Frumarp stjórnlagaráðs gerði ráð fyrir samábyrgð ráðherra.

Það er galli á núverandi skipan mála varðandi vald ráðherra, að það hefur verið lenska að þeir fái að valsa ansi frjálslega einir í sínum málaflokki. 

Afleiðingin er sú að of oft hafa þeir getað notað þessa aðstöðu til þess að hygla sínu kjördæmi í sínum málaflokki.

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er lagt til að allir ráðherrar ríkisstjórna taki ábyrgð af stjórnarathöfnum og geti því aðeins firrt sig ábyrgð, að þeir bóki skriflega um það.  


mbl.is Páll segir Bjarna hafa gert mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá væri fyrsta mál á fyrsta fundi ráðherra að firra sig skriflega ábyrgð á athöfnum hinna ráðherrana í öllum málum. Því ekki geta þeir setið alla daga yfir hvor öðrum og passað upp á hverja ákvörðun.

Það var nefnilega sá galli á Dýrunum í Hálsaskógi Tillögu Stjórnlagaráðs að margt í henni kæmi ekki til með að virka í raunveruleikanum þó allt gengi upp í undarlegum draumaheimi stjórnlagaráðs.

Hábeinn (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 20:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráðherrar fara með æðstu miðstjórn innan stjórnsýslunnar og fara í reynd með það framkvæmdavald sem forseta Íslands er formlega veitt í stjórnarskránni.

Þeir bera ábyrgð á öllum stjórnsýsluathöfnum í þeirra eigin ráðuneytum samkvæmt stjórnarskránni og lögum um ráðherraábyrgð nr. 4/1963.

Ríkisstjórnin tekur hins vegar sameiginlegar ákvarðanir á ráðherrafundum.

Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963:

"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."

Forseti Íslands sækir vald sitt beint til þjóðarinnar en samkvæmt stjórnarskránni er hann ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

Samkvæmt þingræðisreglunni getur meirihluti þingmanna hvenær sem er lýst vantrausti á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra.

Hafi slík vantrauststillaga verið samþykkt er viðkomandi ráðherra, eða ráðherrum, skylt að biðjast lausnar og þá veitir forseti Íslands þeim lausn frá embætti.

Alþingi getur með þingsályktun kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og Landsdómur dæmir um þau mál.

Þorsteinn Briem, 14.1.2017 kl. 23:20

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er staðreynd að á ríkisstjórnarfundum bera ráðherrarnir upp öll sín helstu mál og rökrétt framhald af því væri að hver sá, sem búið væri að kynna málin fyrir, tæki samábyrgð á framkvæmdinni. 

Það er enginn að tala um að allir ráðherrarnir taki á sig ábyrgð á einhverjum smámálum sem þeir frétta aldrei af né vita um í ráðuneytu hinna. 

Ómar Ragnarsson, 15.1.2017 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband