9625 bloggfærslur á áratug.

Margt smátt gerir eitt stórt segir máltækið. Þennan mánaðardag, 14. janúar 2007, fyrir réttum tíu árum, opnaði ég þessa bloggsíðu og byrjaði loks að blogga.  

Síðan þá hafa um það bil 10 þúsund bloggfærslur birst á síðunni og athugasemdirnar, sem hafa verið snar þáttur í umræðum og efnislegum tökum í heild, eru ekki minna en 20 þúsund alls, gætu jafnvel verið fleiri en 30 þúsund. 

Ekki er hægt að sjá af tölum, hve margir lesendurnir hafa verið, - það er misjafnt hvað hver lesandi hefur litið oft inn, en flettingar nema samtals um 7,3 milljónum á þessum áratug og innlitin líklegast um 4 milljónum. 

Ég er þakklátur fyrir það að hafa átt þess kost að halda þessari síðu úti og reyna að hafa hana sem fjölbreyttasta og efnismesta, auk þess að fá fram margvísleg sjónarmið og fróðleik. 

Vil ég þakka öllum sem hafa kíkt á síðuna og tekið þátt í að viðhalda henni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Takk! fyrir skemmtilega pistla elsku Ómar. Þeir eru flóran öll í mannlegum samskiptum,vísndum,íþróttum og hvað sem nöfnum má gefa.laughing

Ragna Birgisdóttir, 14.1.2017 kl. 20:06

2 identicon

 Neðst vinstra megin má sjá; Flettingar..Frá upphafi: 7.353.247

Þannig að spurning vaknar um hvaðan "flettingar nema samtals um 15-20 milljónum" kemur og hvort aðrar tölur séu sama marki brenndar. 10 þúsund bloggfærslur gera 3 bloggfærslur á dag í 10 ár.

Til hamingju með afmæli skemmtilegrar síðu. Til gamans set ég hér tengil á fyrsta bloggið:  http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/102039/

Lengi lifi Ómar. Húrra!  Húrra! Húrra!

Hábeinn (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 21:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju með daginn, Ómar! Ekki er lítil eljan, einbeittnin og hugmyndaauðgin að baki þessum pistlum þínum um tíu ára skeið. Gerir vart nokkur betur í því efni.

Sjálfur hófst ég hér handa 22. maí 2006 (strjált í fyrstu), en hef örugglega ekki skilað hálfum fjölda á við þína pistla, varla þriðjungi. Gangi þér allt í haginn.

Jón Valur Jensson, 14.1.2017 kl. 23:19

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sömuleiðis, Jón Valur og þakkir fyrir aðrar hamingjuóskir. 

Takk fyrir ábendinguna, Hábeinn, því að orðin "um það bil" og "varla minna" sýna, að þetta eru ágiskunartölur og mér sást yfir möguleikann, sem þú notaðir þér við að finna flettingarnar. 

Þetta stafar af því að í upphafi voru mun færri lesendur en nú, sem fóru inn á síðuna, og satt að segja er ég hæstánægður með 7 milljónir 353 þúsund og 247 flettingar og þar með nokkrar milljónir innlita.

Mun leiðrétta þetta.  

Hins vegar er ég nær lagi með ágiskanirnar á fjölda færslna af því að ég hef sett það sem þumalputtareglu að þær séu í kringum þrjár á dag, og stundum fleiri frekar en færri.  

Ómar Ragnarsson, 15.1.2017 kl. 00:31

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú fann ég staðinn, þar sem hægt er að sjá nákvæmlega tölu færslna frá upphafi, og þær eru 9625, nær 10 þúsundum en 9 og var því ekki svo langt frá réttri tölu úr því að ég lét mér nægja í fyrstu að segja "um það bil." 

Ómar Ragnarsson, 15.1.2017 kl. 00:51

6 identicon

Ég hef um árabil byrjað daginn á því að lesa blogg Ómars Ragnarssonar, mér til óblandinnar ánægju.
Það er mér mikils virði að geta gengið að þessum pistlum vísum, og vita að þarna er spjall og fróðleikur, en hvorki gífuryrði né neikvæðni.
Kærar þakkir, Ómar!

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 01:03

7 identicon

Les pistla Ómars á hverjum degi, hvar sem ég er staddur. Mikil fjölbreytni og skemmtilega ópólitískur. Enda með vinsælustu bloggsíðum Íslendinga. Takk fyrir mig, Ómar. "Have a good day", eins og sagt er í fluginu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 09:40

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þú ert EGÓisti eins og þeir gerast verstir.

Óðinn Þórisson, 15.1.2017 kl. 16:24

9 Smámynd: Már Elíson

..og þú ert nú ekki beittasti hnífurinn skúffunni af þeim sem eru á/í blogginu, Óðinn. - Ef Ómar er egóisti þá sérðu hvað þú átt verulega mikið eftir til að vera marktækur.

Blogg Ómars er það fyrsta sem ég (og fleiri) lesa sér til fróðleiks t.d. en mikið af niðurrifsöflum hafa reynt allt sitt "besta" til að koma óorði á það og til að eyðilegga skipulega þennan frábæra vettvang. Að vísu á "hann" eftir að koma inn núna á þessari helgi, en á örrugt sæti/hæli hér.

Már Elíson, 15.1.2017 kl. 18:50

10 identicon

Ég hef nú meiri áhuga á athugasemdum frá Steina Briem en Má Elíson.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 21:33

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Ómar

Biðst hér með afsökunar á ummælum mínum og vona að þu takir afsökunarbeiðni mína til greina.

Óðinn Þórisson, 16.1.2017 kl. 22:04

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott þetta síðara frá Óðni. smile

Jón Valur Jensson, 17.1.2017 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband