kallaður "Vellygin" .

Gott væri ef guðfræðingurinn rifjað upp afhverju hann útilokaði mér og marga aðra af sínum öllum 7 bloggsvæðum. Var það vegna talsmáta sem guðfræðingnum mislíkaði ?

Hér fer mikið fyrir hræsninni, að mínu mati.

Svo hef ég bara talsvert annað við minn tíma að gera að pára innihaldslitla og einhliða, yfirleitt með rökum sem halda á Moggablogginu. Auðnuleysingjar mega gera það fyrir .

Seint veður guðfræingurinn e-r "Þrándur í götu" einhvers, meira svona skemmtiatiriði sem fáir taka mark á nema fáliðaður kór sem telur einar 5 raddir.

En guðfræingurinn má líta stórt á sig, munum bara þetta með fallið og drambið.

Læt ég hér þá staðar numið að hrekkja guðfræðinginn, enda mætti hafa verið betur gert við tímann en að pára þetta allt, t.d að horfa á grunnmálningu þorna.

Góðar stundir.

P.S Kemst loksins inn á eina af þeim síðum sem guðfræðingurinn stýrir. Hefjast nú leikar á nýjan leik....

Sigfús (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 16:31

56 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, virkilega á Sigfús Ómar Höskuldsson bágt að geta ekki meðtekið sannleikann, heldur forherðast jafnvel svo, að hann bætir enn meira í og fullyrðir nú, að ég hafi útilokað hann "og marga aðra af [m]ínum öllum 7 bloggsvæðum"!!! Fyrir þessu hefur hann ENGAR heimildir og tilfærir engin rök en auðvelt að afsanna þetta með vitnisburði (1) annarra Moggabloggs-vefstjóra í félagasamtökunum fjórum, sem þarna er um að ræða, og (2) með vitnisburði hvers sem er, t.d. Ómars Ragnarssonar, sem fengi að skoða sig um í stjórnborði viðkomandi vefsíðna.

Og ég endurtek, á þessum vefjum mínum er ENGINN maður í banni:

jvj.blog.is

lifsrettur.blog.is

Og á þessum félaga-vef er ENGINN í banni:

thjodfylking.blog.is

En á þessum félagavefjum eru fáeinir í banni (sbr. nánar innlegg mitt hér í gær, 4/1, kl. 14.20):

krist.blog.is :  fjórir í banni (þ.m.t. einn óþekktur hópur)

thjodarheidur.blog.is : tveir í banni (annar þeirra með dulnefni, hinn er Sleggjan og hvellurinn, þ.e. tveir strákar eða ungir menn)

fullveldi.blog.is : tveir innleggjarar í banni ("Óskar" nokkur og einmitt þessi Sigfús Ómar Höskuldsson)

Sigfús, þrátt fyrir rógburð sinn víða (nú einnig í Útvarpi Sögu), hefur enn málfrelsi á 5 af ofangreindum sjö vefjum. Nægir það greyinu ekki?

PS. Sigfús dró hér í land í sínu "P.S.", en var þó ekki maður til að laga textann ofar í þessu bréfi sínu til samræmis við það. 

Jón Valur Jensson, 5.1.2017 kl. 21:00

57 identicon

...guðfræðingur góður, ....en hún snýst nú samt....

og enn lokað á þessum síðum...

fæ ekki aðgang....né heldur Sigurður nokkur Grétarsson.....svo kemur ekki fra, afhverju guðfræðingurinn þó lokar á allan þennan hóp manna......kallaði kannski einhver guðfræðinginn "lygara"....eða "treggáfaðann"...."ESB sleikju" var það kannski svo....þ.? 

Þannig að bullplata guðfræðingsins snýst nú samt áfram...

Sigfus (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 21:47

58 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður nokkur Grétarsson er í banni á mínu aðalbloggi, enda er ekkert athugavert við það, þegar farið er þvert gegn skilmálum innleggja þar. Og þessi staðreynd breytir engu um þá staðreynd, hve örfáir eru í raun útilokaðir á bloggvefjum þeirra fjögurra félagasamtaka, sem ég tilheyri (alls átta Moggabloggarar brúttó) , og ENGINN á tveimur af þremur prívatbloggum mínum. Af þessum átta Moggabloggurum brúttó er m.a.s. einn undir dulnefni ("Skeggi Skaftason") og einn óþekktur félagshópur ("Blaðamenn Foldarinnar"), ennfremur "Óskar" nokkur (föðurlaus?) og "Sleggjan og hvellurinn".

Nú skulu lesendur líta til þess, hver langur hefur verið líftími þessara fjögurra félagablogga: Krist.blog.is er elzt: 9 ára og 10 mánaða. Þá kemur Þjóðarheiðurs-bloggið: 6 ára og 10 mán. Þá Fullveldisvaktin: 4 ára og 9 mán. Loks Þjóðfylkingin: 3ja mánaða. Alls 19 ár og 32 mánaða líftími = 21 ár og 8 mánuðir.

Þykir nú einhverjum, miðað við ástandið í netheimum og orðbragð og augljóslega ljóta hugsun ýmissa þar, jafnvel daglega, að það sé dæmi um mikla tilhneigingu til ritskoðunar að hafa bannað samtals átta Moggabloggurum innlegg á einhverja af vefsíðum fjögurra félagasamtaka á samtals 21 árs og 8 mánaða líftíma þeirra? Af þessum átta höfum við aðeins fullt nafn á ca. 4-5 þeirra. Segjum fimm; og þá má reikna út, að lokað hafi verið á einhvern einn Moggabloggara þar á ca. fjögurra ára og sjö mánaða fresti. 

Blöskranlegt, hr. Sigfús? Eða er ekki allt þetta kvabb þitt staðfest að vera það sem mér hefur sýnzt allt frá upphafi: gersamlega tilhæfulaust og ósæmilegt af þinni hálfu og einber þáttur í óhróðursherferð þinni á hendur mér, af því að þér er pólitísk og e.t.v. trúarleg afstaða mín vanþókknanleg.

Eigðu þig nú, Sigfús Ómar Höskuldsson, og reyndu að hemja þína áráttu til að ljúga upp á náunga þinn.

Jón Valur Jensson, 5.1.2017 kl. 22:31

59 identicon

enn snýst guðfræðingurinn...engu hef ég logið....aðeins bent á staðreyndir á meðan guðfræðingurinn...fer með himinskautum....og nú eru það trúarlegar ofsóknir...kanntu annann guðfræðingur góður?...

...enn svara guminn ekki hví hann kýs að loka á mann og annan...  En við hin vitum afhverju...

hræsni.is

Sigfus (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 23:13

60 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Jón Valur !

Því miður: fara nú að verða áhöld um / hvor ykkar: Steina Briem annarrs vegar, eða þá þú sjálfur, misbjóðir meira:: gestrisni Ómars hér, á hans valinkunnu síðu, eins og hegðan þín til margra, sem ekki fara kórrétt eftir þínum viðhorfum, sbr. þrákelkni þína, í garð Sigfúsar Ómars Höskuldssonar, t.d.

Því miður.

Svo hreykir þú þér af: að hafa afrekað lokanir á IP tölur nokkurra Evrópu sambands sinna, á hinum ýmsu vefsíðna þinna / og með því kostulegra er að sjá þig nefna Óskar Haraldsson, sem einhvers konar föðurleysingja (í athugasemd nr. 58, t.d.), en hingað til hefir mér tekist alla vegana, að smella á mynd hans - og upp kemur Óskar Haraldsson, fullu nafni.

Þú - kannt nú betur á Mbl. vef tæknina en svo Jón Valur, þykist ég nú halda.

Þá: eru þær einkar kúnstugar, afsakanirnar, með tímamörkin - ég man nú ekki betur en ég hafi getað stillt á 50 dagana / 75 daga í athugasemdakerfinu:: meira eða minna, á meðan síður mínar (svarthamar.blog.is) og svarthamrar.blog.is voru og hétu hér á vef, unz: mér tókst að reita einhverja andstæðinga minna svo til reiði, að þau Haraldur Johannesen ritstj. lokuðu á mig, í Janúar í hitteðfyrra.

Svo - er það annað, Jón Valur.

Hvaða möguleika: á Íslenzka þjóðfylkingin að geta haft í framtíðinni til alvöru sóknar, með þessi Rannsóknarréttarlegu viðhorf þín innanborðs / sem og innbyrlinga þína, um að eitthvert andlegt yfirburða vald, eigi að vera veraldlegum viðhorfum venjulegs 21. aldar fólks yfirsterkari jafnvel: Jón minn ?

Finnst þér ekki tímabært - að fara að rifa Rómversk kaþólsku seglin þín, Jón Valur ?

Ítreka eftir sem áður: að enginn er ég aðdáandi Skeggja Skaftasonar / Sigurðar M Grétarssonar eða annarra þeim viðlíkum, frekar en hingað til.

Útvarp Saga - má nú muna sinn Fífil fegurri / í oftsinnis snarpri andstöðunni við Geir og Ingibjörgu (2007 - 2009), sem og Jóhönnu og Steingrím J. (2009 - 2013), en smjaðrar því meir fyrir Sigmundi Davíð (Sigurði Inga) og Bjarna, þessi misserin.

Sprettir þeirrar stöðvar: voru margir hinir beztu, á byrjunarárum hennar, en Framsóknar mengunin ætlar lengi að loða við Arnþrúði blessaða, í hinni seinni tíð.

Pétur Gunnlaugsson: á þó oft góða spretti, engu að síður.

Mátti til - að gauka þessum punktum að skrifurum, sem og öðrum lesendum Ómars Þorfinns.

Með beztu kveðjum - sem oftar /      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 23:29

61 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigfús berst um í netinu, en ætti að svara af hreinskilni þessari spurningu minni: Hatar þú mig, Sigfús?

Endalaus áreitni hans og vitvana svör við fullkomnum svörum mínum gefa fullt tilefni til þessarar spurningar. Hann tekur ekki nokkurt minnsta tillit til rökstuddra svara minna hér. Og sorglegt hlýtur það að vera fyrir fjölskyldu hans að fylgjast með þessari umræðu hans eftir á.

Og ekki hef ég þá trú á dómgreind Óskars Helga í þessum málum, með hliðsjón af ýmsum skrifum hans af og til og ekki sízt upp á síðkastið, að ég telji svör hans gild hér. Það er augljóst, að Moggabloggið leyfir ekki aðeins, að menn hafi lokað á allar athugasemdir, heldur líka hitt, að síðuhafar geti neyðzt til að loka á þrásækna álitsgjafa sem brjóta reglur um velsæmi, eru með órökstutt níð gegn þriðja aðila, flytja Guðlast í innleggjum sínum, níða kristindóm og kirkju, níða miskunnarlaust varnarmenn lagalegra réttinda landsins og þjóðarhagsmuna (eins og oft var gert í Icesave-málinu), leggja í einelti og með ófyrirleitnu háði og níði þá sem verja sjálfstæði og fullveldi landsins, ekki sízt gagnvart ásókn Evrópusambands-innlimunarsinna o.s.frv.

Þessi síðastnefndu atriði merkja ekki, að ég hafi bannað aðgang þeirra, sem hafa verið með andstæð viðhorf við mín í þessum málum, heldur eingöngu þá sem þar hafa augljóslega farið yfir strikið í orðbragði sínu og rógskrifum.

"Fjöldinn" af bönnuðum mönnum á vefsíðum samtakanna fjögurra á 21 árs og átta mánaða samanlögðum líftíma verður ekki mikill þótt talan hækki úr fimm í sex við það að minnt sé á, að Óskar þessi eigi sér föðurnafnið Haraldsson. Og ekki var lokað á hann vegna þess að hann birtist bara sem "Óskar" á vefsíðunni, heldur vegna þess að hann fór yfir strikið í orðbragði.

Ég er ekki einn um það að setja skilmála innleggja á spássíur vefsíðna minna (tveggja af þremur), og eins er slíka skilmála (með einum eða öðrum hætti) að finna á vinstri spássíu bloggvefjanna Krist.blog.is og fullveldi.blog.is. Séu slíkir skilmálar brotnir, má svæfa ("fela") viðkomandi athugasemdir, skv. kerfi Moggabloggsins (og hefur margoft verið gert af mörgum Moggabloggurum, stundum vegna kvartana annarra), en ef um alvarleg og ítrekuð brot er að ræða, er unnt að banna (skv. sama kerfi Moggabloggs) viðkomandi aðila á viðkomandi bloggsíðu og eins t.d. að loka á IP-tölu frá þrásæknum ásækjendum, sem oft skrifa þar undir dulnefni eða einhverju ónefni.

Já, þetta er fullnægjandi svar við spurningu Sigfúsar Ómars Höskuldssonar: "...enn svara guminn ekki hví hann kýs að loka á mann og annan..."

Jón Valur Jensson, 6.1.2017 kl. 07:11

62 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo talaði ég ekki hér um neinar " trúarlegar ofsóknir" Sigfúsar gegn mér, heldur gat mér þess til, að e.t.v. sé honum trúarleg afstaða mín vanþókknanleg.

Jón Valur Jensson, 6.1.2017 kl. 07:16

63 identicon

...Svo ég noti orð guðfræðingsins sjálfs um árásir, ítekaðar, á þau skötuhjú, JS og SJS, þá "hata ég engan mann"....

Mér finnst hinsvegar hlálegt að sjá "útskýringar" guðfræðingsins á hans rökum.....þetta eru ekki rök...heldur tæknilega útskýringar og tölfræði yfir þá hvað er lokað á marga.

Það er ekki málefnaleg útskýring á því HVERS VEGNA HANN LOKAR Á FÓLK SEM TJÁIR SIG Á SAMA HÁTT OG HANN SJÁLFUR GERIR ....með þar tilgerðum upphrópunum og uppnefningum....hví metur guðfræðingurinn sig æðri öðrum og telur sig mega það en þolir það vart sjálfur.....?

Hræsni.is

Sigfús (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 09:56

64 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var að sjóða saman þessa vísu í gærkvöldi:

 

Hann Fúsi´ er í fýlu í kvöld,

á flótta frá staðreyndum ljósum, 

en sannleikans krafa er köld ;

og klámhöggum engum við hrósum!

                                                               .

Jón Valur Jensson, 6.1.2017 kl. 10:06

65 identicon

Heldur nú kvæðakeppnin áfram....

Dusilmenn í dróma drýpur.

Dámar mig ekki drottinssvik

Ekki eru engeyjardrýslar

lausir við aftansprik...

Sigfús (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 10:42

66 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fyrri hlutinn er tvívegis ofstuðlaður. Seinni hlutinn er ofstuðlaður í 3. línu, og vanstuðlun er í 4. línu (enginn höfuðstafur sem kallast á við 3. línu). Kemur mér ekki á óvart, fyrir utan málfarsvillurnar í 1. og 2. línu og ásláttarvillu í 4. línu. Já, Sigfús er kostulegur villumaður.

Jón Valur Jensson, 6.1.2017 kl. 11:40

67 identicon

...og nú hefur guðfræðingurinn bætt við á lokunarlistann sinn... nú er líka loka á fésbókina....

Þannig að hræsnins er enn við lýði....

en skil guðfræinginn vel....hrein óþolandi þegar menn skrifa það sama aftur og aftur og aftur um það sama....

...hef séð það áður...

Sigfús (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 12:04

68 identicon

Hef sagt það áður...þegar guðfræðingnum skortir rök....þá fer hann í stafzetninguna....

Rökþrot.is

Gæti verið að ég sé villumaður en mér guðfræðingurinn vera meiri "villimaður" í skrifum sínum....

Sigfús (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 12:14

69 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Jón Valur !

Ég missi ekkert svefns: né annarrs í daglega lífinu / þótt svo þú hafir ekki mikla tiltrú á minni dómgreind, fremur en ýmissa annarra.

Öðruvísi mér áður brá - þegar þú áttir til að hæla mér á hvert reipi, hvert það sinn (sem öðru hvoru kom fyrir), sem sjónarmið mín í ýmsum málum náðu, að falla í þitt kram: stundum, að minnsta kosti.

En - ég hvet þig þó: (þó: kannski sé hæpið að reyna), til þess að nálgast okkur veraldarhyggjufólk meira / og draga aðeins úr Guðsorða snakkinu, hefðir bara gott af þvi ekki hvað sízt, hyggist þú ætla að halda áfram þátttöku í Íslenzku þjóðfylkingunni, því þar fer ágætur félagsskapur, sem þarf að brýna eggvopn sín á komandi tímum, í hlutfalli við vaxandi straum Múhameðska villimanna packsins, hingað til lands / í boði druzlu hjúanna Ólafar Nordal og Óttars Karrígula Proppé´s, og vina þeirra.

Í Tékklandi t.d.: eru heimamenn að vígvæðast til heimilsnota skotvopna, til þess að verjast Mið- Austurlanda hyskinu, sem öðru Múhameðsku, þessi misserin, sem þarlendis er að reyna að troða sér, upp á landsmenn.

Gæti orðið full þörf á því - hérlendis: ekki síður.

Sigfús !

Reyndu: að umbera Guðfræðings staglið í Jóni Val, á meðan kostur er.

Vonum - að Jón Valur fari að drattast inn á 21. öldina huglægt, að minnsta kosti, Sigfús minn.

Með sömu kveðjum - sem seinustu / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 12:31

70 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigfús fekk sem boðflenna á Facebók minni að birta (í fjórum innleggjum) nokkrar af sínum upplognu, fráleitu og margafsönnuðu ásökunum og tók engu tali þar frekar en hér, var greinilega á þeim buxunum að halda þar áfram rógburði sínum, en hann á engan heimtingu á tíma mínum eða á því að níða mig á Facebókarsíðu minni, og því notaði ég þar s.k. "flýtileiðir í persónuvernd" og merkti við hann undir flipanum "hvernig get ég hindrað einhvern sem angrar mig?"

PS. Maður skrifar ekki (jafnvel þótt bragskussi sé): "þegar einhverjum skortir rök", heldur: "þegar einhvern skortir rök"!

Jón Valur Jensson, 6.1.2017 kl. 12:49

71 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ég hafðl hér líka í huga orð Sigurðar Ragnarssonar á Facebók minni að kveldi 4. janúar:

"Góð hugmynd hjá Jóni Val að útiloka þennan Sigfús. Svona peyjar, sem ekki hafa upp á annan fróðleik eða skemmtun að bjóða en stælur og köpuryrði, eru varla á heimasíður setjandi. Og enga sérstaka greinargerð þarf fyrir því að fjarlægja ummæli þeirra eða loka alveg á þá. Það er bara sjálfsagt hreinlæti."

Jón Valur Jensson, 6.1.2017 kl. 13:00

72 Smámynd: Jón Valur Jensson

 

Óskar, ég nenni ekki að eiga við þig orð, en minni þig aðeins á þetta úr stefnuskrá Íslensku þjóð­fylk­ingarinnar : "ÍÞ styður kristin gildi og viðhorf. ÍÞ virðir trúfrelsi en hafnar trúarbrögðum sem eru andstæð stjórnarskrá."

 

Jón Valur Jensson, 6.1.2017 kl. 13:06

73 identicon

...kannski er guðfræðingur beittur í sínum skrifum, þó aðallega í huglægu mati sínu á þessu; ESB, Icesave og þeim JS og SJS. Annars er guðfræðingurinn lítillátur eða er það ...?

Allavega þá er hann ekki sá beittasti hnífurinn í skúffunni....þýðir lítið að svara fyrir sig á fésbókinni og loka svo á þann sem svarað er..... það er mjööögg stutt huxað.....(ah....ztafsþetingarvilla....)...

Svo sé ég að umræða okkar er farin að vekja athygli og stuðningur við minn málstað fer stöðugt vaxandi.....fleiri farnir að gefa þessum látalatum guðfræðingsins gaum....sem er pínu fyndið...

Guðfræðingnum er tíðrætt um "lygar" þó svo að engar lygar hafi verið bornar upp, bara staðreyndir....sem hann tekur svo undir með því að loka nú á mig á sinni fésbók....mætti halda að mótlætið sé farið alvarlega að sækja á guðfræðinginn.....svo hefur hann ekki útskýrt sinn munnsöfnuð þegar hann kallaði mig "ESB sleikju"....hef ég nú haldið aftur af mér og ekki svarað í sömu mynt.....fer nú að hugxs mín mál með það.. það ætti guðfræðingurinn svo sannarlega skilið....móðursýki guðfræðingsins fer vaksandi...(úpps önnur stafsetningavilla)....

Síðan hvenær var svo boðskort nauðsynlegt á hina og þessa veggi á Fb...nýjar reglur.

Staðreyndin er þessi, guðfræðingurinnn er búinn hér að mála sig út í horn, hann er búinn að sýna fram á það versta í fari þeirra sem hér pára, hann kalla menn nöfnum , fer í fjölskyldur þeirra, neitar að taka rökum, svarar út um allan völl , setur út á stafsetningu þegar hann er rökþrota og svo framvegis. Hann lítur á miðil sem rímar við flögu á sína eigin og þolir engum sem þangar hringir sem ræðir hann og styður við réttlátar kosningar um áframhald viðræðna við ESB og líkar vel við RÚV.

Aðalatiðið er þetta, fólk tekur eftir dónaskap guðfræðingsins og um leið fækkar þeim sem taka mark á orðum og pári hans (fækkar þeim reyndar reglulega) 

Hatur guðfræðingsins á starfsmönnum og starfsemi RÚV hlýtur að enda sem rannsóknarefni á sálfræðisviðum háskóla, slíkt er hatrið.

En ágæti guðfræðingur. Höldum áfram. ég er til.....

Nú líkega mun svo fylgja beiðni til eiganada þessarar síður að loka á fleiri, kannski mig, kannski Sigurðuð Grétarsson, kannski Óskar. Sjáum til. 

Vegir guðfræðingsins eru algerlega órannsakaðir..

Sigfús (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 14:52

74 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ligg ég ei yfir ljótum þínumm lygum röktum,

afsönnuðum og áður hröktum.

Jón Valur Jensson, 6.1.2017 kl. 15:13

75 identicon

rétt hjá guðfræðingnum.....hafi einn ekkert að segja....þá sé betra [hjá guðfræðingnum] að þegja...

Enda hefur þá guðfræðingurinn verið kveðinn í kútinn og afhroð hans algert.

P.s það var eilítil stafsetningarvilla í síðustu markleysu hjá þér....telzt því marklaus....

Sigfus (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 15:45

76 Smámynd: Jón Valur Jensson

Seint munt þú í kútinn kveða

kvæðamann.

Nefni´ eg þig bögubósa eða

bullarann.

Jón Valur Jensson, 6.1.2017 kl. 17:14

77 identicon

Þykir mér nú kúturinn, guðfræðingurinn vera færa sig upp skaftið góða og kveð ég hann nú sem argan húskarl vera af orðum sínum hér enda þeir bósarnir fljótir að sjá aðra arga sem þeim óska.

Ósnotur maður hyggur sér alla vera sína viðhlægendur vini....

Hefur þá guðfræðingurinn endalega verða kveðinn hér í sinn mallakút.

Stór er hans afleikur og tjón mikið....

Sigfús (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 21:23

78 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sannleikskrafan krefur þig

um karlmennskuna sanna,

en greymennskan þá gefur sig …

Það gleður óvin manna.

.

Jón Valur Jensson, 6.1.2017 kl. 22:35

79 Smámynd: Jón Valur Jensson

Önnur gerð:

.

.

Sannleikskrafan krefur þig

að kannast við það rétta.

Lygi flekka læt ég ei mig

né lævíss tungu pretta.

.

Jón Valur Jensson, 6.1.2017 kl. 22:42

80 identicon

....ólyginn sagði.....þeir þekkja sína líka, þjófarnir atarna.

hefur nú rökleysi guðfræðingsins færst á nýtt stig.

ljóðrænt skal þvaðrið nú vera...en dylst engum þau þrot sem kúturinn hefur nú króað sig í.....

Sigfus (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 22:58

81 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

.

Svona hegðun hugnast oss

heldur betur ekki. 

Ventu nú þínu kvæði í kross

frá kjaftavaðli, er streymir sem foss.

Hættu með unglings hrekki !

Jón Valur Jensson, 7.1.2017 kl. 02:07

82 identicon

Hjákátlegt er nú að horfa á það ginnungap sem má sjá í "öllum" þessum málflutningi guðfræðingsins. Allir þeir knyttir og köpuryrði sem boðið er upp á frá guðfræðingnum er náttúrulega markleyza enda er rökþrotið algert.

Hér hefur verið borið upp ásakanir um lygar (sem flestir skilja sem rök og staðreyndir) en guðfræðingur vill ekki sætta sig við að aðrir kunna hafa aðrar skoðanir en hans sjálfs.

Enda má sjá um leið og rætt um eðlilega inngöngu landsins í ESB þá er hinn sami vændum að vera "ESB sleikja", "samfóisti" og landráðamaður/kona og þá eru nöfn þeirra JS og SJS fljótlega á eftir.

Þrengist nú að guðfræðingnum enda eru ljóðstafir það eina sem eyrir eftir í hans málflutningi.

Skárra væri nú að guðfræðingurinn sneri sé að öðru betra en að vera gera lítið úr sér og sínum með þvaðri þessu. 

Sigfús (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 08:52

83 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

þessi JVJ virðist vera hinn mesti auðnuleysingi, nema hver getur haldið úti 7 bloggsíðum, FB síðu, ásamt öllum hinum hatursfulla áróðri sem endalaust frá honum kemur, hver greiðir þessum manni laun? En pistill Ómars er hárréttur og góður.

Jónas Ómar Snorrason, 7.1.2017 kl. 10:00

84 identicon

Guðfræðingurinn virðst hafa óendanlega tíma að verjast almennum skoðunum þeirr sem ekki eru honum sammála. Í versta falli uppnefnir hann þá og lítilsvirðir. Ekki guðfræðingnum til framdrátta en hann um það.

Góður punktur Jónas með hver skyldi greiða honum fyrir allt sitt pár.

Rétt metið með haturzáróður hans, sér í lagi þeirra sem vildu skoða út fyrir boxið og kanna möguleika landsins þegar verst lét. 

En ljóst má vera að guðfræðingurinn er talsmaður þeirr sem kunna hagnast mest á hinum almenna launamanna er horft er til viðhorfs hans til þess að launamenn taki á sig réttilega gengisfellingar. Svo hefur hann nú nýverið sýnt útgerðarmönnum stuðning sinn í verkfall sjómanna, þannig kannski er þar komið fram svarið við spurningu þinni Jónas.

Sigfús (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 10:21

85 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

þetta er nú málið með hann JVJ Sigfús. Aldrei hef ég séð hann draga taum hagsmunum almennings, einungis sérhagsmuna, undir yfirskrift og tittlaðs sérhæfðs biblíulesara, það er það sem fólk þarfnast til að láta leiðbeina sér, eða hitt þá heldur. En vil árétta, að öll skrif um eða við JVJ er fullkomin tímaeyðsla.

Jónas Ómar Snorrason, 7.1.2017 kl. 11:25

86 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

en það má nú kveðast á við guðfræðinginn, sér til skemmtunar :) 

En rétt að öðru leyti, fræðingurinn atarna er hagsmunarpenni afturhaldsaflanna. Hugsa sér að viðkomandi var í framboði, reyndar fyrir flokk sem aldrei átti möguleika en komist svona aðili á þing þá hefst ferli sem þekkt var á Ítalíu, þegar aðeins ein rödd mátti heyrast, eða eins og í N-Kóreu, þeir sem voga sér að andmæla verða steiktir yfir hægum eldi.

Munum svo að guðfræðingurinn góði ætti að kunna boðorðin betur en annar.....þetta með að virða náungann og það :)

Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.1.2017 kl. 11:52

87 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

.

.

Rægitungur ræna mest með rausi sínu

álitinu sjálfar sig,

saklausan ei skaða mig.

Jón Valur Jensson, 7.1.2017 kl. 14:02

88 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bara eitt dæmi um fjölmörg skrif mín í þágu vinnandi stétta: 

Hvað er verið að bjóða láglaunafólki upp á?

Jón Valur Jensson, 7.1.2017 kl. 14:57

89 identicon

"Hvað er verið að bjóða láglaunafólki upp á ?" 

Stórt er spurt en svörin eru ekki að finna hjá auðvaldssinnanum og skoðunartemjaranum, guðfræðingunum og pistlahöfundinum (og stafzetingarrýninum {og uppnefnaranum} ) Jóni Val.

þar er gaalllltómur kofinn enda húskarl mikill og kassalagaður....

Sigfús (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 17:07

90 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ótal greinar (ekka eina eða tvær) hef ég skrifað með gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn. Sigfús er hér eins og í fyrri innleggjum gersamlega úti að aka, raunar enn á kafi í sinni langdregnu framhaldssögu: lygaherferðinni gegn JVJ.

Skammlíf stjórn yzt á hægri kanti?

Jón Valur Jensson, 7.1.2017 kl. 18:39

91 Smámynd: Jón Valur Jensson

ekki eina ...

Jón Valur Jensson, 7.1.2017 kl. 18:40

92 identicon

Með fullri virðingu þá held ég að fólk hafi engan áhuga á persónulegum deilum Jóns Vals og Sigfúsar.Þeir láta báðir tveir eins og leikskólabörn sem eru að rífast um sömu skófluna.

Ólafur Lárusson (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 23:03

93 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigfús ástundar hér rógsherferð. Greinir þú það ekki af lestri þínum hér, Ólafur, gef ég ekki mikið fyrir álit þitt. Það er ekki nóg að lesa síðustu 20-30 pósta. Sakleysi mitt í þeim efnum, sem hann ásakar mig um, liggur hér ljóst fyrir af fyrri svörum mínum.

Jón Valur Jensson, 8.1.2017 kl. 02:16

94 identicon

Jón Valur ég er búinn að lesa alla póstana frá ykkur og get alveg fullvissað um að flest sæmilega greint fólk átti sig á því hvað Sigfús er að gera.Það þarf ekki að sannfæra fólk neitt frekar með endalausum raðinnleggjum frá ykkur báðum hvor ykkar er verri en hinn.Það er tími til kominn að þið tveir takið upp tólið og hringið í hvorn annan eða sendið á milli ykkar tölvupósta til þess að útkljá ykkar persónulegu mál en séuð ekki að bera þær deilur á torg hér eins og kjánar fyrir alþjóð.

Ólafur Lárusson (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 03:54

95 identicon

Rétt er það Ólafur, auðvitað er þetta fyrir neðan allar hellur að svona sé komið. Biðst ég velvirðingar á því hér með til þín og annarra, að undanskildum einum.

Enn að hjáverkunum....

Guðfræðingurinn er enn við sama heygarðshornið. Hann kýs ekki "að gefa ekki mikið" fyrir skoðun annarra, séu þeir ekki yfir á sömu blaðsíðu og hann. Kostulegt alveg.

Guðfræðingurinn talar hér um "rógsherferð". Hann ætti að þekkja það. Slóðinn eftir hann í haturzumræðu, stýrt af honum og vinum sínum á miðli sem rímar við flögu, á nokkrum útvöldum stjórnmálamönnum er með eindæmum. Þannig að eins og sagt er á engilsaxnesku "takes one to know one"

Guðfræðingurinn hefur hinsvegar ekki tekið nógu eftir í sínu námi, og þá líklega í heimsspekihlutanum. Það að hafa huglægt mat á hlutum, skoðunum og gjörðum guðfræðingsins eru ekki "lygar" heldur skoðanir en það skilur ekki skoðanatemjarninn, guðfræðingurinn sjálfur.

Hann hefur heldur ekki getað réttlætt það þegar hann kallar hér mig "ESB sleikju" en honum finnst það barasta í góðu. Það er fínt, þá er hann líka sjálfur til í slaginn og fær sín málagjöld maklega greidd hér á þessum stað og öðrum. 

Enda hefur hann nú sýnt af sér slíka hegðan og þvaður að fálkaorða í fimbulfambli hlýtur að verða hans......nei, en þá man ég, hann þolir ei okkar flotta forseta eftir að sá hinn sami snýtti guðfræðingnum í eftirminnilegaum símatíma í júní, þegar guðfræðingurnn gerði sig breiðan og ætlaði að þenja sig en var sendur með heim eiginlega með skottið þar sem sólin sjaldan skín.

En Ólafur, allar velvirðingar áskildar ;)

Guðfræðingur góður, afhroð þitt er algert....sem fyrr.

Sigfús (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 09:00

96 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég nenni ekki að svara þessu endurtekna rugli þínu, enda eru mótrök mín skýrt komin fram hér áður. Lærðu að skammast þín.

En get þó bætt við, að "snýtingar"-fullyrðing þín er bara síklifan á enn einni tilhæfulausri vitleysu þinni, margendurtekinni áður (eins og þinn er háttur), um það símtal.

Ég hef litið á þig sem ESB-sleikju vegna ESB-meðvirkra innleggja þinna á bloggsíður og í Útvarpi Sögu og vegna árása þinna á röksemdir fullveldissinna. En hafirðu ekki alveg komið út úr skápnum með fulla ESB-aðdáun, get ég sem bezt dregið þessa einkunn þína (ESB-sleikju) til baka og þykir fyrir því að hafa þá að ósekju móðgað þig þar.

Jón Valur Jensson, 8.1.2017 kl. 10:21

97 identicon

Takk fyrir ágæti guðfræðingur að biðjast velvirðingar á þinum orðum, maður meir fyrir.

Ég stend hinsvegar fastur á því að mér finnst guðfræðingurinn vera skoðanatemjari og finnst enn hlálegra að sjá að nú er það farið að angra guðfræðinginn að menn séu að klifa á því saman, aftur og aftur. Það er svo sem þekkt, lesendur geta skoðað öll bloggsvæðin 7  [höfðuðsyndirnar 7 kannski? ] sem guðfræðingurinn stýrir. Það er svolítið "kopí- peist", aftur og aftur og aftur.....um ESB, JS og SJS, Icesave og flóttamannaandúð. Vitið þið bara til

Guðfræðingurinn talar um "fullveldisinna". Veit ekki hvort það að sætta sig hér við nútímahanzakaupmennsku og brauðmolakenninngu sé "fullveldi". Allavega sætti ég mig ekki við slíkt og vill skoða alla þá möguleika sem þjóðin getur átt við bættari lífskjör fyrir alla, ekki guðfræðinginn, vini hans í útgerðinni og fjármagnseigendur [sameinast kannski þarna þá fyrrverandi vinunveitendur guðfræðingsins, þá Árvakur í einu ?] Eins er guðfræðingurinn stuðningsmaður þingmanns nokkurs sem var eitt sitt forsætisráðherra [mætir reyndar mjög lítið í vinnuna en guðfræðingurinn styður slíkt, í orði og væntanlega á borði líka] en þingamaðurinn sá er milljarðamæringur í gegnum maka sinn og styður guðfræðingurinn slíkt fólk til afreka. Því er skiljanlegt hatur hanz á ESB sem mögulega gerir meira fyrir almenning en þeir sem vilja hér stýra. Minni á því til stuðings að nú er mun ódýrara að hringja á milli landa en áður var og ekki er það auðvaldsvinum guðfræðingsins að þakka, neibbss, ESB. Ligga ligga lá ....Því á auðvitað að klára viðræður við ESB og leggja það fyrir þjóðina.Allt annað er undanlátsemi við auðvaldið en það vill guðfræðingurinn.... Áfram Ísland...

Sigfús (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 11:14

98 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það kemur úr hörðustu átt, að Sigfús af öllum mönnum segir mig vera skoðanatemjara! En ætli við eigum það ekki sameiginlegt, að okkur er sýnt um, að ákveðin viðhorf okkar eða áherzlur (ólíkar eins og þær eru) fái að sjást í umræðunni? Á okkur er þó sá reginmunur, að hann getur þar hugsað sér að láta tilganginn helga meðalið: að skrökva í þágu "málstaðar" síns, en það geri ég aldrei, enda bundinn hinni kristnu sannsöglisskyldu og orðum postulans, að ekki leyfist að gera hið illa til þess að hið góða nái fram að ganga (Róm.3.8).

Svo er hann hér með einhverja meina "fræðslu" um vefsvæðin sjö (einungis þrjú þeirra eru mín, en fjögur eru félaga-framtak, og á þau rita tugir manna fremur en einn!), "fræðslu" sem mun koma lesendum þeirra vefsíðna kynlega fyrir sjónir, því að hvað eiga t.d. Lífsréttar- og Fullveldisvaktin eða Þjóðarheiðurs-vefsíðan sameiginlegt að efni til?!

Rugl hans í stærsta málsliðnum er raunar ekki svaravert, enda fyrst og fremst aumkunarvert að nokkur Íslendingur skuli hæðast að fullveldisvörnum landsins, en með þessu afhjúpar Sigfús nógsamlega sína pólitísku afstöðu og bætir á engan hátt úr skák fyrir henni með því að bera upp á mig þær lygar (einu sinni enn þrátt fyrir ábendingar mínar hér ofar) að ég sé stuðningsmaður stórauðvalds og fjármagnseigenda!*

Já, enn mætti hann hér, á helgidegi, á þeim buxunum að ljúga upp á náunga sinn. Sorglegt, og eins og Sigurður Ragnarsson ritaði, er hann "varla á heimasíður setjandi".

* Ekki hefur hann fundið staðfestingu á þeim fordómum sínum í minni nýjustu vefgrein, frá í gær: Ráðherra frestaði birtingu skýrslu um aflandseignir langt fram yfir kosningar

Jón Valur Jensson, 8.1.2017 kl. 13:41

99 identicon

Takk fyrir ágæti guðfræðingur að biðjast velvirðingar á þinum orðum, maður meir fyrir.

Ég stend hinsvegar fastur á því að mér finnst guðfræðingurinn vera skoðanatemjari og finnst enn hlálegra að sjá að nú er það farið að angra guðfræðinginn að menn séu að klifa á því saman, aftur og aftur. Það er svo sem þekkt, lesendur geta skoðað öll bloggsvæðin 7  [höfðuðsyndirnar 7 kannski? ] sem guðfræðingurinn stýrir. Það er svolítið "kopí- peist", aftur og aftur og aftur.....um ESB, JS og SJS, Icesave og flóttamannaandúð. Vitið þið bara til

Guðfræðingurinn talar um "fullveldisinna". Veit ekki hvort það að sætta sig hér við nútímahanzakaupmennsku og brauðmolakenninngu sé "fullveldi". Allavega sætti ég mig ekki við slíkt og vill skoða alla þá möguleika sem þjóðin getur átt við bættari lífskjör fyrir alla, ekki guðfræðinginn, vini hans í útgerðinni og fjármagnseigendur [sameinast kannski þarna þá fyrrverandi vinunveitendur guðfræðingsins, þá Árvakur í einu ?] Eins er guðfræðingurinn stuðningsmaður þingmanns nokkurs sem var eitt sitt forsætisráðherra [mætir reyndar mjög lítið í vinnuna en guðfræðingurinn styður slíkt, í orði og væntanlega á borði líka] en þingamaðurinn sá er milljarðamæringur í gegnum maka sinn og styður guðfræðingurinn slíkt fólk til afreka. Því er skiljanlegt hatur hanz á ESB sem mögulega gerir meira fyrir almenning en þeir sem vilja hér stýra. Minni á því til stuðings að nú er mun ódýrara að hringja á milli landa en áður var og ekki er það auðvaldsvinum guðfræðingsins að þakka, neibbss, ESB. Ligga ligga lá ....Því á auðvitað að klára viðræður við ESB og leggja það fyrir þjóðina.Allt annað er undanlátsemi við auðvaldið en það vill guðfræðingurinn.... Áfram Ísland...

Sigfús (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 14:08

100 identicon

Biðst velvirðingar á því að eldri færsla fór í loftið eða eins og frábær forseti vor orðar það "my bad".

Guðfræðingur er fastur í því fari að ég sé að hæðast að fullveldissinum, ég er þeim einfaldlega ósammála í sinni þröngsýni. Enda líkt og frábær forseti vor nefndi í áramótaávarpi sínu, það eru nýjir tíma, gamlir tíma eru farnir, koma ekki aftur. Svokallaðir "fullveldissinnar" eru einfaldlega að gera allt sitt til að tefja framför, þá alveg sama hvort ESB verður/er vont fyrir þjóðina. ESB og mynt hennar hentar nú þeim sem nýta fjöregg þjóðar, það er guðfræðingurinn sáttur með ekki ég. 

Eins talar guðfræðingurinn um "skrövilýgi", e-ð sem ég ekki viðhaft enda nefnir guðfræðingurinn ekki dæmi en amast við mínum skoðunum. Hann um það.

Ég er svo ekki með neina fræðslu, einfaldlega að benda á þau svæði þar sem guðfræðingurinn þylur yfir mannskapunum, oft óumbeðinn líkt og blað nokkurt sem guðfræðingurinn kýs að amast við þegar það dettur inn um lúguna.

Guðfræðingurinn getur svo dillað rófu sinni nú út í íhaldið en einatt studdi hann síðustu 3 árin með frænku sína, fyrrverandi forrmannn Fjárlaganefndar, í öndvegi. Því er og verður, þangað til annað kemur í ljós, guðfræðingurinn auðvaldssinni.

Tel ég nú að guðfræðingnum sé að mildast ró sín og er hann nú að færast til þess að hægt sé að ræða við hann, enda sér hann nú að sér og áttar sig á því að einn og annar geti deilt um skoðanir en átt sínar og er það vel. 

Annars bara nokkuð góður.

Sigfús (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 14:18

101 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að þú skulir nenna að eyða tíma í þessi heimskulegu innlegg þín.

Og þú átt enn eftir að biðjast afsökunar á öllum lygunum.

Jón Valur Jensson, 8.1.2017 kl. 15:25

102 identicon

Ágæti guðfræðingur.....ég er rétt að hitna.....

Klár í næstu lotu.....hvaða "lygar" vitnar þú nú aftur til ?

Líkt og marg oft er búið að þylja þér yfir, þá er huglægt mat ekki það sama og staðreynd. Ef e-m finnst þú vera leiðinlegur og rætinn, þá verður slíkt að vera. Alveg eins og dætrum guðfræðingsins hlýtur að finnast sá vera frábær. Þeirra huglægt mat, þarf ekki endilega að vera staðreynd.

Hverjum þykir sinn fugl fagur...þó fjaðrir guðfræðingsins og skoðunartemjara séu nú illa tættar...

Guðfræðingnum finnst mitt pár vera "heimskulegt", þá er það þannig, ekki ætla ég að básúna mína skoðun á hans "ritverkum".....það yrði líklega bannað börnum....en ólíkt 7 síðum guðfræðings, þá fengist það birt á meðan guðfræðingurinn lokar og læsir á alla þá sem ekki samsinna honum og "eru ekki svara verðir"....

Sigfús (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 15:37

103 Smámynd: Jón Valur Jensson

Grunnlygar þínar snúast um að ég beiti mikilli ritskoðun á Moggabloggsvefjum mínum (hef þó engan bannað á tveimur af þremur þeirra!) og á Moggabloggum fjögurra félagasamtaka sem ég skrifa fyrir, ásamt öðrum vefstjórum þar o.fl. höfundum, en þau fjögur bloggsetur eiga sér nú samtals 21 árs og átta mánaða líftíma, og þó hafa einungis SEX Moggabloggarar verið bannaðir frá innleggjum á einhverjum þeirra fjögurra vefja, þ.e. einn á um 43 mánaða fresti, það er nú öll "ritskoðunin" og það á þessum tíma persónuníðs og nettrölla!

Jafn-tilhæfulaus er fullyrðing vellygna Sigfúsar, að ég loki á menn fyrir það eitt að vera mér ósammála í málum.

Þá er það enn ein lygi hans, að hann sé sjálfur í banni á þessum sjö bloggíðum. Það rétta er, að hann er einungis í banni á aðalbloggi mínu (jonvalurjensson.blog.is) og á Fullveldisvaktinni.

Þetta er margkomið fram hér áður, en Sigfús heldur áfram lygum sínum. Þó viðurkenndi hann þetta í innleggi hér ofar 5/1 kl. 16.31: "P.S Kemst loksins [sic!!!] inn á eina af þeim síðum sem guðfræðingurinn stýrir."

Samt er hann enn að klifa á alhæfingum sínum um "7 síður guðfræðingsins" og meinta lokun þar á alla, sem séu mér ekki sammála, í endasetningu hans í síðasta innleggi hér á undan! -- og á hann þó að vita, að FERN SAMTÖK standa að fjórum þeirra, með hundruð meðlima. Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 17 félagar, í Þjóðarheiðri rúmlega 80, í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu 16 manns. Íslenska þjóðfylkingin er hins vegar langstærst þessara samtaka. Fjarri fer því, að þessar fjórar síður séu "síður guðfræðingsins"!

En hvað varðar ómerkinginn Sigfús Ómar Höskuldsson svo sem um sannleikann? Er hann ekki nú þegar búinn að auglýsa sig hér sem margfaldan óvin sannleikans?

Og hvernig vogar hann sér að draga dætur mínar inn í rógskrif hans um föður þeirra? 

Jón Valur Jensson, 8.1.2017 kl. 20:22

104 identicon

Heyrðu mig, eitthvað skautar nú guðfræðingurinn framhjá aðalmálinu hér og neitar því þá nú að hann sjálfur loki á mig, og þá Sigurð nokkur Grétarsson og marga aðra, einmitt einungis vegna þess að þeir kunna að hafa svarað guðfræðingnum á sömu tungu og ræðst á þá sem samsinna honum ekki. Eins má sjá virðingaleysi guðfrægðingsins hér að ofan þegar hann svarar hér gesti einum í frærslu #93 en þar "gefur hann lítið fyrir álit" þess gest. Sem er einatt hans svar eða í þá átt. Nú í versta falli lokar hann á þá sem geta veglt honum undir uggum í tilsvörum eða rökum.

Því til stuðnings má segja frá því að hann kaus að loka á mig á sinn fésbókarvegg og það á sama tíma og hann svaraði mér, þannig til tryggja að ég gæti ekki svarað og já rúsínan, að guðfræðingurinn gæti átt síðasta orðið, e-ð sem hann stefnir að hér en honum verður nú alls ekki kápan úr þvi klæðinu. Hér verð ég fram að haustskipum.

Nú ragmana ég guðfræðinginn að skoða sín mál og vega og meta hvert hann er nú kominn með sín rökleysi hér.

Nú varðandi að ég hafi vegið að guðfræðingnum með umtal um dætur hans, þá hlýtur að eiga við gamla máltækið þetta með tómu tunnuna og byljandann. Hvet guðfræðinginn til að skoða færslu hér að ofan #61 þegar guðfræðingurinn mælir í minn garð: "Og sorglegt hlýtur það að vera fyrir fjölskyldu hans að fylgjast með þessari umræðu hans eftir á." 

Geri ráð fyrir að það hafi guðfræðingnum fundist í lagi að nefna mína fjölskyldu en hans sjálfs skuli í skjóli vera. 

Segi og skrifa....hræsni.is

Sigfús (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 22:29

105 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nenni ekki einu sinni að lesa rugl vellygna Sigfúsar núna, er að koma frá því að svara sennilega samherja hans, Salmanni Tamimi, og hvar? Jú, enn einu sinni á mínu aðal-Moggabloggi ! Og heldur Sigfús að það sé kannski vegna þess að ég sé SAMMÁLA Salmanni?! Samkvæmt Sigfúsi leyfi ég bara þeim mönnum að ræða við mig og lesendur, sem ég er sjálfur sammála! En ég hef sjaldan eða aldrei verið Salmanni sammála um neitt, og samt hefur hann átt fjölmörg innlegg á vefsíður mínar og Kristinna stjórnmálasamtaka og ekki verið útilokaður enn, þrátt fyrir sína Kórans-siðfræði með handarhöggi fyrir hvinnsku! 

Jón Valur Jensson, 9.1.2017 kl. 00:02

106 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sum Moggablogg eru aðeins opin skráðum Moggabloggurum. Ég hélt að Sigfús Ómar Höskuldsson væri einn slíkur, en sá í dag, að hann er það ekki (lengur?). Af hverju reynir hann ekki að nota sér málfrelsið með Moggablogg-síðu? Er kannski búið að henda honum þar út vegna óviðurkvæmilegs orðavals, kjaftháttar og móðgana við mann og annan? (ekki þó mig, ég hef ekki kvartað undan honum við blog.is).

En það er komið fram hér í innleggjum mínum (4. jan., fyrir og eftir kl. 20), að einungis innskráðir Moggabloggarar mega leggja inn athugasemdir á þrjú af hinum sjö nefndu bloggsvæðum (þessi kennd við jvj, jonvalurjensson og fullveldi), en að ÖLLUM (líka óskráðum) er heimilt að leggja inn athss. á hin fjögur (Þjóðarheiðurs, Krist.bloggið, lifsrettur.blog.is og Þjóðfylkingarbloggið), sbr. líka hve örfáir hafa verið bannaðir.

Jón Valur Jensson, 9.1.2017 kl. 00:18

107 Smámynd: Jón Valur Jensson

 

Tengill inn á vefsíðu mína þar sem Salmann fær óáreittur að rita sitt blekkingar-rövl: Enn afhjúpa Hamas-samtökin (sem stjórna Gaza) sig sem herská hryðjuverkasamtök

 

Jón Valur Jensson, 9.1.2017 kl. 00:23

108 identicon

Held að svefndrunginn hafi nú náð í priksendann hjá guðfræðingnum.

Veit lítið um tengingu á milli mín og téða Salmanns, það verður guðfræðingurinn að leysa úr sjálfur.

Sé svo að guðfræðingurinn er nú ekki lengur að kvarta að dætur hans hafi verið nefndar, því auðvitað sást enn, já enn og aftur þversögnin í hans málaleitan. Þá er það afgreitt með;"Nenni ekki einu sinni að lesa rugl vellygna Sigfúsar núna" höfum séð þetta svo marg oft hjá guðfræðingnum, þegar honum er snýtt úr sínum eigins polli.  Þá skipta svör, rök eða ábendingar litlu máli.

Aðalatriðið hér er hví guðfræðingur vor leyfir sér að loka á fólk, aðila sem svara honum á nákvæmlega sama hátt og hann oft atyrði fólk (kallar það nöfnum og uppnefnir [dæmin ótrúlega mörg á öllum hans síðum við þá sem honum svara] ) 

Hvað mig og MBL blokk áræðir, þá hlýtur að vera á milli mín og MBL, ekki guðfræðingsins en þakka óvænta hugulsemi...

Sigfús (IP-tala skráð) 9.1.2017 kl. 09:17

109 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ligg ég ei yfir ljótum þínum lygum röktum,

afsönnuðum, áður hröktum.

Jón Valur Jensson, 9.1.2017 kl. 12:38

110 identicon

Held að svefndrunginn hafi nú náð í priksendann hjá guðfræðingnum.

Veit lítið um tengingu á milli mín og téða Salmanns, það verður guðfræðingurinn að leysa úr sjálfur.

Sé svo að guðfræðingurinn er nú ekki lengur að kvarta að dætur hans hafi verið nefndar, því auðvitað sást enn, já enn og aftur þversögnin í hans málaleitan. Þá er það afgreitt með;"Nenni ekki einu sinni að lesa rugl vellygna Sigfúsar núna" höfum séð þetta svo marg oft hjá guðfræðingnum, þegar honum er snýtt úr sínum eigins polli.  Þá skipta svör, rök eða ábendingar litlu máli.

Aðalatriðið hér er hví guðfræðingur vor leyfir sér að loka á fólk, aðila sem svara honum á nákvæmlega sama hátt og hann oft atyrði fólk (kallar það nöfnum og uppnefnir [dæmin ótrúlega mörg á öllum hans síðum við þá sem honum svara] ) 

Hvað mig og MBL blokk áræðir, þá hlýtur að vera á milli mín og MBL, ekki guðfræðingsins en þakka óvænta hugulsemi...

Sigfús (IP-tala skráð) 9.1.2017 kl. 12:59

111 identicon

Sem fyrr, áður birtur pistlill fór í loftið.....en maður gæti samt gert eins og guðfræðingurinn....endurbirt gamla hlekki og gasprað um þá sömu ræðuna...  Velvirðing á þessu , aftur.

En guðfræðingurinn er enn við sama heygarðshornið....hrakinn út í horn og svarar nú með ódýrri lýru.

En hann birti sinn boðskap á miðli er rímar við flögu. Þar er dreginn taumur og já.....haldið ykkur, nú fyrir útgerðina. Nú á ríkið að fara aftur að greiða niður laun fyrir sjómenn með "sjómannaafslætti". Útgerð á einfaldlega að greiða laun og þá með allt innifalið. Eiga þá kannski flugliðar sem nú færa björg í bú með því að draga hér ferðamenn í milljóna tali til landsins að fá "flugliðaafslátt" ? Hví ekki ? Starfið erfitt, unnið undir miklu álagi (1 klukkustund á flugi = 3 á jörðu niðri). Mikið að heiman frá sér. 

En við vitum með guðfræðinginn, hann er málpípa þeirr sem eiga fjármunina, nú niðurgreiðsla fyrir sjómenn og þá útgerðina. Hann styður við SDG sem á aðila að milljarði í erlendu skjóli. Hann styður við að launamenn taki á sig gengislækkunina. Hann styður við að koma í veg fyrir að þeir sem meira eiga greiði hærri skatti. 

Kannski á guðfræðingurinn stórfé erlendis, skyldi hann vera í skýrslunni sem átti að koma miklu fyrr ? 

Getur það verið.

Pælið í því...

Sigfús (IP-tala skráð) 9.1.2017 kl. 13:08

112 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Viðurkenndu staðreyndir um stórlygar þínar eða skammastu þín og hafðu vit á að þegja.

Kristin stjórnmálasamtök, 9.1.2017 kl. 19:12

113 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er nýkominn frá Krist.blogginu og tékkaði á innleggjum, en gleymdi að útskrá mig!

Jón Valur Jensson, 9.1.2017 kl. 19:15

114 identicon

"stórlygar" nefnir guðfræðingurinn. 

Ja, hverjar gætu þær nú verið ? Gætu það verið skoðanir annarra ? Gætu það verið hugleiðingar byggt á orðum guðfræðinsins sjálfs ?

Kann að vera.

Ljóst má vera að guðfræðingurinn [sem unnið hefur fyrir Árvakur og vitum fyrir hvern það fyrirtæki vinnur fyrir] kann þvi illa að vera spyrlað við auðvaldssinna. Gott og vel. Kannski lærir þá guðfræðingurinn hér "the hard way" að uppnefna þá ekki sem eru honum ósammála, þá í ESB málum, i málum SDG, í málum innflytjenda.

Gerum okkur alveg, alvöru, grein fyrir því að það voru líkur á því að guðfræðingurinn átti raunhæfan möguleika að verða varaþingmaður mjög slæman stjórnmálaflokk en sem betur fer tók græðgin völdin og sá flokkur er nú dáinn drottni sínum.

Ef guðfræðingurinn lokar á mig, á sinni fésbók, á nokkrum af sínum bloggsvæðum bara fyrir það að ég kann ekki að svara eins "og guðfræðingnum sýnist". Hvernig yrði það þá sem þingmaður. Þá yrði settar jarðsprengjur a´Austuvöll.

Samt getur hann átt það að vera manna verstur í sínum tilsvörum, sér lagi ef einn vill kanna ESB; stendur með JS og SJS eða hallmælir leiðtoga lífs guðfræðingsin , sjálfum vinnuskróparanum og lögbrjót [lögum um lögheimilaskráningu alþingismanna] SDG. Þá kveikir guðfræðingurinn á sinni hárþurrku, gerir svo sínar þarfir yfir þá sömu.

Ágæti guðfræðingur, huglægt mat eru ekki lygar heldur skoðanir.

Sorry Stína.....díl við it...

Sigfús (IP-tala skráð) 9.1.2017 kl. 19:47

115 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

.

.

Stærilætið styrkir kannski sturlun*  þína.

Er þó bótin allra meina

ekki, þótt þú vildir reyna!

 

* Sturlun nota ég hér í merkingunni rugl eða ruglárátta, ekki í heilsufars- eða læknisfræðilegri merkingu.

 

Jón Valur Jensson, 10.1.2017 kl. 01:21

116 identicon

Stærilæti kunna að vera stunduð hér.....en hrakið er þó eigi mín rök og mat og því þvaðri sem úr guðfræðingnum vellur.

Hér er búið að reiða til höggs af guðfræðingnum aftur og aftur en alltaf, segi og skrifa, alltaf fer hann með rófuna þar sem sólin skín sjaldan og prikið hennar pálínu þversum.

Guðfræðningnum lærist seint að sætta sig við annarra álit......það er mitt álit...

Sigfús (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 14:06

117 identicon

....ætli guðfræðingurinn sé farinn í frí ? ..... 

skil það vel, það þarf að jafna sig eftir svona vitleysisgang.. :)

Sigfús (IP-tala skráð) 11.1.2017 kl. 12:48

118 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað ert þú að ybba gogg, sem getur ekki skammlaust sett saman ferskeytlu?

Jón Valur Jensson, 14.1.2017 kl. 07:36

119 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ein enn handa Sigfúsi, honum til lærdóms: 

Það eina sem þú ávannst þér með ofurlygum

stórorðum og styggðarlegum

stimplar þig á lífsins vegum.

    

Jón Valur Jensson, 16.1.2017 kl. 23:58

120 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo öfugsnúinn ertu, Sigfús, í svörum þínum og blekkingarnar þvílíkar, að jafnvel biluð klukka er réttari !

Jón Valur Jensson, 17.1.2017 kl. 00:00

121 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, alveg er það merkilegt hvað þú átt auðvelt með að ljúga. En klukka, sem er stopp, er þó alla vega rétt tvisvar á sólarhring !

Jón Valur Jensson, 17.1.2017 kl. 00:51

122 Smámynd: Jón Valur Jensson

                                                                                 .

.

.

Vorkenni´ eg þér? Jovist !

Þín vörn er fallin.

Já, illt af illu hlýzt.

Aumingjans kallinn !

 

Jón Valur Jensson, 17.1.2017 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband